Óbærilegt að sjá enga manneskju allan daginn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. janúar 2016 20:00 Eldri borgarar sem nýta sér þjónustu mötuneytis Eirborga í Grafarvogi, sem borgin rekur, eru miður sín vegna ákvörðunar um að maturinn verði ekki lengur í boði um helgar og á helgidögum. Talsmaður íbúanna segir þá hreinlega kvíða framtíðinni og að hætta sé á að fólk einangrist félagslega. Jón Gunnar Ásgeirsson, tónskáld, leggur vanalega af stað í hádegismat í mötuneytinu í þjónustumiðstöðinni Eirborgum í Grafarvogi rétt fyrir klukkkan tólf á hádegi. Þar er framreiddur heitur matur í hádeginu en nú um áramótin varð sú breyting á að maturinn er ekki lengur í boði um helgar og á helgidögum. „Þegar við gerðum okkar leigusamninga þá var okkur sagt að við myndum fá mat á hverjum degi. Um það hefur verið rifist,“ segir Jón. Íbúar geta þó alltaf fengið heimsendan mat frá borginni, sem kostar 200 krónum meira en máltíðin í mötuneytinu. „Og borða einn. Þetta eru svona plastbakkar og maturinn er settur í bakkana tveim dögum áður. Og geymt svo í kælingu. Þetta er nú ekki lystilegur matur,“ segir Jón. „Lengstu dagar sem ég hef lifað það voru dagarnir tveir um daginn, laugardagur og sunnudagur. Þetta er svo óbærilegt, að sjá enga manneskju allan daginn“, segir Sigrún Þorleifsdóttir, sessunautur Jóns. Eir óskaði eftir að taka að sér rekstur mötuneytisins en borgin vildi það ekki. Þá segir Jón að íbúarnir hafi boðist til að borga meira fyrir máltíðina um helgar og á helgidögum en að það hafi ekki verið til umræðu. Málið brennur á íbúunum en Ásta Jónsdóttir hefur fjórum sinnum á síðustu tveimur árum staðið fyrir undirskriftasöfnunum til að reyna að tryggja að það yrði áfram matur um helgar. „Fólk er ekki ánægt með þetta og fólk kvíðir fyrir framtíðinni,“ segir Ásta. Heimsendur matur geri ekkert í félagslegu tilliti. Forgangsröðunin hjá borginni sé kolröng. „Fyrr en varir eru þeir sem ráða núna orðnir eldri borgarar. Borgarstjóri er að tala um að það eigi að gera Reykjavík að ellivænni borg og það eigi að stuðla að því að fólkið búi heima sem lengst. Þetta er þvert á móti,“ segir Ásta. Tengdar fréttir Uppnám vegna matarleysis um helgar Hætt er að framreiða mat um helgar í félagsmiðstöð aldraðra. Borgin bendir á að hægt sé að fá matarbakka senda heim. "Félagslegi þátturinn mikilvægastur,“ segir íbúi. 14. janúar 2016 07:00 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Eldri borgarar sem nýta sér þjónustu mötuneytis Eirborga í Grafarvogi, sem borgin rekur, eru miður sín vegna ákvörðunar um að maturinn verði ekki lengur í boði um helgar og á helgidögum. Talsmaður íbúanna segir þá hreinlega kvíða framtíðinni og að hætta sé á að fólk einangrist félagslega. Jón Gunnar Ásgeirsson, tónskáld, leggur vanalega af stað í hádegismat í mötuneytinu í þjónustumiðstöðinni Eirborgum í Grafarvogi rétt fyrir klukkkan tólf á hádegi. Þar er framreiddur heitur matur í hádeginu en nú um áramótin varð sú breyting á að maturinn er ekki lengur í boði um helgar og á helgidögum. „Þegar við gerðum okkar leigusamninga þá var okkur sagt að við myndum fá mat á hverjum degi. Um það hefur verið rifist,“ segir Jón. Íbúar geta þó alltaf fengið heimsendan mat frá borginni, sem kostar 200 krónum meira en máltíðin í mötuneytinu. „Og borða einn. Þetta eru svona plastbakkar og maturinn er settur í bakkana tveim dögum áður. Og geymt svo í kælingu. Þetta er nú ekki lystilegur matur,“ segir Jón. „Lengstu dagar sem ég hef lifað það voru dagarnir tveir um daginn, laugardagur og sunnudagur. Þetta er svo óbærilegt, að sjá enga manneskju allan daginn“, segir Sigrún Þorleifsdóttir, sessunautur Jóns. Eir óskaði eftir að taka að sér rekstur mötuneytisins en borgin vildi það ekki. Þá segir Jón að íbúarnir hafi boðist til að borga meira fyrir máltíðina um helgar og á helgidögum en að það hafi ekki verið til umræðu. Málið brennur á íbúunum en Ásta Jónsdóttir hefur fjórum sinnum á síðustu tveimur árum staðið fyrir undirskriftasöfnunum til að reyna að tryggja að það yrði áfram matur um helgar. „Fólk er ekki ánægt með þetta og fólk kvíðir fyrir framtíðinni,“ segir Ásta. Heimsendur matur geri ekkert í félagslegu tilliti. Forgangsröðunin hjá borginni sé kolröng. „Fyrr en varir eru þeir sem ráða núna orðnir eldri borgarar. Borgarstjóri er að tala um að það eigi að gera Reykjavík að ellivænni borg og það eigi að stuðla að því að fólkið búi heima sem lengst. Þetta er þvert á móti,“ segir Ásta.
Tengdar fréttir Uppnám vegna matarleysis um helgar Hætt er að framreiða mat um helgar í félagsmiðstöð aldraðra. Borgin bendir á að hægt sé að fá matarbakka senda heim. "Félagslegi þátturinn mikilvægastur,“ segir íbúi. 14. janúar 2016 07:00 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Uppnám vegna matarleysis um helgar Hætt er að framreiða mat um helgar í félagsmiðstöð aldraðra. Borgin bendir á að hægt sé að fá matarbakka senda heim. "Félagslegi þátturinn mikilvægastur,“ segir íbúi. 14. janúar 2016 07:00