Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða sendar út í beinni útsendingu frá Ísafirði í kvöld. Í fréttatímanum verður fjallað um mjólkurbúið Örnu stefnt er að því að tífalda markaðshlutdeild mjólkurbúsins á næstu árum. Þá gerir framkvæmdastjóri Örnu ráð fyrir fjörutíu prósenta söluaukningu í ár.

Þá verður rætt við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, í beinni útsendingu vegna blaðamannafundar hans og forsætisráðherra og seðlabankastjóra um næstu skrefi losun fjármagnshafta.

Við munum síðan kynna okkur minnsta menningarsetur landsins en það er að finna í síðasta símaklefa landsins í Súðavík. Þetta og miku meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×