Íslenski boltinn

Sex Pepsi-deildarlið þurfa að spila á meðan Ísland er á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnleifur Gunnleifsson í leik Blika og FH í Pepsi-deildinni í fyrra.
Gunnleifur Gunnleifsson í leik Blika og FH í Pepsi-deildinni í fyrra. Vísir/Andri Marinó

Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, hefur nú gert opinber drög að leikdögum Pepsi-deildarinnar í sumar en þar kemur fram að helmingur liða Pepsi-deildar karla þurfa að spila leik á meðan Ísland er að spila í riðlakeppni Evrópumótsins.

Ísland spilar sinn fyrsta leik á móti Portúgal 14. júní en 15. og 16. júní fara fram leikir hjá þeim liðum sem taka þátt í Evrópukeppnum seinna um sumarið.

Eitt liðanna sem spilar milli leikja eitt og tvö hjá íslenska landsliðinu er lið Breiðabliks en markvörður liðsins, Gunnleifur Gunnleifsson, hefur verið í landsliðshópi Íslands.

Liðin sem sem þurfa að spila á meðan Ísland er á EM eru ÍBV, Breiðablik, Fjölnir, KR, Valur og FH. Síðasti leikur hjá hinum liðunum sex er sunnudaginn 5. júní og fyrsta umferð eftir EM er 23. og 24.júní.

Fyrsta umferð Pepsi-deildarinnar 2016 fer fram 1. maí og síðasta umferðin fer fram 1. október. Sex umferðir munu fara fram í maí og sú sjöunda verður spiluð 5. júní.

Það verður ekkert spilað í Pepsi-deild kvenna frá 29. maí til 24. júní en það er bæði vegna Evrópumótsins og landsliðsverkefna en íslenska kvennalandsliðið spilar úti við Skotland 3. júní og heima á móti Makedóníu 7. júní.

Það er hægt að sjá drög að leikdögum Pepsi-deildarinnar hér.


Leikir í Pepsi-deild karla í kringum leiki Íslands á EM:

14. júní Ísland-Portúgal
15. júní ÍBV-Breiðablik
15. júní Fjölnir-KR
16. júní Valur-FH
18. júní Ísland-Ungverjaland
22. júní Ísland-Austurríki
23. júní Stjarnan-ÍBV                         
23. júní Breiðablik-Valur                     
23. júní KR-ÍA                         
23. júní FH-Fylkir                         
23. júní Víkingur R.-Víkingur Ó.                 
23. júní Þróttur R.-Fjölnir  Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.