Íslenska ríkið dæmt til að endurgreiða Stjörnugrís 39 milljónir króna Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2016 15:54 Búnaðargjald sem rann til Bændasamtaka Íslands, búnaðarsambands og svínaræktarfélags fór gegn stjórnarskránni og var íslenska ríkið dæmt til að endurgreiða Stjörnugrís það. Vísir/Auðunn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Stjörnugrís hf. tæpar 39 milljónir króna vegna ólögmætrar innheimtu á búnaðargjaldi á árunum 2010 til 2014. Stjörnugrís hafði farið fram á endurgreiðslu á tæpum 52 milljónum króna þar sem fyrirtækið taldi álagningu gjaldsins brjóta í bága við ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins, ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og ákvæði stjórnsýslulega. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Stjörnugrís leggi stund á svínarækt sem fellur undir atvinnugreinanúmerið 01.46 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands og því gjaldskyldur búvöruframleiðandi samkvæmt lögum um búnaðargjald. Tekjur af búnaðargjaldi svínaframleiðenda er ráðstafað þannig að ríflega helmingur þeirra rennur til Svínaræktarfélags Íslands sem ágreiningslaust er að teljist til búgreinasamtaka. Einn fjórði hluti teknanna rennur til Bjargráðasjóðs sem er starfræktur á grundvelli laga um Bjargráðasjóð. Tólf og hálft prósent tekna af búnaðargjaldi sem Stjörnugrís greiðir ríkinu fer til Bændasamtaka Íslands en ríflega 8,3 prósent til viðkomandi búnaðarsambands. Það framlag rann til Búnaðarsambands Kjalarnesþings. Stjörnugrís taldi að með þessu sé búnaðargjald í raun ekkert annað en félagsgjald sem innheimt sé af fyrirtækinu í þágu ofangreindra félaga eða samtaka. Með því taldi Stjörnugrís fyrirtækið vera þvingað til aðildar að þessum félögum eða samtökum sem sé í andstöðu við aðra málsgrein 74. greinar stjórnarskrárinnar. Í henni er fjallað um rétt manna til að stofna félag í löglegum tilgangi sem og bann við því að skylda menn til aðildar að félagi. Um síðargreinda atriðið eru svohljóðandi fyrirmæli í 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar: „Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.“ Héraðsdómur Reykjavíkur taldi óhjákvæmilegt að líta á Bændasamtök Íslands, Búnaðarsamband Kjalarnesþings og Svínaræktarfélag Íslands sem félög í framangreindri merkingu. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi Bjargráðasjóð hins vegar stjórnvald sem byggir tilvist sína og hlutverk alfarið á allsherjarréttarlegum grundvelli, þrátt fyrir lögbundna aðild Bændasamtaka Íslands að starfi sjóðsins. Féllst því Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu Stjörnugríss um að íslenska ríkið myndi endurgreiða hluta þess búnaðargjalds sem rennur til Bændasamtakanna, Búnaðarsambands Kjalarnesþings og Svínaræktarfélags þar sem þessi álagning gjaldsins færi gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar sem kveður á um bann við því að skylda menn til aðildar að félagi, sem dómurinn taldi vera raunina með því að skylda fyrirtækið til að greiða gjald í þessi félög. Sjá dóminn hér. Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið ógildir ekki samruna svínabúa Að mati Samkeppniseftirlitsins er ljóst að kaup Stjörnugríss á svínabúunum í eigu Arion banka skapar umtalsverðar samkeppnishömlur. Með vísan til framkominna gagna og upplýsinga er það hins vegar mat Samkeppniseftirlitsins að sú breyting á markaðnum sem felst í samrunanum sé óhjákvæmileg miðað við þær aðstæður sem uppi eru í málinu. Því er ekki unnt samkvæmt samkeppnislögum að ógilda samrunann. 4. febrúar 2011 08:08 Ógilding yfirtöku Stjörnugríss á svínabúum staðfest Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um að ógilda yfirtöku fyrirtækisins Stjörnugríss á svínabúum. Þetta kemur fram á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. 8. nóvember 2011 15:39 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Stjörnugrís hf. tæpar 39 milljónir króna vegna ólögmætrar innheimtu á búnaðargjaldi á árunum 2010 til 2014. Stjörnugrís hafði farið fram á endurgreiðslu á tæpum 52 milljónum króna þar sem fyrirtækið taldi álagningu gjaldsins brjóta í bága við ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins, ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og ákvæði stjórnsýslulega. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Stjörnugrís leggi stund á svínarækt sem fellur undir atvinnugreinanúmerið 01.46 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands og því gjaldskyldur búvöruframleiðandi samkvæmt lögum um búnaðargjald. Tekjur af búnaðargjaldi svínaframleiðenda er ráðstafað þannig að ríflega helmingur þeirra rennur til Svínaræktarfélags Íslands sem ágreiningslaust er að teljist til búgreinasamtaka. Einn fjórði hluti teknanna rennur til Bjargráðasjóðs sem er starfræktur á grundvelli laga um Bjargráðasjóð. Tólf og hálft prósent tekna af búnaðargjaldi sem Stjörnugrís greiðir ríkinu fer til Bændasamtaka Íslands en ríflega 8,3 prósent til viðkomandi búnaðarsambands. Það framlag rann til Búnaðarsambands Kjalarnesþings. Stjörnugrís taldi að með þessu sé búnaðargjald í raun ekkert annað en félagsgjald sem innheimt sé af fyrirtækinu í þágu ofangreindra félaga eða samtaka. Með því taldi Stjörnugrís fyrirtækið vera þvingað til aðildar að þessum félögum eða samtökum sem sé í andstöðu við aðra málsgrein 74. greinar stjórnarskrárinnar. Í henni er fjallað um rétt manna til að stofna félag í löglegum tilgangi sem og bann við því að skylda menn til aðildar að félagi. Um síðargreinda atriðið eru svohljóðandi fyrirmæli í 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar: „Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.“ Héraðsdómur Reykjavíkur taldi óhjákvæmilegt að líta á Bændasamtök Íslands, Búnaðarsamband Kjalarnesþings og Svínaræktarfélag Íslands sem félög í framangreindri merkingu. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi Bjargráðasjóð hins vegar stjórnvald sem byggir tilvist sína og hlutverk alfarið á allsherjarréttarlegum grundvelli, þrátt fyrir lögbundna aðild Bændasamtaka Íslands að starfi sjóðsins. Féllst því Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu Stjörnugríss um að íslenska ríkið myndi endurgreiða hluta þess búnaðargjalds sem rennur til Bændasamtakanna, Búnaðarsambands Kjalarnesþings og Svínaræktarfélags þar sem þessi álagning gjaldsins færi gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar sem kveður á um bann við því að skylda menn til aðildar að félagi, sem dómurinn taldi vera raunina með því að skylda fyrirtækið til að greiða gjald í þessi félög. Sjá dóminn hér.
Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið ógildir ekki samruna svínabúa Að mati Samkeppniseftirlitsins er ljóst að kaup Stjörnugríss á svínabúunum í eigu Arion banka skapar umtalsverðar samkeppnishömlur. Með vísan til framkominna gagna og upplýsinga er það hins vegar mat Samkeppniseftirlitsins að sú breyting á markaðnum sem felst í samrunanum sé óhjákvæmileg miðað við þær aðstæður sem uppi eru í málinu. Því er ekki unnt samkvæmt samkeppnislögum að ógilda samrunann. 4. febrúar 2011 08:08 Ógilding yfirtöku Stjörnugríss á svínabúum staðfest Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um að ógilda yfirtöku fyrirtækisins Stjörnugríss á svínabúum. Þetta kemur fram á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. 8. nóvember 2011 15:39 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Samkeppniseftirlitið ógildir ekki samruna svínabúa Að mati Samkeppniseftirlitsins er ljóst að kaup Stjörnugríss á svínabúunum í eigu Arion banka skapar umtalsverðar samkeppnishömlur. Með vísan til framkominna gagna og upplýsinga er það hins vegar mat Samkeppniseftirlitsins að sú breyting á markaðnum sem felst í samrunanum sé óhjákvæmileg miðað við þær aðstæður sem uppi eru í málinu. Því er ekki unnt samkvæmt samkeppnislögum að ógilda samrunann. 4. febrúar 2011 08:08
Ógilding yfirtöku Stjörnugríss á svínabúum staðfest Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um að ógilda yfirtöku fyrirtækisins Stjörnugríss á svínabúum. Þetta kemur fram á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. 8. nóvember 2011 15:39
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent