Torfærutæki alls engin barnaleikföng Una Sighvatsdóttir skrifar 3. janúar 2016 20:00 Þórhildur Elínardóttir segir gildar ástæður fyrir því að lágmarksaldur til að keyra torfærutæki eins og vélsleða og fjórhjól var hækkaður úr 15 árum í 17 ár. Báðar stúlkurnar sem slösuðust alvarlega í Húnavatnssýslu á öðrum degi jóla eru nú komnar til síns heima. Stúlkurnar tvímenntu á vélsleða sem þær misstu stjórn á með þeim afleiðingum að hann lenti undir heyrúlluvagni. Sú sem ók sleðanum lá á gjörgæslu í tvo sólarhringa og því næst á Barnaspítala Hringsins en hefur nú verið útskrifuð þaðan. Samkvæmt lögreglunni á Blönduósi eru stúlkurnar fjórtán ára gamlar.17 ára aldurstakmark Vélsleðar teljast til torfærutækja, líkt og fjórhjól, þríhjól og stórir krossarar. Í umferðarlögum gildir um þessi tæki sömu skilyrði og um akstur bíla, það er að ökumaður hafi gilt ökuskírteini. „Það liggur í hlutarins eðli að til þess að mega aka þessum tækjum þá þarf fólk að vera orðið 17 ára því annars fær það ekki þessi próf sem til þarf," segir Þórhildur Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. „Ástæðan er sú að fólk þarf að vera komið með aldurinn og reynsluna sem það fær í ökunáminu og síðast en ekki síst þarf það að vera komið með ákveðinn þroska til þess að geta metið aðstæður og ekið samkvæmt þeim."Mun öflugri tæki en áður Umferðarlögum var breytt í þessa veru árið 1997 en áður var aldurstakmarkið 15 ár. Rökin sem færð voru fyrir lagabreytingunni voru meðal annars að þessi tæki séu orðin mun öflugri en áður. „Það er brýnt að foreldrar muni eftir því að jafnvel þó að þau séu stödd utan alfaraleiðar eða ekki á vegum þá eru þetta samt kraftmikil tæki sem ekki er sjálfgefið að fólk geti stýrt, nema það hafi reynsluna, aldurinn og réttindin," segir Þórhildur. „Mannleg mistök koma við sögu í mjög mörgum slysum en með því að sýna aðgát og skynsemi og fara eftir þeim lögum og reglum sem gilda þá mætti koma í veg fyrir mörg slys."Bergur Stefánsson er yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa og hefur farið ófá sjúkraflug vegna slysa.Hættulegt að vanmeta tækin Bergur Stefánsson bráðalæknir hefur farið ófá sjúkraflug vegna slysa á torfærutækjum og séð alvarlega afleiðingar þeirra, meðal annars banaslys. Hann segir marga vanmeta tækin sem þeir eru með í höndunum. Hann bendir á að vélsleðar séu á bilinu 200-300 kíló og geti auðveldlega verið yfir 200 hestöfl. „Þetta er ekkert smáræði sem þú ert með í höndunum. Sama má segja um fjórhjólin. Þau geta verið miklu þyngri, ferðafjórhjól getur verið 400 kíló, nálægt hálfu tonni ef þú ert með bensín eða annað með þér. Ef þú veltur með því ertu að fá þvílíkt flykki á þig, margoft, og óaverkarnir sem koma eru bæði vegna hraðans ef fólkið dettur af en líka vegna tækisins sem lendir á þér." Bergur segir brýnt að vekja fólk til vitundar um að torfærutæki þurfi að umgangast af varúð. „Þetta eru alls engin barnaleikföng og ég veit ekki um marga foreldra sem rétta börnunum lyklana að bílnum og segja: „Heyrðu farðu út að leika, farðu varlega“." Tengdar fréttir Liggur á gjörgæslu eftir vélsleðaslys Önnur stúlkan sem lenti í vélsleðaslysi í Austur-Húnavatnssýslu í gær hefur verið útskrifuð en hin er í gjörgæslu. 27. desember 2015 10:57 Útskrifuð af gjörgæslu eftir vélsleðaslys Stúlkan sem lögð var inn á gjörgæslu í gær liggur nú á Barnaspítala Hringsins. 27. desember 2015 20:10 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Þórhildur Elínardóttir segir gildar ástæður fyrir því að lágmarksaldur til að keyra torfærutæki eins og vélsleða og fjórhjól var hækkaður úr 15 árum í 17 ár. Báðar stúlkurnar sem slösuðust alvarlega í Húnavatnssýslu á öðrum degi jóla eru nú komnar til síns heima. Stúlkurnar tvímenntu á vélsleða sem þær misstu stjórn á með þeim afleiðingum að hann lenti undir heyrúlluvagni. Sú sem ók sleðanum lá á gjörgæslu í tvo sólarhringa og því næst á Barnaspítala Hringsins en hefur nú verið útskrifuð þaðan. Samkvæmt lögreglunni á Blönduósi eru stúlkurnar fjórtán ára gamlar.17 ára aldurstakmark Vélsleðar teljast til torfærutækja, líkt og fjórhjól, þríhjól og stórir krossarar. Í umferðarlögum gildir um þessi tæki sömu skilyrði og um akstur bíla, það er að ökumaður hafi gilt ökuskírteini. „Það liggur í hlutarins eðli að til þess að mega aka þessum tækjum þá þarf fólk að vera orðið 17 ára því annars fær það ekki þessi próf sem til þarf," segir Þórhildur Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. „Ástæðan er sú að fólk þarf að vera komið með aldurinn og reynsluna sem það fær í ökunáminu og síðast en ekki síst þarf það að vera komið með ákveðinn þroska til þess að geta metið aðstæður og ekið samkvæmt þeim."Mun öflugri tæki en áður Umferðarlögum var breytt í þessa veru árið 1997 en áður var aldurstakmarkið 15 ár. Rökin sem færð voru fyrir lagabreytingunni voru meðal annars að þessi tæki séu orðin mun öflugri en áður. „Það er brýnt að foreldrar muni eftir því að jafnvel þó að þau séu stödd utan alfaraleiðar eða ekki á vegum þá eru þetta samt kraftmikil tæki sem ekki er sjálfgefið að fólk geti stýrt, nema það hafi reynsluna, aldurinn og réttindin," segir Þórhildur. „Mannleg mistök koma við sögu í mjög mörgum slysum en með því að sýna aðgát og skynsemi og fara eftir þeim lögum og reglum sem gilda þá mætti koma í veg fyrir mörg slys."Bergur Stefánsson er yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa og hefur farið ófá sjúkraflug vegna slysa.Hættulegt að vanmeta tækin Bergur Stefánsson bráðalæknir hefur farið ófá sjúkraflug vegna slysa á torfærutækjum og séð alvarlega afleiðingar þeirra, meðal annars banaslys. Hann segir marga vanmeta tækin sem þeir eru með í höndunum. Hann bendir á að vélsleðar séu á bilinu 200-300 kíló og geti auðveldlega verið yfir 200 hestöfl. „Þetta er ekkert smáræði sem þú ert með í höndunum. Sama má segja um fjórhjólin. Þau geta verið miklu þyngri, ferðafjórhjól getur verið 400 kíló, nálægt hálfu tonni ef þú ert með bensín eða annað með þér. Ef þú veltur með því ertu að fá þvílíkt flykki á þig, margoft, og óaverkarnir sem koma eru bæði vegna hraðans ef fólkið dettur af en líka vegna tækisins sem lendir á þér." Bergur segir brýnt að vekja fólk til vitundar um að torfærutæki þurfi að umgangast af varúð. „Þetta eru alls engin barnaleikföng og ég veit ekki um marga foreldra sem rétta börnunum lyklana að bílnum og segja: „Heyrðu farðu út að leika, farðu varlega“."
Tengdar fréttir Liggur á gjörgæslu eftir vélsleðaslys Önnur stúlkan sem lenti í vélsleðaslysi í Austur-Húnavatnssýslu í gær hefur verið útskrifuð en hin er í gjörgæslu. 27. desember 2015 10:57 Útskrifuð af gjörgæslu eftir vélsleðaslys Stúlkan sem lögð var inn á gjörgæslu í gær liggur nú á Barnaspítala Hringsins. 27. desember 2015 20:10 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Liggur á gjörgæslu eftir vélsleðaslys Önnur stúlkan sem lenti í vélsleðaslysi í Austur-Húnavatnssýslu í gær hefur verið útskrifuð en hin er í gjörgæslu. 27. desember 2015 10:57
Útskrifuð af gjörgæslu eftir vélsleðaslys Stúlkan sem lögð var inn á gjörgæslu í gær liggur nú á Barnaspítala Hringsins. 27. desember 2015 20:10
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“