Einna erfiðast að geta ekki lengur spurt mömmu spurninga sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. janúar 2016 20:26 Móðir Áslaugar lést úr krabbameini árið 2012. vísir/stefán „Sorgin er vitaskuld mjög mikil. Það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum er að horfa á mömmu mína kveðja þennan heim. Því þrátt fyrir að veikindin séu oft á tíðum mjög erfið og mjög mikil þá er það minni háttar fyrir manni þegar manneskjan er farin. Veikindin verða einhvern veginn bara örlítill hjalli í því samhengi.“ Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, á ráðstefnu Krafts krabbameinsfélags í Háskóla Íslands í kvöld. Áslaug missti móður sína 22 ára gömul árið 2012. Hún ræddi áfallið, sorgarferli sitt og þann lærdóm sem draga má eftir slíkt á fundinum.Mikilvægast að gefa sér tíma „Ég gerði ekkert allt rétt og upplifði ekkert endilega hlutina eins og aðrir. En samt sem áður hef ég lært mjög mikið á þessum tíma, bæði á sjálfa mig og lífið sjálft,“ sagði hún. Sorgarferlið sé enn í gangi og verði það eflaust alla tíð – en að hún læri að lifa með því. „Í áfallinu strax á eftir var einna mikilvægast að gefa sér tíma. Gefa sér tíma til að syrgja, líða illa og gefa sér tíma í að vera. Það er einhvern veginn ákveðin pressa á öllum að koma sér til baka í lífið sjálft og eðlilega rútínu. Sú pressa er alveg góð, sé manneskjan tilbúin.“Lærdómurinn erfiður í sorginni Áslaugu þótti hvað erfiðast að byrja aftur að læra. Hún nemur lögfræði í Háskóla Íslands, en hún tók ákvörðun um að hinkra með námið og einbeita sér að öðrum hlutum um skeið. Hún segir fólk hafa þrýst á sig að klára námið á ákveðnum tíma en segist afar þakklát sjálfri sér að hafa tekið ákvörðun um að bíða með lærdóminn. „Ár til eða frá skiptir engu í stóra samhenginu. Aftur á móti verður það mun verðmætara að gera þetta hægar og líða betur með það í stað þessa að hlaupa í gegnum það með alla þessa sorg á bakinu,“ segir Áslaug.Þráir ekkert heitar en að geta hringt í mömmu Áslaugu segist þykja erfitt að hugsa til þess að mamma hennar verði ekki partur af stórum viðburðum í lífi hennar. „Allir eiga sína drauma og þrátt og hafa séð fyrir sér að einhverju marki lífið í framtíðinni. Alltaf hafði ég reiknað með því að mamma yrði partur af því. Öll skref eða uppákomur í lífinu og maður þráir ekkert heitar en að geta hringt og deilt því með mömmu. Þegar maður flytur út, þegar og ef maður eignast barn eða giftir sig er meðal annars eitthvað sem er sárt að hafa hana ekki hjá sér. Spyrja allra spurninganna, fá öll ráðin, brosin, stuðninginn og gleðina. Stoltið, hvatninguna og ástina.“ Hún segir móður sína hafa verið stoð sína og styttu og enn leiðarljós sitt í þeim ákvörðunum sem hún taki. Það sem drífi hana áfram sé að hugsa hvernig mamma hennar hefði gert hlutina og hvernig hún hefði viljað hafa þá. „Þessi sorg mun held ég aldrei hverfa. Maður sættir sig við það, það verður skuggi á stórum viðburðum í hjartanu en á sama tíma hugsar maður hvernig hún hefði viljað sjá þetta. Hvernig hún hefði viljað að ég myndi halda áfram.“Lífið yndislegt og dýrmætt og því má ekki gleyma Áslaug segist oft hafa verið hvött til þess að spyrja móður sína spurninga og sækja til hennar vitneskju. Hún hafi ekki skilið hvers vegna, enda ætti hún ekkert vantalað við hana. „Eftir á og of seint áttaði ég mig á því að mamma bjó auðvitað yfir mikilli vitneskju sem ég hefði viljað fá meira af. Hvernig var ég sem barn, hvernig voru menntaskólaár hennar. Auðvitað hafði þetta verið rætt, en að fá aldrei annað tækifæri til að ræða hina ýmsu hluti er sárt. Ég á sem betur fer einstaka fjölskyldu og pabba sem geta sagt mér mjög mikið þegar ég treysti mér til að spyrja.“ Hún segist hafa dregið mikinn lærdóm af sorginni. Hann sé að lifa lífinu lifandi og njóta þess. Öllu máli skipti að njóta hvers dags og vera sáttur í dagslok. „Lífið er nefnilega yndislegt og dýrmætt og því má ekki gleyma þó dimmi fyrir. Að hinkra og njóta er held ég áskorun fyrir fleiri en mig. Að staldra við og muna að lífið er ekki sjálfgefið og muna að hver dagur er dýrmætur. En ekki síst lærði ég það af móður minni og hennar æðruleysi.“ Tengdar fréttir Vekja athygli á krabbameini Átakið #shareyourscar á vegum Krafts hefur vakið athygli fyrir áhrifamiklar myndir. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á krabbameini hjá ungu fólki. 15. janúar 2016 09:00 „Til að byrja með var krabbameinið greint sem athyglissýki“ Elma Lísa Kemp greindist með krabbamein í mænu og rifbeinum þegar hún var þrettán ára. Hún er meðal þeirra sem taka þátt í #ShareYourScar. 13. janúar 2016 22:00 Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Sjá meira
„Sorgin er vitaskuld mjög mikil. Það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum er að horfa á mömmu mína kveðja þennan heim. Því þrátt fyrir að veikindin séu oft á tíðum mjög erfið og mjög mikil þá er það minni háttar fyrir manni þegar manneskjan er farin. Veikindin verða einhvern veginn bara örlítill hjalli í því samhengi.“ Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, á ráðstefnu Krafts krabbameinsfélags í Háskóla Íslands í kvöld. Áslaug missti móður sína 22 ára gömul árið 2012. Hún ræddi áfallið, sorgarferli sitt og þann lærdóm sem draga má eftir slíkt á fundinum.Mikilvægast að gefa sér tíma „Ég gerði ekkert allt rétt og upplifði ekkert endilega hlutina eins og aðrir. En samt sem áður hef ég lært mjög mikið á þessum tíma, bæði á sjálfa mig og lífið sjálft,“ sagði hún. Sorgarferlið sé enn í gangi og verði það eflaust alla tíð – en að hún læri að lifa með því. „Í áfallinu strax á eftir var einna mikilvægast að gefa sér tíma. Gefa sér tíma til að syrgja, líða illa og gefa sér tíma í að vera. Það er einhvern veginn ákveðin pressa á öllum að koma sér til baka í lífið sjálft og eðlilega rútínu. Sú pressa er alveg góð, sé manneskjan tilbúin.“Lærdómurinn erfiður í sorginni Áslaugu þótti hvað erfiðast að byrja aftur að læra. Hún nemur lögfræði í Háskóla Íslands, en hún tók ákvörðun um að hinkra með námið og einbeita sér að öðrum hlutum um skeið. Hún segir fólk hafa þrýst á sig að klára námið á ákveðnum tíma en segist afar þakklát sjálfri sér að hafa tekið ákvörðun um að bíða með lærdóminn. „Ár til eða frá skiptir engu í stóra samhenginu. Aftur á móti verður það mun verðmætara að gera þetta hægar og líða betur með það í stað þessa að hlaupa í gegnum það með alla þessa sorg á bakinu,“ segir Áslaug.Þráir ekkert heitar en að geta hringt í mömmu Áslaugu segist þykja erfitt að hugsa til þess að mamma hennar verði ekki partur af stórum viðburðum í lífi hennar. „Allir eiga sína drauma og þrátt og hafa séð fyrir sér að einhverju marki lífið í framtíðinni. Alltaf hafði ég reiknað með því að mamma yrði partur af því. Öll skref eða uppákomur í lífinu og maður þráir ekkert heitar en að geta hringt og deilt því með mömmu. Þegar maður flytur út, þegar og ef maður eignast barn eða giftir sig er meðal annars eitthvað sem er sárt að hafa hana ekki hjá sér. Spyrja allra spurninganna, fá öll ráðin, brosin, stuðninginn og gleðina. Stoltið, hvatninguna og ástina.“ Hún segir móður sína hafa verið stoð sína og styttu og enn leiðarljós sitt í þeim ákvörðunum sem hún taki. Það sem drífi hana áfram sé að hugsa hvernig mamma hennar hefði gert hlutina og hvernig hún hefði viljað hafa þá. „Þessi sorg mun held ég aldrei hverfa. Maður sættir sig við það, það verður skuggi á stórum viðburðum í hjartanu en á sama tíma hugsar maður hvernig hún hefði viljað sjá þetta. Hvernig hún hefði viljað að ég myndi halda áfram.“Lífið yndislegt og dýrmætt og því má ekki gleyma Áslaug segist oft hafa verið hvött til þess að spyrja móður sína spurninga og sækja til hennar vitneskju. Hún hafi ekki skilið hvers vegna, enda ætti hún ekkert vantalað við hana. „Eftir á og of seint áttaði ég mig á því að mamma bjó auðvitað yfir mikilli vitneskju sem ég hefði viljað fá meira af. Hvernig var ég sem barn, hvernig voru menntaskólaár hennar. Auðvitað hafði þetta verið rætt, en að fá aldrei annað tækifæri til að ræða hina ýmsu hluti er sárt. Ég á sem betur fer einstaka fjölskyldu og pabba sem geta sagt mér mjög mikið þegar ég treysti mér til að spyrja.“ Hún segist hafa dregið mikinn lærdóm af sorginni. Hann sé að lifa lífinu lifandi og njóta þess. Öllu máli skipti að njóta hvers dags og vera sáttur í dagslok. „Lífið er nefnilega yndislegt og dýrmætt og því má ekki gleyma þó dimmi fyrir. Að hinkra og njóta er held ég áskorun fyrir fleiri en mig. Að staldra við og muna að lífið er ekki sjálfgefið og muna að hver dagur er dýrmætur. En ekki síst lærði ég það af móður minni og hennar æðruleysi.“
Tengdar fréttir Vekja athygli á krabbameini Átakið #shareyourscar á vegum Krafts hefur vakið athygli fyrir áhrifamiklar myndir. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á krabbameini hjá ungu fólki. 15. janúar 2016 09:00 „Til að byrja með var krabbameinið greint sem athyglissýki“ Elma Lísa Kemp greindist með krabbamein í mænu og rifbeinum þegar hún var þrettán ára. Hún er meðal þeirra sem taka þátt í #ShareYourScar. 13. janúar 2016 22:00 Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Sjá meira
Vekja athygli á krabbameini Átakið #shareyourscar á vegum Krafts hefur vakið athygli fyrir áhrifamiklar myndir. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á krabbameini hjá ungu fólki. 15. janúar 2016 09:00
„Til að byrja með var krabbameinið greint sem athyglissýki“ Elma Lísa Kemp greindist með krabbamein í mænu og rifbeinum þegar hún var þrettán ára. Hún er meðal þeirra sem taka þátt í #ShareYourScar. 13. janúar 2016 22:00