Klæddu þig rétt fyrir skíðaferð Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 21. janúar 2016 10:59 Sé búnaðurinn réttur verður líðanin betri og skíðaferðin þar með enn ánægjulegri en ella. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Það er ekki þykk dúnúlpa yfir einni peysu sem heldur bestum hita á manni þegar skíðað er, heldur eru það nokkrar þunnar flíkur undir vatns- og vindþéttri úlpu sem andar. Loftið sem myndast á milli flíkanna undir úlpunni virkar eins og einangrun og úlpa sem andar hleypir út raka. Skíðabuxurnar eiga auðvitað einnig að vera vatns- og vindþéttar og anda eins og úlpan. Algengasti undirfatnaðurinn fyrir skíðaiðkendur er úr pólýester sem heldur þeim þurrum. Ullarundirföt þykja einnig ágæt. Þau eru hlý og það kemur síður svitalykt í þau. Bómullarflíkur ber að varast. Þær draga í sig raka eins og svampur og það veldur því að manni verður kalt. Þunn ullarpeysa yfir undirfatnaðinum og flíspeysa þar utan yfir er skynsamlegur klæðnaður. Sokkarnir eiga gjarnan að vera alvöruskíðasokkar. Þeir eru þykkir á vissum stöðum og þynnri á öðrum þannig að vel fari um fótinn í skíðaskónum. Góðir skíðavettlingar eru að sjálfsögðu mikilvægir. Gæta þarf þess að skíðahjálmurinn sé af réttri stærð. Hann á að sitja þétt að höfðinu. Þegar skíðagleraugu eru keypt á að máta þau yfir hjálminn.Til þess að skíðaferðin verði sem ánægjulegust er vert að huga að þessu:1. Varasalvi og sólarvörn Þegar sólin fer að hækka á lofti er nauðsynlegt að bera á sig sólarvörn heima áður en haldið er af stað í skíðabrekkuna og bera svo aftur á andlitið í brekkunni. Varasalvi er einnig nauðsynlegur og hafa ætti hann með sér í ferðina eins og sólarvörn. 2. Feitt andlitskrem Þegar kuldinn er mikill og vindur blæs er gott að bera feitt krem á andlitið.3. Buff á höfuð og háls Gott er að vera með aukabuff í vasanum. Þegar veðrið er slæmt er gott að setja það um hálsinn og fyrir andlitið.4. Farsími Ekki gleyma að setja farsíma í vasann. Hann getur verið nauðsynlegt öryggistæki.5. Orkubiti Súkkulaðibiti eða nokkrar hnetur, sem auðveldlega má geyma í úlpuvasa, geta komið að gagni þegar þreyta fer að gera vart við sig. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira
Það er ekki þykk dúnúlpa yfir einni peysu sem heldur bestum hita á manni þegar skíðað er, heldur eru það nokkrar þunnar flíkur undir vatns- og vindþéttri úlpu sem andar. Loftið sem myndast á milli flíkanna undir úlpunni virkar eins og einangrun og úlpa sem andar hleypir út raka. Skíðabuxurnar eiga auðvitað einnig að vera vatns- og vindþéttar og anda eins og úlpan. Algengasti undirfatnaðurinn fyrir skíðaiðkendur er úr pólýester sem heldur þeim þurrum. Ullarundirföt þykja einnig ágæt. Þau eru hlý og það kemur síður svitalykt í þau. Bómullarflíkur ber að varast. Þær draga í sig raka eins og svampur og það veldur því að manni verður kalt. Þunn ullarpeysa yfir undirfatnaðinum og flíspeysa þar utan yfir er skynsamlegur klæðnaður. Sokkarnir eiga gjarnan að vera alvöruskíðasokkar. Þeir eru þykkir á vissum stöðum og þynnri á öðrum þannig að vel fari um fótinn í skíðaskónum. Góðir skíðavettlingar eru að sjálfsögðu mikilvægir. Gæta þarf þess að skíðahjálmurinn sé af réttri stærð. Hann á að sitja þétt að höfðinu. Þegar skíðagleraugu eru keypt á að máta þau yfir hjálminn.Til þess að skíðaferðin verði sem ánægjulegust er vert að huga að þessu:1. Varasalvi og sólarvörn Þegar sólin fer að hækka á lofti er nauðsynlegt að bera á sig sólarvörn heima áður en haldið er af stað í skíðabrekkuna og bera svo aftur á andlitið í brekkunni. Varasalvi er einnig nauðsynlegur og hafa ætti hann með sér í ferðina eins og sólarvörn. 2. Feitt andlitskrem Þegar kuldinn er mikill og vindur blæs er gott að bera feitt krem á andlitið.3. Buff á höfuð og háls Gott er að vera með aukabuff í vasanum. Þegar veðrið er slæmt er gott að setja það um hálsinn og fyrir andlitið.4. Farsími Ekki gleyma að setja farsíma í vasann. Hann getur verið nauðsynlegt öryggistæki.5. Orkubiti Súkkulaðibiti eða nokkrar hnetur, sem auðveldlega má geyma í úlpuvasa, geta komið að gagni þegar þreyta fer að gera vart við sig.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira