Innlent

Nýr aðstoðarmaður ráðherra sinnir starfinu með skóla

Bjarki Ármannsson skrifar
Gauti Geirsson, nýráðinn aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, segist hlakka til að takast á við starfið.
Gauti Geirsson, nýráðinn aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, segist hlakka til að takast á við starfið. Mynd/Utanríkisráðuneytið

„Þetta kom bara skemmtilega á óvart og ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Gauti Geirsson, nýráðinn aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Greint var frá ráðningu Gauta, sem er 22 ára og stundar nám í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík, fyrr í kvöld.

„Það var bara haft samband við mig,“ segir Gauti, aðspurður hvernig þessi ráðning hafi komið til. „Ég er bara mjög ánægður að geta, fyrir hönd ungs fólks, komið á framfæri rödd okkar í stjórnsýslunni.“

Gauti skipaði 15. sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kjördæmi Gunnars Braga, í þingkosningunum árið 2013 og var kosningastjóri flokksins á Ísafirði í sveitastjórnarkosningunum árið eftir.

„Annars hef ég látið að mér kveða í umhverfismálum, hef skipulagt ruslahreinsun á Hornströndum tvö ár í röð og ýmislegt,“ segir hann.

Alltaf fylgst vel með utanríkismálum
Gauti hóf störf í dag en hann verður í hálfu starfi í utanríkisráðuneytinu að minnsta kosti út þessa önn á meðan hann klárar þau námskeið sem hann er nú skráður í. Aðspurður hvað starfið feli í sér, segist hann einfaldlega ætla að aðstoða ráðherrann eftir bestu getu í því sem honum er falið. Hann segist ekki vita hvort hann muni ferðast mikið í starfi sínu.

Að því er kemur fram í frétt á vef ráðuneytisins hefur Gauti starfað sem háseti og vélstjóri á togara og farþegaskipum. En hefur hinn nýi aðstoðarmaður utanríkisráðherra einhverja reynslu af utanríkismálum?

„Ég hef allavega mjög mikinn áhuga á þeim,“ segir hann. „Ég fór í eitt ár í reisu til Afríku og Asíu og ég hef alltaf haft mikinn áhuga á, og fylgst vel með, utanríkismálum.“

Líkt og fram kom í samantekt Fréttablaðsins á launagreiðslum til aðstoðarmanna ráðherra árið 2014, njóta allir aðstoðarmenn sem ráðnir eru á grundvelli 22. greinar laga um Stjórnarráð Íslands sömu kjara sem eru 764.614 krónur í mánaðarlaun og 128.754 krónur í kjararáðseiningar. 

Gunnar Bragi er fyrir með einn aðstoðarmann, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur.


Tengdar fréttir

Auglýsir eftir sjálfboðaliðum í ruslatínslu

Tuttugu og eins árs verkfræðinemi vonast til þess að fá sjötíu til áttatíu sjálfboðaliða til að hreinsa rusl á Hornströndum í næsta mánuði. Þetta er annað árið í röð sem hann skipuleggur slíka ferð en í fyrra náði hópurinn að tína fimm og hálft tonn af rusli.

204 milljónir í laun aðstoðarmanna

Níu ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru með tuttugu manns sér til aðstoðar. Samtals fá þessir aðstoðarmenn 204 milljónir króna í árslaun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er með sjö manns sér til aðstoðar sem fá samtals rúmar 64 milljónir króna

Gunnar Bragi leiðir lista framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi

Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi hafa tilkynnt framboðslista sinn fyrir komandi kosningar til Alþingis sem fram fara í apríl á næsta ári. Það er Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður og þingflokksformaður Framsóknarflokksins frá Sauðárkróki sem leiðir listann. Í öðru sæti er Ásmundur Einar Daðason alþingismaður og bóndi á Lambeyrum í Dölum. Elsa Lára ArnarAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.