„Ég veit að ég get gert eitthvað í því“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2016 15:25 „Maður horfir á þessi myndbönd og les þessar fréttir og maður fyllist einhvern veginn vanmætti. Maður finnur bara fyrir sorg og það er oft erfitt að horfa til enda.“ Þetta segir Árni Vilhjálmsson í nýjasta ákalli UNICEF vegna hrikalegs ástands í Nígeríu og nágrannaríkjum. Hann segir einnig að upplýsingaflæðið sé orðið það mikið að auðvelt sé að fara úr einhverri hörmung yfir í að skoða nýja tónleika á sunnudaginn. UNICEF á Íslandi hafa undanfarna daga staðið fyrir neyðarsöfnun vegna þeirra hörmunga sem eiga sér nú stað í Nígeríu og í nærrliggjandi löndum, þar sem um 150 börn deyja á degi hverjum vegna vannæringar.Góð og mikil þátttaka Yfir 5000 manns hafa hafa tekið þátt í söfnuninni og hafa safnast um níu milljónir króna. „Það er frábært að finna þennan stuðning frá Íslandi. Hann skiptir miklu máli. Staðan hér er grafalvarleg, börn eru í lífshættu og við getum hjálpað þeim,“ segir Patrick Rose, upplýsingafulltrúi á svæðisskrifstofu UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku. „Við höfum ekki mikinn tíma og verðum að nýta hann vel. Þess vegna skiptir svo miklu máli að fá svona marga í lið með okkur, eins og núna á Íslandi. Framlögin eiga eftir að bjarga lífi barna.“Neyðarsöfnunin er enn í fullum gangi og er hægt að taka þátt hér á vef UNICEF eða með því að senda sms-ið BARN í númerið 1900 (1000 kr).Hálf milljón barna í lífshættuHálf milljón barna í Nígeríu, Tsjad, Níger og Kamerún er í lífshættu vegna vannæringar. Ástandið í Borno-héraði í norðausturhluta Nígeríu er það slæmt að það kemur meira að segja reyndustu næringarsérfræðingum UNICEF á óvart. Héraðið er á stærð við Ísland og tölur þaðan benda til þess að ástandið jaðri við hungursneyð á ákveðnum stöðum.„Það er hrollvekjandi því þetta þýðir að mikill fjöldi fólks er í hættu á að deyja beinlínis úr hungri. Við sjáum ekki svona alvarlega stöðu annars staðar í heiminum núna hvað varðar matarskort,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Ástæða neyðarinnar er meðal annars skortur á uppskeru, hækkandi matvælaverð og stórfelldur fólksflótti vegna árása vígahreyfingarinnar Boko Haram. Börn á aldrinum 6 mánaða til 5 ára eru í mestri hættu. Þar af eru börn 6 mánaða til 2 ára viðkvæmust. Þau eru fyrst til að láta lífið. UNICEF leggur nú allt kapp á að ná til barna sem þjást af vannæringu. Tengdar fréttir „Þetta er sjón sem ég mun aldrei gleyma“ Páll Óskar Hjálmtýsson kallar eftir hjálp handa vannærðum börnum Nígeríu. 15. nóvember 2016 09:07 Ekki horfa, hjálpaðu UNICEF setur á laggirnar neyðarsöfnun vegna lífshættu fjölda barna í Afríku. 14. nóvember 2016 10:27 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
„Maður horfir á þessi myndbönd og les þessar fréttir og maður fyllist einhvern veginn vanmætti. Maður finnur bara fyrir sorg og það er oft erfitt að horfa til enda.“ Þetta segir Árni Vilhjálmsson í nýjasta ákalli UNICEF vegna hrikalegs ástands í Nígeríu og nágrannaríkjum. Hann segir einnig að upplýsingaflæðið sé orðið það mikið að auðvelt sé að fara úr einhverri hörmung yfir í að skoða nýja tónleika á sunnudaginn. UNICEF á Íslandi hafa undanfarna daga staðið fyrir neyðarsöfnun vegna þeirra hörmunga sem eiga sér nú stað í Nígeríu og í nærrliggjandi löndum, þar sem um 150 börn deyja á degi hverjum vegna vannæringar.Góð og mikil þátttaka Yfir 5000 manns hafa hafa tekið þátt í söfnuninni og hafa safnast um níu milljónir króna. „Það er frábært að finna þennan stuðning frá Íslandi. Hann skiptir miklu máli. Staðan hér er grafalvarleg, börn eru í lífshættu og við getum hjálpað þeim,“ segir Patrick Rose, upplýsingafulltrúi á svæðisskrifstofu UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku. „Við höfum ekki mikinn tíma og verðum að nýta hann vel. Þess vegna skiptir svo miklu máli að fá svona marga í lið með okkur, eins og núna á Íslandi. Framlögin eiga eftir að bjarga lífi barna.“Neyðarsöfnunin er enn í fullum gangi og er hægt að taka þátt hér á vef UNICEF eða með því að senda sms-ið BARN í númerið 1900 (1000 kr).Hálf milljón barna í lífshættuHálf milljón barna í Nígeríu, Tsjad, Níger og Kamerún er í lífshættu vegna vannæringar. Ástandið í Borno-héraði í norðausturhluta Nígeríu er það slæmt að það kemur meira að segja reyndustu næringarsérfræðingum UNICEF á óvart. Héraðið er á stærð við Ísland og tölur þaðan benda til þess að ástandið jaðri við hungursneyð á ákveðnum stöðum.„Það er hrollvekjandi því þetta þýðir að mikill fjöldi fólks er í hættu á að deyja beinlínis úr hungri. Við sjáum ekki svona alvarlega stöðu annars staðar í heiminum núna hvað varðar matarskort,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Ástæða neyðarinnar er meðal annars skortur á uppskeru, hækkandi matvælaverð og stórfelldur fólksflótti vegna árása vígahreyfingarinnar Boko Haram. Börn á aldrinum 6 mánaða til 5 ára eru í mestri hættu. Þar af eru börn 6 mánaða til 2 ára viðkvæmust. Þau eru fyrst til að láta lífið. UNICEF leggur nú allt kapp á að ná til barna sem þjást af vannæringu.
Tengdar fréttir „Þetta er sjón sem ég mun aldrei gleyma“ Páll Óskar Hjálmtýsson kallar eftir hjálp handa vannærðum börnum Nígeríu. 15. nóvember 2016 09:07 Ekki horfa, hjálpaðu UNICEF setur á laggirnar neyðarsöfnun vegna lífshættu fjölda barna í Afríku. 14. nóvember 2016 10:27 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
„Þetta er sjón sem ég mun aldrei gleyma“ Páll Óskar Hjálmtýsson kallar eftir hjálp handa vannærðum börnum Nígeríu. 15. nóvember 2016 09:07
Ekki horfa, hjálpaðu UNICEF setur á laggirnar neyðarsöfnun vegna lífshættu fjölda barna í Afríku. 14. nóvember 2016 10:27