Innlent

Bílvelta á Öxnadalsheiði

Gissur Sigurðsson skrifar
Vísir/Pjetur
Ungur ökumaður meiddist þegar hann missti stjórn á bíl sínum í Bakkaselsbrekku á Öxnadalsheiði í gærkvöldi og bíllinn valt. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri en reyndist ekki alvarlega slasaður.

Vegagerðin er að bera nýtt slitlag á veginn á þessum slóðum og var yfirborð vegarins því mjög laust í sér og ökumaðurinn reynslulítill, en hann tók bílprófið í sumar. Víða er verið að dreifa slíku slitlagi á vegi og varar Vegagerðin ökumenn við því, á meðan slitlagið er að troðast niður.

Þá voru tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á Bústaðarvegsbrú við Kringlumýrarbraut í gærkvöldi. Hvorugur slasaðist alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×