Dæmi um að börn allt niður í tíu ára skaði sig viljandi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. janúar 2016 19:30 Stór hluti þeirra sem leita aðstoðar neyðarteymis barna og unglingageðdeildar Landspítala, BUGL, hafa stundað sjálfsskaðandi hegðun. Sérfræðingar þar segja sjálfskaða ört vaxandi vandamál, en dæmi eru um að börn allt niður í tíu ára hafi skaðað sig viljandi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði sautján ára stúlka, Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir, frá sjálfskaðafíkn sem hún hefur glímt við frá þrettán ára aldri. Sagði hún að slíkt væri algengt meðal jafnaldra hennar, en að enga fræðslu sé að fá um sjálfskaðandi hegðun hér á landi. Talið er að um tíu prósent unglinga á aldrinum 14-15 ára hafi skaðað sig viljandi en Ragna Kristmundsdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun á BUGL, segir sjálfskaða vera ört vaxandi vandamál hér á landi eins og á öðrum Vesturlöndum. „Þetta er talsvert falið vandamál og það eru ekki allir sem leita sér aðstoðar. Þessar tölur geta verið á reiki líka og það eru sveiflur í þessu en þetta hefur verið að aukast á síðustu árum," segir Ragna. Stór hluti þeirra barna sem leita aðstoðar neyðarteymis BUGL hafa skaðað sig viljandi en Ragna segir að þau glími öll við vanlíðan vegna til dæmis áfalla, þunglyndis eða kvíðaröskunar. „Stundum fáum við krakka til okkar sem eru bara nýbyrjuð að skaða sig og stundum einhverja sem hafa verið að skaða sig árum saman. Það er mjög misjafnt. Það er mun algengara að stelpur séu að þessu, og þá á unglingsaldri, um þrettán til átján ára," segir Ragna. Þó séu dæmi um að börn allt niður í tíu ára hafi skaðað sig viljandi. „Það er samt afskaplega sjaldgæft. Algengasti aldurinn er í kringum fjórtán, fimmtán og sextán," segir Ragna. Hún segir að langflestir hætti sjálfskaðandi hegðun ef þeir leiti sér viðeignadi hjálpar, og vill benda unglingum sem glíma við slíkt á að hægt sé að leita til fagaðila á heilsugæslum og í skólum. Opna þurfi umræðuna og uppræta fordóma um að sjálfskaðahegðun sé kall á athygli. „Það er svo sannarlega ekki þannig, þetta er ekki athyglissýki. Þetta er raunverulegt vandamál," segir Ragna. Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Herdís þakin örum eftir áralanga sjálfsskaðafíkn Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir hefur kljáðst við sjálfsskaðandi hegðun í um 4 ár. Handleggir hennar og fætur eru nú þaktir örum. 4. janúar 2016 16:18 „Önnur hver stelpa sem ég þekki hefur prófað þetta“ Sautján ára stúlka, sem haldin hefur verið slæmri sjálfsskaðafíkn í fjögur ár, segir sjálfsskaða vera algengt og vaxandi vandamál meðal íslenskra ungmenna. Þrátt fyrir það séu fordómar í garð sjúkdómsins miklir og fræðslan engin. 4. janúar 2016 19:30 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Stór hluti þeirra sem leita aðstoðar neyðarteymis barna og unglingageðdeildar Landspítala, BUGL, hafa stundað sjálfsskaðandi hegðun. Sérfræðingar þar segja sjálfskaða ört vaxandi vandamál, en dæmi eru um að börn allt niður í tíu ára hafi skaðað sig viljandi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði sautján ára stúlka, Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir, frá sjálfskaðafíkn sem hún hefur glímt við frá þrettán ára aldri. Sagði hún að slíkt væri algengt meðal jafnaldra hennar, en að enga fræðslu sé að fá um sjálfskaðandi hegðun hér á landi. Talið er að um tíu prósent unglinga á aldrinum 14-15 ára hafi skaðað sig viljandi en Ragna Kristmundsdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun á BUGL, segir sjálfskaða vera ört vaxandi vandamál hér á landi eins og á öðrum Vesturlöndum. „Þetta er talsvert falið vandamál og það eru ekki allir sem leita sér aðstoðar. Þessar tölur geta verið á reiki líka og það eru sveiflur í þessu en þetta hefur verið að aukast á síðustu árum," segir Ragna. Stór hluti þeirra barna sem leita aðstoðar neyðarteymis BUGL hafa skaðað sig viljandi en Ragna segir að þau glími öll við vanlíðan vegna til dæmis áfalla, þunglyndis eða kvíðaröskunar. „Stundum fáum við krakka til okkar sem eru bara nýbyrjuð að skaða sig og stundum einhverja sem hafa verið að skaða sig árum saman. Það er mjög misjafnt. Það er mun algengara að stelpur séu að þessu, og þá á unglingsaldri, um þrettán til átján ára," segir Ragna. Þó séu dæmi um að börn allt niður í tíu ára hafi skaðað sig viljandi. „Það er samt afskaplega sjaldgæft. Algengasti aldurinn er í kringum fjórtán, fimmtán og sextán," segir Ragna. Hún segir að langflestir hætti sjálfskaðandi hegðun ef þeir leiti sér viðeignadi hjálpar, og vill benda unglingum sem glíma við slíkt á að hægt sé að leita til fagaðila á heilsugæslum og í skólum. Opna þurfi umræðuna og uppræta fordóma um að sjálfskaðahegðun sé kall á athygli. „Það er svo sannarlega ekki þannig, þetta er ekki athyglissýki. Þetta er raunverulegt vandamál," segir Ragna.
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Herdís þakin örum eftir áralanga sjálfsskaðafíkn Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir hefur kljáðst við sjálfsskaðandi hegðun í um 4 ár. Handleggir hennar og fætur eru nú þaktir örum. 4. janúar 2016 16:18 „Önnur hver stelpa sem ég þekki hefur prófað þetta“ Sautján ára stúlka, sem haldin hefur verið slæmri sjálfsskaðafíkn í fjögur ár, segir sjálfsskaða vera algengt og vaxandi vandamál meðal íslenskra ungmenna. Þrátt fyrir það séu fordómar í garð sjúkdómsins miklir og fræðslan engin. 4. janúar 2016 19:30 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Herdís þakin örum eftir áralanga sjálfsskaðafíkn Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir hefur kljáðst við sjálfsskaðandi hegðun í um 4 ár. Handleggir hennar og fætur eru nú þaktir örum. 4. janúar 2016 16:18
„Önnur hver stelpa sem ég þekki hefur prófað þetta“ Sautján ára stúlka, sem haldin hefur verið slæmri sjálfsskaðafíkn í fjögur ár, segir sjálfsskaða vera algengt og vaxandi vandamál meðal íslenskra ungmenna. Þrátt fyrir það séu fordómar í garð sjúkdómsins miklir og fræðslan engin. 4. janúar 2016 19:30