Viðhorfsbreytinga sé þörf svo hægt verði að vinna bug á kennitöluflakki sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 5. janúar 2016 12:57 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir viðhorf Íslendinga þurfa að breytast svo hægt verði að vinna bug á kennitöluflakki hér á landi. Þetta sé orðinn nokkurs konar siður sem tíðkist nær hvergi annars staðar en hér. „Þetta er eitthvað sem allir tapa á og við höfum talað um mjög lengi. Allir tapa á þessu með vísan til þess ef það er kúltúr í landinu sem gerir það að verkum að aðilar geti sleppt því að borga skatta og skyldur en samt verið í fullum rekstri og skipt um kennitölu. Það er eitthvað sem kemur niður á samfélaginu öllu og til dæmis út af skattgreiðslum," segir Guðlaugur. Hann segir það nokkuð stóran hóp fólks sem misnoti lögin með þessum hætti. „Þetta hefur verið rætt síðan ég man eftir mér. Umfangið virðist ansi mikið miðað við hvað gerist í öðrum löndum. Þá virðist þetta vera meira hér og meira umburðarlyndi gagnvart þessu í raun. Það snýst ekki bara um löggjafann heldur atvinnulífið allt og almenning. Fólk þarf að vera meðvitað um það ef það umbunar slíka gjörninga eða hegðun, þá kemur það niður á öllum." Aðspurður hvernig hægt sé að sporna við þessari þróun segir hann það fyrst og fremst viðhorfsbreyting. „Fólk veit hverjir það eru sem ganga fram með þessum hætti. Ef það a viðskipti við þessa aðila þá heldur málið áfram. Þetta snýst fyrst og fremst um viðhorf og ef viðhorfið í þjóðfélaginu breytist þá er enginn vafi á því að árangur næst. Þetta er svona á mörgum sviðum á Íslandi og viðhorfið virðist vera svolítið sérstakt þegar kemur að ýmsum hlutum, en þetta gerist ekki í útlöndum.“Þannig að í rauninni snýst þetta frekar um viðhorfsbreytingu frekar heldur en að breyta löggjöfinni eða veita ríkisskattstjóra öflugri heimildir? „Ég held það sé samblanda af öllu en ég held að stærsti einstaki þátturinn sé viðhorf. Það segir sig sjálft að þeir sem eru í viðskiptum þekkja viðskiptasögu sinna viðskiptamanna. Ef þeir umbera þessa hegðun þá heldur hún áfram. Það er ekkert flóknara en það. En að sjálfsögðu eigum við að gera allt annað sem snýr að heimild varðandi skattayfirvöld og ef það eru einhver lög sem eru þess eðlis sem ýta undir þetta eða hjálpa til þess þá eigum við að breyta þeim. En stærsta einstaka vandamálið er viðhorfið í þjóðfélaginu," segir Guðlaugur Þór. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir viðhorf Íslendinga þurfa að breytast svo hægt verði að vinna bug á kennitöluflakki hér á landi. Þetta sé orðinn nokkurs konar siður sem tíðkist nær hvergi annars staðar en hér. „Þetta er eitthvað sem allir tapa á og við höfum talað um mjög lengi. Allir tapa á þessu með vísan til þess ef það er kúltúr í landinu sem gerir það að verkum að aðilar geti sleppt því að borga skatta og skyldur en samt verið í fullum rekstri og skipt um kennitölu. Það er eitthvað sem kemur niður á samfélaginu öllu og til dæmis út af skattgreiðslum," segir Guðlaugur. Hann segir það nokkuð stóran hóp fólks sem misnoti lögin með þessum hætti. „Þetta hefur verið rætt síðan ég man eftir mér. Umfangið virðist ansi mikið miðað við hvað gerist í öðrum löndum. Þá virðist þetta vera meira hér og meira umburðarlyndi gagnvart þessu í raun. Það snýst ekki bara um löggjafann heldur atvinnulífið allt og almenning. Fólk þarf að vera meðvitað um það ef það umbunar slíka gjörninga eða hegðun, þá kemur það niður á öllum." Aðspurður hvernig hægt sé að sporna við þessari þróun segir hann það fyrst og fremst viðhorfsbreyting. „Fólk veit hverjir það eru sem ganga fram með þessum hætti. Ef það a viðskipti við þessa aðila þá heldur málið áfram. Þetta snýst fyrst og fremst um viðhorf og ef viðhorfið í þjóðfélaginu breytist þá er enginn vafi á því að árangur næst. Þetta er svona á mörgum sviðum á Íslandi og viðhorfið virðist vera svolítið sérstakt þegar kemur að ýmsum hlutum, en þetta gerist ekki í útlöndum.“Þannig að í rauninni snýst þetta frekar um viðhorfsbreytingu frekar heldur en að breyta löggjöfinni eða veita ríkisskattstjóra öflugri heimildir? „Ég held það sé samblanda af öllu en ég held að stærsti einstaki þátturinn sé viðhorf. Það segir sig sjálft að þeir sem eru í viðskiptum þekkja viðskiptasögu sinna viðskiptamanna. Ef þeir umbera þessa hegðun þá heldur hún áfram. Það er ekkert flóknara en það. En að sjálfsögðu eigum við að gera allt annað sem snýr að heimild varðandi skattayfirvöld og ef það eru einhver lög sem eru þess eðlis sem ýta undir þetta eða hjálpa til þess þá eigum við að breyta þeim. En stærsta einstaka vandamálið er viðhorfið í þjóðfélaginu," segir Guðlaugur Þór.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira