Skólastjórar í Reykjavík hafa áhyggjur af málalokum í Melaskóla Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2016 12:53 Skólastjórar í Reykjavík hafa áhyggjur á málalokum í Melaskóla Skólastjórar óttast að undirróður hóps kennara í fjölmiðlum geti dugað til að koma þeim úr starfi í stað þess að leyst sé úr málum innan borgarkerfisins. Aðdragandi og málalok í deilum um störf skólastjóra Melaskóla valda skólastjórnendum í grunnskólum Reykjavíkur áhyggjum. Mál sem þessi eigi að leysa í ákveðnum farvegi innan borgarkerfisins en ekki með óvæginni og oft ómálaefnalegri umræðum í fjölmiðlum. Dagný Annasdóttir lét af störfum sem skólastjóri Melaskóla í gær eftir að hafa gert starfslokasamning við Reykjavíkurborg. Hún hafði þá sætt óræðnum ásökunum í fjölmiðlum vegna starfa sinna vikum saman, en deilur höfðu staðið um hana í langan tíma innan skólans. Fréttastofa hefur rætt við nokkra skólastjórnendur í grunnskólum borgarinnar vegna þessara mála sem allir hafa lýst áhyggjum af aðdraganda og málalokum í Melaskóla. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur staðfestir síðan að skólastjórnendum í borginni sé órótt vegna málsins.Málin verði erfiðari í höndum fjölmiðla og foreldra „Já við höfum áhyggjur af því þegar mál fara í slíkan farveg ef það eru áhyggjur af stjórnun. Ef það er ekki traust til stjórnandans og ef það er stór hópur sem ekki hefur traust á honum á sá hópur að beina sínum áhyggjum í réttan farveg. Leita til skóla- og frístundasviðs,“ segir Guðlaug Erla. Mál sem þessi eigi að fara í farveg þar og þá komi Skólastjórafélagið jafnvel að málum. Þau verði hins vegar erfiðari þegar þau séu komin í fjölmiðla, foreldrahópinn og út í samfélagið. „Þetta var orðin mjög óvægin umræða og mér fannst oft á tíðum frekar ómálefnaleg. Þá setur það málið í mjög erfiðan og viðkvæman farveg fyrir viðkomandi stjórnanda. Einnig líka feril málsins,“ segir Guðlaug Erla. Skólastjórar sem fréttastofa ræddi við segja þetta dæmi sýna að það geti verið erfitt fyrir þá að stjórna ef tiltekinn hópur kennara geti tekið sig saman um að koma óljósum ásökunum á hendur skólastjóra, jafnvel undir nafnleynd, til fjölmiðla og þannig grafið undan honum og jafnvel komið honum frá.Skólastjóri settur í erfiða aðstöðu Guðlaug Erla vonar að þetta ýti ekki undir að fleiri mál af þessu tagi gjósi upp. Mál sem þessi setji skólastjóra í mjög erfiða stöðu. „Og það er farið að ræða hennar persónu. Umræðan orðin gildishlaðin. Þá getur þetta orðið mjög erfið staða fyrir viðkomandi skólastjóra. Vissulega ýtir þetta mál undir áhyggjur hjá stjórnendum í borginni. Það gerir það,“ segir formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. Eins og staðan var orðin telji hún hinsvegar að Dagný hafi tekið hárrétta ákvörðun. Skólastjórafélagið eigi eftir að fara gaumgæfilega yfir þetta mál og muni væntanlega funda um það og framhaldið með skólayfirvöldum í borginni. Tengdar fréttir Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00 Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25 Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58 Borgin gerir starfslokasamning við skólastjóra Melaskóla Dagný Annasdóttir segir umræða um hana hafa verið óvæga en hún hugsi hlýtt til Melaskóla og voni að nú skapist friður um skólastarfið. 28. janúar 2016 18:59 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Aðdragandi og málalok í deilum um störf skólastjóra Melaskóla valda skólastjórnendum í grunnskólum Reykjavíkur áhyggjum. Mál sem þessi eigi að leysa í ákveðnum farvegi innan borgarkerfisins en ekki með óvæginni og oft ómálaefnalegri umræðum í fjölmiðlum. Dagný Annasdóttir lét af störfum sem skólastjóri Melaskóla í gær eftir að hafa gert starfslokasamning við Reykjavíkurborg. Hún hafði þá sætt óræðnum ásökunum í fjölmiðlum vegna starfa sinna vikum saman, en deilur höfðu staðið um hana í langan tíma innan skólans. Fréttastofa hefur rætt við nokkra skólastjórnendur í grunnskólum borgarinnar vegna þessara mála sem allir hafa lýst áhyggjum af aðdraganda og málalokum í Melaskóla. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur staðfestir síðan að skólastjórnendum í borginni sé órótt vegna málsins.Málin verði erfiðari í höndum fjölmiðla og foreldra „Já við höfum áhyggjur af því þegar mál fara í slíkan farveg ef það eru áhyggjur af stjórnun. Ef það er ekki traust til stjórnandans og ef það er stór hópur sem ekki hefur traust á honum á sá hópur að beina sínum áhyggjum í réttan farveg. Leita til skóla- og frístundasviðs,“ segir Guðlaug Erla. Mál sem þessi eigi að fara í farveg þar og þá komi Skólastjórafélagið jafnvel að málum. Þau verði hins vegar erfiðari þegar þau séu komin í fjölmiðla, foreldrahópinn og út í samfélagið. „Þetta var orðin mjög óvægin umræða og mér fannst oft á tíðum frekar ómálefnaleg. Þá setur það málið í mjög erfiðan og viðkvæman farveg fyrir viðkomandi stjórnanda. Einnig líka feril málsins,“ segir Guðlaug Erla. Skólastjórar sem fréttastofa ræddi við segja þetta dæmi sýna að það geti verið erfitt fyrir þá að stjórna ef tiltekinn hópur kennara geti tekið sig saman um að koma óljósum ásökunum á hendur skólastjóra, jafnvel undir nafnleynd, til fjölmiðla og þannig grafið undan honum og jafnvel komið honum frá.Skólastjóri settur í erfiða aðstöðu Guðlaug Erla vonar að þetta ýti ekki undir að fleiri mál af þessu tagi gjósi upp. Mál sem þessi setji skólastjóra í mjög erfiða stöðu. „Og það er farið að ræða hennar persónu. Umræðan orðin gildishlaðin. Þá getur þetta orðið mjög erfið staða fyrir viðkomandi skólastjóra. Vissulega ýtir þetta mál undir áhyggjur hjá stjórnendum í borginni. Það gerir það,“ segir formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. Eins og staðan var orðin telji hún hinsvegar að Dagný hafi tekið hárrétta ákvörðun. Skólastjórafélagið eigi eftir að fara gaumgæfilega yfir þetta mál og muni væntanlega funda um það og framhaldið með skólayfirvöldum í borginni.
Tengdar fréttir Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00 Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25 Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58 Borgin gerir starfslokasamning við skólastjóra Melaskóla Dagný Annasdóttir segir umræða um hana hafa verið óvæga en hún hugsi hlýtt til Melaskóla og voni að nú skapist friður um skólastarfið. 28. janúar 2016 18:59 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00
Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25
Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58
Borgin gerir starfslokasamning við skólastjóra Melaskóla Dagný Annasdóttir segir umræða um hana hafa verið óvæga en hún hugsi hlýtt til Melaskóla og voni að nú skapist friður um skólastarfið. 28. janúar 2016 18:59
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“