Innlent

Þetta er það sem gerist þegar þú kveikir í 10.000 stjörnuljósum á sama tíma

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þar rauður loginn brann.
Þar rauður loginn brann. skjáskot
Stjörnuljós hafa löngum verið órjúfanlegur hluti áramóta hjá fjölmörgum Íslendingum.

Alla jafna er þó einungis tendrað á einu í einu, ólíkt því sem hinir rússnesku stjórnendur þáttarins Slivki Show tóku upp á á dögunum.

Þeir urðu sér úti um 10 þúsund stjörnuljós og könnuðu hvert sjónarspilið yrði ef kveikt yrði á þeim öllum í einu.

Rannsóknina festu þeir á filmu og settu á Youtube fyrir helgi. Ljóst er að netverjar eru jafn forvitnir og þeir rússnesku en rúmlega 800 þúsund manns hafa nú barið myndbandið augum.

Afraksturinn má sjá hér að neðan.

Leiðrétt

Upphaflega var sagt að myndbandið væri þýskt. Hið rétta er að það er rússneskt. Leiðréttist það hér með.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×