12 ára skorin um allan líkama en fær ekki hjálp Sveinn Arnarsson skrifar 6. janúar 2016 07:00 "Dóttir mín gerir sér grein fyrir því að hún þarf á hjálp að halda,“ segir Valdís Ósk, fjögurra barna einstæð móðir. vísir/ernir Valdís Ósk Valsdóttir, einstæð fjögurra barna móðir í Reykjanesbæ, segist koma að lokuðum dyrum vegna veikinda 12 ára dóttur sinnar. Dóttir hennar býr við sjálfskaðandi hegðun og hefur litla sem enga hjálp fengið í heilbrigðiskerfinu í um eitt og hálft ár. „Þetta er spurning um líf og dauða,“ segir Valdís. „Það er um eitt og hálft ár síðan dóttir mín reyndi sjálfsvíg. Ég enda með hana á spítala á þriðjudegi og fæ í kjölfarið neyðartíma á BUGL. Sá neyðartími var fjórum sólarhringum seinna og því þurfti ég að bíða eftir honum og vaka yfir dóttur minni. Viðtalið á BUGL var um 20 mínútur að lengd. Svo fæ ég bara viku seinna blað inn um lúguna um að barnið mitt sé útskrifað af stofnuninni og segja ekki þurfa að greina málið frekar,“ segir Valdís Ósk. „Nú er svo komið að hún er skorin um allan líkama vegna sjálfskaðandi hegðunar og ég hef tilkynnt allt til barnaverndaryfirvalda til að fá hjálp en ekkert gerist. Í mínu tilfelli er þetta spurning um líf og dauða barnsins.“Sjá einnig: Dæmi um að börn allt niður í tíu ára skaði sig viljandiValdís Ósk segir sig koma að lokuðum dyrum í heilbrgðiskerfinu. Ef hún væri með líkamlega sjúkdóma væri hún búin að fá aðstoð fyrir löngu síðan en þar sem dóttir hennar eigi við andleg veikindi að stríða sé lítið hægt að gera. Langir biðlistar eftir aðstoð geri lítið fyrir hana. Barnið hennar hafi fyrir skömmu leitað í áfengi til að lina þjáningar sínar, þá aðeins 12 ára gömul. „Ef ekkert verður að gert mun barnið enda á kafi í fíkniefnum innan árs því hún leitar í hvaðeina til að deyfa sársaukann innra með henni. Því skiptir máli að gera eitthvað sem fyrst fyrir barnið því hún þarf svo sannarlega á hjálp að halda."Stundar lítið skólaDóttir Valdísar Óskar réðist á hana í fyrsta skipti fyrir stuttu síðan. Þegar hún reiðist þá grýtir hún hlutum og þetta komi hart niður á fjölskyldunni. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvernig þetta er. ÉG er búin að vera að berjast við þetta í eitt og hálft ár og þetta er gríðarlega erfitt. Þetta er ekkert grín. Á þessum tíma hef ég ekki einu sinni fengið greiningu á barninu mínu, hvort það sé eitthvað að. Ég hef í rauninni ekki fengið neitt í gegn. Ég spurði hvort ég gæti fengið sálfræðing sjálf og látið heilbrigðiskerfið greiða fyrir það en það var ekki hægt,“ segir Valdís Ósk. „Þá var mér tjáð að ég gæti auðvitað bara pantað svona mat sjálf en ég sem fjögurra barna einstæð móðir á engar hundrað og fimmtíu þúsund krónur til að setja í þetta.“ Dóttir Valdísar reynir að fara í skólann eins mikið og hún getur en það getur reynst henni ofviða. Mætingin hennar er stopul. „Í gær fór hún í skólann en var komin heim þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í tíu, hágrátandi vegna vanlíðan. Það þarf enginn að segja mér að barninu mínur líður hrikalega og þarf hjálp. Deginum áður mætti hún ekki í skólann. Þannig er þetta með hana og það bitnar líka á krökkunum í bekknum sem spyrjast fyrir um hvort það sé allt í lagi með hana.“Sker sig til að deyfa sigDóttirin hefur skorið sig síðasta árið og sker sig á öllum líkamanum. „Hún er bara eitt ör á höndunum. Ef henni líður illa yfir einhverju þá deyfir hún bara sínar tilfinningar með því að skera sig. Nú er svo komið að hún sker sig á öllum líkamanum og er með ör alls staðar nema í andlitinu. Hún skrúfar líka allt í sundur og notar það til að skera sig. Yddarar til dæmis skrúfar hún í sundur til að ná blaðinu til að skera sig. Skurðirnir ná ekki einu sinni að gróa áður en hún sker sig aftur,“ segir Valdís Ósk. „Það er líka þannig að hana langar ekkert til að skera sig en samt sem áður virðist hún alltaf leita í þetta úrræði þegar henni líður hvað verst. Því er svo mikilvægt að hún fái einhver úrræði til að takast á við vandann.“ Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Valdís Ósk Valsdóttir, einstæð fjögurra barna móðir í Reykjanesbæ, segist koma að lokuðum dyrum vegna veikinda 12 ára dóttur sinnar. Dóttir hennar býr við sjálfskaðandi hegðun og hefur litla sem enga hjálp fengið í heilbrigðiskerfinu í um eitt og hálft ár. „Þetta er spurning um líf og dauða,“ segir Valdís. „Það er um eitt og hálft ár síðan dóttir mín reyndi sjálfsvíg. Ég enda með hana á spítala á þriðjudegi og fæ í kjölfarið neyðartíma á BUGL. Sá neyðartími var fjórum sólarhringum seinna og því þurfti ég að bíða eftir honum og vaka yfir dóttur minni. Viðtalið á BUGL var um 20 mínútur að lengd. Svo fæ ég bara viku seinna blað inn um lúguna um að barnið mitt sé útskrifað af stofnuninni og segja ekki þurfa að greina málið frekar,“ segir Valdís Ósk. „Nú er svo komið að hún er skorin um allan líkama vegna sjálfskaðandi hegðunar og ég hef tilkynnt allt til barnaverndaryfirvalda til að fá hjálp en ekkert gerist. Í mínu tilfelli er þetta spurning um líf og dauða barnsins.“Sjá einnig: Dæmi um að börn allt niður í tíu ára skaði sig viljandiValdís Ósk segir sig koma að lokuðum dyrum í heilbrgðiskerfinu. Ef hún væri með líkamlega sjúkdóma væri hún búin að fá aðstoð fyrir löngu síðan en þar sem dóttir hennar eigi við andleg veikindi að stríða sé lítið hægt að gera. Langir biðlistar eftir aðstoð geri lítið fyrir hana. Barnið hennar hafi fyrir skömmu leitað í áfengi til að lina þjáningar sínar, þá aðeins 12 ára gömul. „Ef ekkert verður að gert mun barnið enda á kafi í fíkniefnum innan árs því hún leitar í hvaðeina til að deyfa sársaukann innra með henni. Því skiptir máli að gera eitthvað sem fyrst fyrir barnið því hún þarf svo sannarlega á hjálp að halda."Stundar lítið skólaDóttir Valdísar Óskar réðist á hana í fyrsta skipti fyrir stuttu síðan. Þegar hún reiðist þá grýtir hún hlutum og þetta komi hart niður á fjölskyldunni. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvernig þetta er. ÉG er búin að vera að berjast við þetta í eitt og hálft ár og þetta er gríðarlega erfitt. Þetta er ekkert grín. Á þessum tíma hef ég ekki einu sinni fengið greiningu á barninu mínu, hvort það sé eitthvað að. Ég hef í rauninni ekki fengið neitt í gegn. Ég spurði hvort ég gæti fengið sálfræðing sjálf og látið heilbrigðiskerfið greiða fyrir það en það var ekki hægt,“ segir Valdís Ósk. „Þá var mér tjáð að ég gæti auðvitað bara pantað svona mat sjálf en ég sem fjögurra barna einstæð móðir á engar hundrað og fimmtíu þúsund krónur til að setja í þetta.“ Dóttir Valdísar reynir að fara í skólann eins mikið og hún getur en það getur reynst henni ofviða. Mætingin hennar er stopul. „Í gær fór hún í skólann en var komin heim þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í tíu, hágrátandi vegna vanlíðan. Það þarf enginn að segja mér að barninu mínur líður hrikalega og þarf hjálp. Deginum áður mætti hún ekki í skólann. Þannig er þetta með hana og það bitnar líka á krökkunum í bekknum sem spyrjast fyrir um hvort það sé allt í lagi með hana.“Sker sig til að deyfa sigDóttirin hefur skorið sig síðasta árið og sker sig á öllum líkamanum. „Hún er bara eitt ör á höndunum. Ef henni líður illa yfir einhverju þá deyfir hún bara sínar tilfinningar með því að skera sig. Nú er svo komið að hún sker sig á öllum líkamanum og er með ör alls staðar nema í andlitinu. Hún skrúfar líka allt í sundur og notar það til að skera sig. Yddarar til dæmis skrúfar hún í sundur til að ná blaðinu til að skera sig. Skurðirnir ná ekki einu sinni að gróa áður en hún sker sig aftur,“ segir Valdís Ósk. „Það er líka þannig að hana langar ekkert til að skera sig en samt sem áður virðist hún alltaf leita í þetta úrræði þegar henni líður hvað verst. Því er svo mikilvægt að hún fái einhver úrræði til að takast á við vandann.“
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira