Innlent

Forsetinn ekki lengur í símaskránni

Birta Svavarsdóttir skrifar
Guðni Th. og kona hans, Eliza Reid.
Guðni Th. og kona hans, Eliza Reid. Vísir/Hanna
Nýkjörinn forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er ekki lengur í símaskránni. Fram að kosningum var hægt að fletta númeri hans upp á já.is, en nú þegar leitað er að nafni hans þar skilar það engum niðurstöðum. Óski fólk eftir að ná sambandi við forsetann verður það því að leita annarra leiða í þeim efnum.

Vísir greindi frá því í gær að forsetinn hefði opnað nýja Facebook síðu embættisins, þar sem hann hyggst segja frá verkefnum sínum og daglegum störfum. Hann segist einnig ætla að gera sitt besta til að svara þeim spurningum og ábendingum sem þangað berast. Það er því ljóst að nýkjörinn forseti ætlar sér að fylgja tíðarandanum, en hvers kyns samskipti eru sífellt að færast meira yfir á samfélagsmiðla.


Tengdar fréttir

Forsetinn er mættur á Facebook

Guðni Th. Jóhannesson segist ætla að segja frá verkefnum sínum í embætti á Facebook-síðu embættisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×