„Ég veit að ég get gert eitthvað í því“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2016 15:25 „Maður horfir á þessi myndbönd og les þessar fréttir og maður fyllist einhvern veginn vanmætti. Maður finnur bara fyrir sorg og það er oft erfitt að horfa til enda.“ Þetta segir Árni Vilhjálmsson í nýjasta ákalli UNICEF vegna hrikalegs ástands í Nígeríu og nágrannaríkjum. Hann segir einnig að upplýsingaflæðið sé orðið það mikið að auðvelt sé að fara úr einhverri hörmung yfir í að skoða nýja tónleika á sunnudaginn. UNICEF á Íslandi hafa undanfarna daga staðið fyrir neyðarsöfnun vegna þeirra hörmunga sem eiga sér nú stað í Nígeríu og í nærrliggjandi löndum, þar sem um 150 börn deyja á degi hverjum vegna vannæringar.Góð og mikil þátttaka Yfir 5000 manns hafa hafa tekið þátt í söfnuninni og hafa safnast um níu milljónir króna. „Það er frábært að finna þennan stuðning frá Íslandi. Hann skiptir miklu máli. Staðan hér er grafalvarleg, börn eru í lífshættu og við getum hjálpað þeim,“ segir Patrick Rose, upplýsingafulltrúi á svæðisskrifstofu UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku. „Við höfum ekki mikinn tíma og verðum að nýta hann vel. Þess vegna skiptir svo miklu máli að fá svona marga í lið með okkur, eins og núna á Íslandi. Framlögin eiga eftir að bjarga lífi barna.“Neyðarsöfnunin er enn í fullum gangi og er hægt að taka þátt hér á vef UNICEF eða með því að senda sms-ið BARN í númerið 1900 (1000 kr).Hálf milljón barna í lífshættuHálf milljón barna í Nígeríu, Tsjad, Níger og Kamerún er í lífshættu vegna vannæringar. Ástandið í Borno-héraði í norðausturhluta Nígeríu er það slæmt að það kemur meira að segja reyndustu næringarsérfræðingum UNICEF á óvart. Héraðið er á stærð við Ísland og tölur þaðan benda til þess að ástandið jaðri við hungursneyð á ákveðnum stöðum.„Það er hrollvekjandi því þetta þýðir að mikill fjöldi fólks er í hættu á að deyja beinlínis úr hungri. Við sjáum ekki svona alvarlega stöðu annars staðar í heiminum núna hvað varðar matarskort,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Ástæða neyðarinnar er meðal annars skortur á uppskeru, hækkandi matvælaverð og stórfelldur fólksflótti vegna árása vígahreyfingarinnar Boko Haram. Börn á aldrinum 6 mánaða til 5 ára eru í mestri hættu. Þar af eru börn 6 mánaða til 2 ára viðkvæmust. Þau eru fyrst til að láta lífið. UNICEF leggur nú allt kapp á að ná til barna sem þjást af vannæringu. Tengdar fréttir „Þetta er sjón sem ég mun aldrei gleyma“ Páll Óskar Hjálmtýsson kallar eftir hjálp handa vannærðum börnum Nígeríu. 15. nóvember 2016 09:07 Ekki horfa, hjálpaðu UNICEF setur á laggirnar neyðarsöfnun vegna lífshættu fjölda barna í Afríku. 14. nóvember 2016 10:27 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
„Maður horfir á þessi myndbönd og les þessar fréttir og maður fyllist einhvern veginn vanmætti. Maður finnur bara fyrir sorg og það er oft erfitt að horfa til enda.“ Þetta segir Árni Vilhjálmsson í nýjasta ákalli UNICEF vegna hrikalegs ástands í Nígeríu og nágrannaríkjum. Hann segir einnig að upplýsingaflæðið sé orðið það mikið að auðvelt sé að fara úr einhverri hörmung yfir í að skoða nýja tónleika á sunnudaginn. UNICEF á Íslandi hafa undanfarna daga staðið fyrir neyðarsöfnun vegna þeirra hörmunga sem eiga sér nú stað í Nígeríu og í nærrliggjandi löndum, þar sem um 150 börn deyja á degi hverjum vegna vannæringar.Góð og mikil þátttaka Yfir 5000 manns hafa hafa tekið þátt í söfnuninni og hafa safnast um níu milljónir króna. „Það er frábært að finna þennan stuðning frá Íslandi. Hann skiptir miklu máli. Staðan hér er grafalvarleg, börn eru í lífshættu og við getum hjálpað þeim,“ segir Patrick Rose, upplýsingafulltrúi á svæðisskrifstofu UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku. „Við höfum ekki mikinn tíma og verðum að nýta hann vel. Þess vegna skiptir svo miklu máli að fá svona marga í lið með okkur, eins og núna á Íslandi. Framlögin eiga eftir að bjarga lífi barna.“Neyðarsöfnunin er enn í fullum gangi og er hægt að taka þátt hér á vef UNICEF eða með því að senda sms-ið BARN í númerið 1900 (1000 kr).Hálf milljón barna í lífshættuHálf milljón barna í Nígeríu, Tsjad, Níger og Kamerún er í lífshættu vegna vannæringar. Ástandið í Borno-héraði í norðausturhluta Nígeríu er það slæmt að það kemur meira að segja reyndustu næringarsérfræðingum UNICEF á óvart. Héraðið er á stærð við Ísland og tölur þaðan benda til þess að ástandið jaðri við hungursneyð á ákveðnum stöðum.„Það er hrollvekjandi því þetta þýðir að mikill fjöldi fólks er í hættu á að deyja beinlínis úr hungri. Við sjáum ekki svona alvarlega stöðu annars staðar í heiminum núna hvað varðar matarskort,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Ástæða neyðarinnar er meðal annars skortur á uppskeru, hækkandi matvælaverð og stórfelldur fólksflótti vegna árása vígahreyfingarinnar Boko Haram. Börn á aldrinum 6 mánaða til 5 ára eru í mestri hættu. Þar af eru börn 6 mánaða til 2 ára viðkvæmust. Þau eru fyrst til að láta lífið. UNICEF leggur nú allt kapp á að ná til barna sem þjást af vannæringu.
Tengdar fréttir „Þetta er sjón sem ég mun aldrei gleyma“ Páll Óskar Hjálmtýsson kallar eftir hjálp handa vannærðum börnum Nígeríu. 15. nóvember 2016 09:07 Ekki horfa, hjálpaðu UNICEF setur á laggirnar neyðarsöfnun vegna lífshættu fjölda barna í Afríku. 14. nóvember 2016 10:27 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
„Þetta er sjón sem ég mun aldrei gleyma“ Páll Óskar Hjálmtýsson kallar eftir hjálp handa vannærðum börnum Nígeríu. 15. nóvember 2016 09:07
Ekki horfa, hjálpaðu UNICEF setur á laggirnar neyðarsöfnun vegna lífshættu fjölda barna í Afríku. 14. nóvember 2016 10:27