Innlent

Fleiri leita hjálpar hjá Rauða krossinum

Snærós Sindradóttir skrifar
Hjá hjálparsíma Rauða krossins 1717 starfar fjöldi sjálfboðaliða. Sjálfsvígssímtölum fjölgaði um 45 á síðasta ári.
Hjá hjálparsíma Rauða krossins 1717 starfar fjöldi sjálfboðaliða. Sjálfsvígssímtölum fjölgaði um 45 á síðasta ári. Fréttablaðið/Valli
Símtölum í hjálparsíma Rauða krossins 1717 fjölgaði um ellefu prósent á milli áranna 2014 og 2015. Samtals voru símtöl og net­spjöll til hjálpardeildar Rauða krossins 15.558 talsins.

Ívar Schram, verkefnastjóri hjálparsímans, segir að álagið sé ójafnt eftir mánuðum. Í apríl hafi til að mynda 1.458 sinnum verið haft samband við 1717, en hann rekur það til átaksverkefnisins „Ég get ekki meir“ sem ráðist var í þá um vorið. Haustinu og jólum fylgja gjarnan mörg símtöl.

Konur sækja í meiri mæli aðstoð til Rauða krossins eða í 53 prósentum tilfella. Karlar hringja í 39 prósent tilfella en í ríflega sjö prósent tilfella er kyn þess sem hringir ekki vitað. Sú breyting hefur orðið að nú koma flest símtöl á milli fjögur og átta á kvöldin en áður var mesti álagspunkturinn á milli átta og ellefu á kvöldin og svo í neyðarsímann á nóttunni.

Fimm hundruð símtöl á árinu 2015 flokkast sem sjálfsvígssímtöl. Jafnan hringir fólk vegna depurðar, kvíða eða einmanaleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×