Margir lögmenn veigra sér við að verja hælisleitendur Snærós Sindradóttir skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Frá mótmælum No Borders fyrir utan innanríkisráðuneytið. Gjafsóknarnefnd starfar á vegum ráðuneytisins og tekur ákvörðun um það hvort hælisleitendur fái málskostnað greiddan eða ekki. vísir/stefán Lögmenn hafa einn af öðrum dregið sig úr þjónustu við hælisleitendur vegna þess að þeim reynist ómögulegt að greiða lögmönnum fyrir þjónustu þeirra. Gjafsóknarnefnd hafnar ítrekað hælisleitendum um gjafsókn en Rauði kross Íslands og Lögmannafélag Íslands hafa kvartað yfir því við innanríkisráðuneytið án þess að breyting verði á. Formlegum bréfum Rauða krossins til ráðuneytisins hefur ekki verið svarað. Rauði kross Íslands fer með mál hælisleitenda fram að ákvörðun í máli þeirra. Fari svo að umsókn um hæli sé synjað geta hælisleitendur óskað eftir því að fara með málið fyrir dómstóla til að freista þess að úrskurðinum verði snúið við. Á því stigi málsins njóta hælisleitendur ekki lengur þjónustu Rauða krossins heldur þurfa þjónustu lögmanns. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er aðeins einn lögmaður eftir sem er tilbúinn að taka að sér hælismálin gegn mjög lítilli eða engri þóknun. Aðrir lögmenn vísa málunum frá sér enda ekki tilbúnir að gefa vinnu sína. Starfsmenn Rauða krossins segja að í raun sé nú orðið ómögulegt að fá gjafsókn fyrir hælisleitendur og þegar umsóknum um hæli sé hafnað þurfi að útskýra þá stöðu fyrir fólki áður en það tekur ákvörðun um að fara lengra með málið.Björn Teitsson upplýsingafulltrúi Rauða krossins.vísir/gva„Vegna þess að gjafsókn er yfirleitt synjað þá hafa hælisleitendur mjög takmarkaða möguleika á að fá lögfræðing nema lögfræðingar taki málin pro bono [án þóknunar] eða semji um annað,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir að þar á bæ séu menn þeirrar skoðunar að of fáar gjafsóknar séu samþykktar og þegar gjafsóknir séu samþykktar séu greiðslurnar alls ekki fullnægjandi. Lögmannafélagið sé mjög ósátt við það hvernig málefnum hælisleitenda er fyrirkomið af hálfu innanríkisráðuneytisins.Reimar Pétursson, formaður LMFÍ.vísir/gva„Það er grundvallarregla að fólk á að njóta raunhæfra úrræða til að bera mál sín fyrir dóm. Hælisleitendur eru hópur sem hallar verulega á vegna þess að þetta er sjaldnast fólk sem hefur ráð á að leita sér lögmanns en hefur mikla hagsmuni af niðurstöðu þessara mála. Þarna er hópur sem manni þykir eðlilegt að í mörgum tilfellum fái kostnað greiddan úr ríkissjóði til að njóta raunhæfra réttarúrræða.“ Hann þekkir dæmi þess að lögmenn hafi hætt þjónustu við hælisleitendur. „Þetta er það sem gerist. Það eru dæmi um að menn sem hafa unnið að þessum málaflokki í mjög langan tíma og náð miklum árangri treysti sér ekki til þess af tilliti til sinnar eigin velferðar. Það er þannig að sjálfstæðir lögmenn þurfa líka að hafa í sig og á.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Lögmenn hafa einn af öðrum dregið sig úr þjónustu við hælisleitendur vegna þess að þeim reynist ómögulegt að greiða lögmönnum fyrir þjónustu þeirra. Gjafsóknarnefnd hafnar ítrekað hælisleitendum um gjafsókn en Rauði kross Íslands og Lögmannafélag Íslands hafa kvartað yfir því við innanríkisráðuneytið án þess að breyting verði á. Formlegum bréfum Rauða krossins til ráðuneytisins hefur ekki verið svarað. Rauði kross Íslands fer með mál hælisleitenda fram að ákvörðun í máli þeirra. Fari svo að umsókn um hæli sé synjað geta hælisleitendur óskað eftir því að fara með málið fyrir dómstóla til að freista þess að úrskurðinum verði snúið við. Á því stigi málsins njóta hælisleitendur ekki lengur þjónustu Rauða krossins heldur þurfa þjónustu lögmanns. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er aðeins einn lögmaður eftir sem er tilbúinn að taka að sér hælismálin gegn mjög lítilli eða engri þóknun. Aðrir lögmenn vísa málunum frá sér enda ekki tilbúnir að gefa vinnu sína. Starfsmenn Rauða krossins segja að í raun sé nú orðið ómögulegt að fá gjafsókn fyrir hælisleitendur og þegar umsóknum um hæli sé hafnað þurfi að útskýra þá stöðu fyrir fólki áður en það tekur ákvörðun um að fara lengra með málið.Björn Teitsson upplýsingafulltrúi Rauða krossins.vísir/gva„Vegna þess að gjafsókn er yfirleitt synjað þá hafa hælisleitendur mjög takmarkaða möguleika á að fá lögfræðing nema lögfræðingar taki málin pro bono [án þóknunar] eða semji um annað,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir að þar á bæ séu menn þeirrar skoðunar að of fáar gjafsóknar séu samþykktar og þegar gjafsóknir séu samþykktar séu greiðslurnar alls ekki fullnægjandi. Lögmannafélagið sé mjög ósátt við það hvernig málefnum hælisleitenda er fyrirkomið af hálfu innanríkisráðuneytisins.Reimar Pétursson, formaður LMFÍ.vísir/gva„Það er grundvallarregla að fólk á að njóta raunhæfra úrræða til að bera mál sín fyrir dóm. Hælisleitendur eru hópur sem hallar verulega á vegna þess að þetta er sjaldnast fólk sem hefur ráð á að leita sér lögmanns en hefur mikla hagsmuni af niðurstöðu þessara mála. Þarna er hópur sem manni þykir eðlilegt að í mörgum tilfellum fái kostnað greiddan úr ríkissjóði til að njóta raunhæfra réttarúrræða.“ Hann þekkir dæmi þess að lögmenn hafi hætt þjónustu við hælisleitendur. „Þetta er það sem gerist. Það eru dæmi um að menn sem hafa unnið að þessum málaflokki í mjög langan tíma og náð miklum árangri treysti sér ekki til þess af tilliti til sinnar eigin velferðar. Það er þannig að sjálfstæðir lögmenn þurfa líka að hafa í sig og á.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira