Innlent

Forsetinn er mættur á Facebook

Atli Ísleifsson skrifar
Forsetinn á feis.
Forsetinn á feis.
 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur opnað nýja Facebook-síðu embættisins.

Í fyrstu færslunni segist hann ætla að segja frá verkefnum sínum í embætti á þessum vettvangi.

„Þannig býð ég ykkur að fylgjast með því sem ég geri frá degi til dags.

Búast má við að dagskrá mín verði þéttskipuð og því get ég ekki lofað að svara öllum spurningum eða ábendingum sem kunna að berast. En ég mun gera mitt besta í því efni,“ segir forsetinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×