Sport

Hrafnhildur komin í úrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hrafnhildur kampakát eftir sundið.
Hrafnhildur kampakát eftir sundið. vísir/anton
Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu í úrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó.

Hrafnhildur verður því á meðal átta keppenda í úrslitasundinu klukkan 01:54 aðra nótt en þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kona kemst í úrslit á Ólympíuleikum.

Hrafnhildur synti á 1:06,71 og varð fimmta í seinni riðlinum í undanúrslitunum. Hún var með sjöunda besta tímann alls.

Hrafnhildur var með níunda besta tímann í undanrásunum (1:00,81) og hækkaði sig því um tvö sæti í undanúrslitunum.

Hin bandaríska Lillia King var með besta tímann í undanúrslitunum (1:05,70) og Yulia Efimova frá Rússlandi kom þar á eftir á 1:05,72.

Mögulegt er að Ísland eigi tvo fulltrúa í úrslitum á morgun en eftir rúman hálftíma syndir Eygló Ósk Gústafsdóttir í undanúrslitum í 100 metra baksundi. Fylgjast má með sundinu með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×