„Þeir eru stálheppnir að þetta stykki fór ekki bara hérna í gegnum rúðuna“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 14:27 „Okkur bara dauðbrá og áttuðum okkur eiginlega bara á alvarleikanum eftir á þegar maður sá að stykkið hefði getað endað hérna inni. Hér vinna náttúrulega 30 manns,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg auglýsingastofu, í samtali við Vísi. Betur fór en á horfðist í gær þegar byggingakrani rakst í glugga á skrifstofum Brandenburg við Lækjargötu. Miklar framkvæmdir eru nú í hafnargarði við byggingu Hafnartorgs. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem starfsfólk Brandenburg er brugðið vegna framkvæmda í kringum skrifstofuna, en krani féll þar í grendinni þann 29. september síðastliðinn. Þá varð alvarlegt vinnuslys við Hafnartorg þann 7. september síðastliðinn þegar maður sem hafði verið að störfum við grunninn féll niður fjóra til fimm metra og var ekki í öryggislínu. „Það hefur enginn komið og talað við okkur hérna um þetta eða eitt né neitt. Það féll krani hérna fyrir nokkrum vikum síðan, það datt maður hérna niður fjóra metra og slasaðist. Maður er náttúrulega bara svolítið hugsi yfir öryggi þeirra sem eru hérna við þessar framkvæmdir.“Telja ótrúlegt að ekki hafi farið verrAð sögn starfsmanna Brandenburg hékk einn maður í spotta sem var bundinn við kranann, sem svo sveiflaðist yfir umferðargötunni fyrir neðan. Að lokum rakst kraninn utan í gluggann og telur starfsfólkið ótrúlegt að ekki hafi farið verr. „Að sjá vinnubrögðin hérna við þetta atvik, að hífa upp svona krana, þetta er eitthvað svo glærfalegt og einn maður sem heldur í einhvern kaðal og svo hífa þeir bara upp stykkið og ráða síðan ekkert við þetta. Okkur fannst þetta rosalega fyndið fyrst hérna svo áttuðum við okkur á því að þetta stykki er bara á leiðinni inn um gluggann hérna og dunkar hérna í rúðuna,“ segir Ragnar. “Þeir eru stálheppnir að þetta stykki fór ekki bara hérna í gegnum rúðuna. Svo er náttúrulega fullt af umferð hérna í kring og bílar og fólk. ÉG skil ekki að menn taki einhverja sénsa eða neitt yfir höfuð varðandi svona mál.“Um eðlileg vinnubrögð að ræðaÖrn Tryggvi Johnsen, verkefna- og rekstrarstjóri hjá ÞG verktökum, segir að líklega sé um eðlileg vinnubrögð að ræða. „Það er auðvitað ekki gott að heyra ef menn eru þarna í einhverjum kúrekaleik uppi í krana. En svo er það þannig að menn eru gjarnan hífðir upp með kranastykkjunum og menn eru í viðeigandi fallvarnarbúnaði þó að fólk kannski upplifir að þeir séu hangandi í þessum búnaði en þetta er eina leiðin til að koma manninum upp til að festa stykkið við kranamasterið,“ segir Örn í samtali við Vísi. Jónas Jónmundarson, tæknistjóri við Hafnartorg tekur í sama streng og segir að um eðlileg vinnubrögð sé að ræða. „Vissulega varð þarna smá óhapp, þetta fór of nálægt glugganum hjá þeim og það er mjög óheppilegt,” segir Jónas í samtali við Vísi. „Þetta er gríðarlega reynslumikill verktaki sem er þarna að verki. Vissulega varð þarna smá óhapp en allt unnið af fagmönnum og á mjög eðlilegan hátt.” Tengdar fréttir Algjört sjokk, grétu og hringdu á lögregluna Vinkonurnar Bryndís Arna Bridde og Tinna Marín Sigurðardóttir sátu á bekk við Bæjarins Beztu í miðbæ Reykjavíkur þegar krani féll á planið á tólfta tímanum. 29. september 2016 13:28 Maðurinn enn á gjörgæslu Alvarlegt vinnuslys varð við Austurbakka í gær. 8. september 2016 11:00 Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
„Okkur bara dauðbrá og áttuðum okkur eiginlega bara á alvarleikanum eftir á þegar maður sá að stykkið hefði getað endað hérna inni. Hér vinna náttúrulega 30 manns,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg auglýsingastofu, í samtali við Vísi. Betur fór en á horfðist í gær þegar byggingakrani rakst í glugga á skrifstofum Brandenburg við Lækjargötu. Miklar framkvæmdir eru nú í hafnargarði við byggingu Hafnartorgs. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem starfsfólk Brandenburg er brugðið vegna framkvæmda í kringum skrifstofuna, en krani féll þar í grendinni þann 29. september síðastliðinn. Þá varð alvarlegt vinnuslys við Hafnartorg þann 7. september síðastliðinn þegar maður sem hafði verið að störfum við grunninn féll niður fjóra til fimm metra og var ekki í öryggislínu. „Það hefur enginn komið og talað við okkur hérna um þetta eða eitt né neitt. Það féll krani hérna fyrir nokkrum vikum síðan, það datt maður hérna niður fjóra metra og slasaðist. Maður er náttúrulega bara svolítið hugsi yfir öryggi þeirra sem eru hérna við þessar framkvæmdir.“Telja ótrúlegt að ekki hafi farið verrAð sögn starfsmanna Brandenburg hékk einn maður í spotta sem var bundinn við kranann, sem svo sveiflaðist yfir umferðargötunni fyrir neðan. Að lokum rakst kraninn utan í gluggann og telur starfsfólkið ótrúlegt að ekki hafi farið verr. „Að sjá vinnubrögðin hérna við þetta atvik, að hífa upp svona krana, þetta er eitthvað svo glærfalegt og einn maður sem heldur í einhvern kaðal og svo hífa þeir bara upp stykkið og ráða síðan ekkert við þetta. Okkur fannst þetta rosalega fyndið fyrst hérna svo áttuðum við okkur á því að þetta stykki er bara á leiðinni inn um gluggann hérna og dunkar hérna í rúðuna,“ segir Ragnar. “Þeir eru stálheppnir að þetta stykki fór ekki bara hérna í gegnum rúðuna. Svo er náttúrulega fullt af umferð hérna í kring og bílar og fólk. ÉG skil ekki að menn taki einhverja sénsa eða neitt yfir höfuð varðandi svona mál.“Um eðlileg vinnubrögð að ræðaÖrn Tryggvi Johnsen, verkefna- og rekstrarstjóri hjá ÞG verktökum, segir að líklega sé um eðlileg vinnubrögð að ræða. „Það er auðvitað ekki gott að heyra ef menn eru þarna í einhverjum kúrekaleik uppi í krana. En svo er það þannig að menn eru gjarnan hífðir upp með kranastykkjunum og menn eru í viðeigandi fallvarnarbúnaði þó að fólk kannski upplifir að þeir séu hangandi í þessum búnaði en þetta er eina leiðin til að koma manninum upp til að festa stykkið við kranamasterið,“ segir Örn í samtali við Vísi. Jónas Jónmundarson, tæknistjóri við Hafnartorg tekur í sama streng og segir að um eðlileg vinnubrögð sé að ræða. „Vissulega varð þarna smá óhapp, þetta fór of nálægt glugganum hjá þeim og það er mjög óheppilegt,” segir Jónas í samtali við Vísi. „Þetta er gríðarlega reynslumikill verktaki sem er þarna að verki. Vissulega varð þarna smá óhapp en allt unnið af fagmönnum og á mjög eðlilegan hátt.”
Tengdar fréttir Algjört sjokk, grétu og hringdu á lögregluna Vinkonurnar Bryndís Arna Bridde og Tinna Marín Sigurðardóttir sátu á bekk við Bæjarins Beztu í miðbæ Reykjavíkur þegar krani féll á planið á tólfta tímanum. 29. september 2016 13:28 Maðurinn enn á gjörgæslu Alvarlegt vinnuslys varð við Austurbakka í gær. 8. september 2016 11:00 Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Algjört sjokk, grétu og hringdu á lögregluna Vinkonurnar Bryndís Arna Bridde og Tinna Marín Sigurðardóttir sátu á bekk við Bæjarins Beztu í miðbæ Reykjavíkur þegar krani féll á planið á tólfta tímanum. 29. september 2016 13:28
Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53