Erlent

Fjöldi látinna kominn í tíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Baton Rouge í gær.
Frá Baton Rouge í gær. Vísir/EPA
Minnst tíu eru látnir vegna mikilla flóða í Louisiana í Bandaríkjunum í gær. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjölmörgum sýslum í ríkinu og um 40 þúsund heimili eru skemmd eða eyðilögð. Um átta þúsund manns halda nú til í neyðarskýlum.

Úrhelli var á svæðinu um helgina og flæddu ár yfir bakka sína. Búið er að bjarga um 30 þúsund manns af flóðasvæðum.

Björgunaraðilar leita nú í heimilum sem flætt hefur yfir og bílum eftir látnu fólki. Yfirmaður slökkviliðsins í Baton Rouge segir starfsmenn sína fara á milli húsa en hann talaði að leitin og björgunarstörf gætu tekið allt að viku.

Búið er að vara við því að þó að vatn sé í rénun á ýmsum svæðum geti flætt aftur þegar nær dregur sjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×