Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni frá Ísafirði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gamla sjúkrahúsið á Ísafirði er glæsileg bygging. Þaðan verða kvöldfréttirnar sendar út í kvöld.
Gamla sjúkrahúsið á Ísafirði er glæsileg bygging. Þaðan verða kvöldfréttirnar sendar út í kvöld. Vísir/Ívar
Fréttastofa Stöðvar 2 er á ferð og flugi um landið og verða fréttir kvöldsins sendar út í beinni útsendingu frá Gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði. Húsið, sem er eitt það fallegasta á landinu að margra mati, en það var teiknað af Guðjóni Samúelssyni og hýsir í dag bókasafn bæjarbúa.

Sindri Sindrason les fréttir kvöldsins en hann lætur vel af dvölinni á Vestfjörðum þar sem hann hefur meðal annars sótt Flateyri, Hnífsdal og Bolungarvík heim í dag auk Ísafjarðar.

„Það er gaman að komast út á land og ekki verra þegar bæirnir eru eins fallegir og Ísafjörður,“ segir Sindri. Veður hefur verið gott á svæðinu í dag, sól og blíða, fréttateyminu vel tekið að sögn Sindra.

Kvöldfréttirnar hefjast klukkan 18:30 og verður meðal annars fjallað um nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar í tengslum við afnám hafta, eldsvoða á Seltjarnarnesi auk þess sem kíkt verður í heimsókn í Örnu í Bolungvarík og stórmerkilegur símaklefi í Súðavík.

Fréttateymi Stöðvar 2 heldur för sinni um landið áfram og verður sent út frá Akureyri annað kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×