Hundurinn Perla gerði nágrönnum viðvart um eldinn á Seltjarnarnesi Birta Svavarsdóttir skrifar 16. ágúst 2016 21:06 Mikið tjón varð vegna eldsvoða í íbúðarhúsi á Seltjarnarnesi í dag. Enginn var heima þegar eldurinn kom upp en hundur í húsinu, hin fimmtán ára gamla Perla, drapst eftir að hafa gert nágrönnum viðvart um eldinn með gelti. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út þegar tilkynning barst um eld í tvílyftu íbúðarhúsi við Melabraut á Seltjarnarnesi. Í fyrstu virtist eldurinn hafa komið upp í bílskúr samtengdum húsinu, en samkvæmt einum íbúa hússins kom eldurinn upp í stofunni. Það voru nágrannar sem fyrstir urðu varir við mikla reykjarlykt og hundsgelt. Þegar þeir komu á staðinn skíðlogaði í bakhúsinu og þeir gripu til þess ráðs að reyna að tjónka við eldinn með garðslöngu þar til slökkvilið kæmi á staðinn, en það var til lítils.Mikill reykur var í húsinu og voru reykkafarar sendir inn.VísirÞegar nágrannarnir komu fyrstir á vettvang stóðu eldtungurnar út úr hlið hússins og reykurinn var mikill. Þriggja manna fjölskylda er skráð til heimilis í húsinu og var ekki vitað fyrir víst hvort eitthvert þeirra væri heima. Því voru reykkafarar sendir inn, bæði á efri og neðri hæð. Í samtali við fréttamann Stöðvar 2 sagði Finnur Hilmarsson, aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, „Húsið var allt orðið fullt af reyk, bæði efri og neðri hæðin, en það gekk mjög vel að slá á þetta strax og svo gengu slökkvistörf sinn vanagang.“ „Við vorum ekki búin að fá neinar staðfestingar um það hvort það væri einhver inni svo við leituðum af okkur allan grun og það var enginn inni, sem betur fer.“Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins.VísirHeimilishundurinn sem nágrannar heyrðu gelta inni í húsinu reyndist hins vegar dauður. Að sögn slökkviliðs var lítil hætta á því að eldurinn bærist í nærliggjandi hús. „Það er töluvert langt á milli húsa hérna svo að þetta var nokkuð einangrað, “ segir Finnur aðstoðarvarðstjóri. Aðspurður um hvort þetta væri mikið tjón sagðist hann líta á að svo væri, en ekki væri hægt að að meta fullkomlega umfang þess fyrr en búið væri að skoða það betur.Frétt Stöðvar 2 má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Gríðarlega mikinn og svartan reyk lagði frá húsinu á Melabraut Eldur var sýnilegur á neðri hæð hússins og mikill reykur var bæði á neðri og efri hæð þegar slökkvilið kom á vettvang. Þá brotnuðu rúður í húsinu. 16. ágúst 2016 15:39 Slökkvistarfi að ljúka á Seltjarnarnesi Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna eldsvoða á Melabraut á Seltjarnarnesi. 16. ágúst 2016 14:28 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Mikið tjón varð vegna eldsvoða í íbúðarhúsi á Seltjarnarnesi í dag. Enginn var heima þegar eldurinn kom upp en hundur í húsinu, hin fimmtán ára gamla Perla, drapst eftir að hafa gert nágrönnum viðvart um eldinn með gelti. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út þegar tilkynning barst um eld í tvílyftu íbúðarhúsi við Melabraut á Seltjarnarnesi. Í fyrstu virtist eldurinn hafa komið upp í bílskúr samtengdum húsinu, en samkvæmt einum íbúa hússins kom eldurinn upp í stofunni. Það voru nágrannar sem fyrstir urðu varir við mikla reykjarlykt og hundsgelt. Þegar þeir komu á staðinn skíðlogaði í bakhúsinu og þeir gripu til þess ráðs að reyna að tjónka við eldinn með garðslöngu þar til slökkvilið kæmi á staðinn, en það var til lítils.Mikill reykur var í húsinu og voru reykkafarar sendir inn.VísirÞegar nágrannarnir komu fyrstir á vettvang stóðu eldtungurnar út úr hlið hússins og reykurinn var mikill. Þriggja manna fjölskylda er skráð til heimilis í húsinu og var ekki vitað fyrir víst hvort eitthvert þeirra væri heima. Því voru reykkafarar sendir inn, bæði á efri og neðri hæð. Í samtali við fréttamann Stöðvar 2 sagði Finnur Hilmarsson, aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, „Húsið var allt orðið fullt af reyk, bæði efri og neðri hæðin, en það gekk mjög vel að slá á þetta strax og svo gengu slökkvistörf sinn vanagang.“ „Við vorum ekki búin að fá neinar staðfestingar um það hvort það væri einhver inni svo við leituðum af okkur allan grun og það var enginn inni, sem betur fer.“Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins.VísirHeimilishundurinn sem nágrannar heyrðu gelta inni í húsinu reyndist hins vegar dauður. Að sögn slökkviliðs var lítil hætta á því að eldurinn bærist í nærliggjandi hús. „Það er töluvert langt á milli húsa hérna svo að þetta var nokkuð einangrað, “ segir Finnur aðstoðarvarðstjóri. Aðspurður um hvort þetta væri mikið tjón sagðist hann líta á að svo væri, en ekki væri hægt að að meta fullkomlega umfang þess fyrr en búið væri að skoða það betur.Frétt Stöðvar 2 má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Gríðarlega mikinn og svartan reyk lagði frá húsinu á Melabraut Eldur var sýnilegur á neðri hæð hússins og mikill reykur var bæði á neðri og efri hæð þegar slökkvilið kom á vettvang. Þá brotnuðu rúður í húsinu. 16. ágúst 2016 15:39 Slökkvistarfi að ljúka á Seltjarnarnesi Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna eldsvoða á Melabraut á Seltjarnarnesi. 16. ágúst 2016 14:28 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Gríðarlega mikinn og svartan reyk lagði frá húsinu á Melabraut Eldur var sýnilegur á neðri hæð hússins og mikill reykur var bæði á neðri og efri hæð þegar slökkvilið kom á vettvang. Þá brotnuðu rúður í húsinu. 16. ágúst 2016 15:39
Slökkvistarfi að ljúka á Seltjarnarnesi Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna eldsvoða á Melabraut á Seltjarnarnesi. 16. ágúst 2016 14:28