Innlent

Stöðvaður með kannabisfræ í bakpokanum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Tollverðir haldlögðu nýverið tuttugu kannabisfræ sem maður reyndi að smygla til landsins í bakpoka sínum.
Tollverðir haldlögðu nýverið tuttugu kannabisfræ sem maður reyndi að smygla til landsins í bakpoka sínum. Vísir/Anton
Nýverið stöðvuðu tollverðir karlmann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem reyndist vera með kannabisfræ í fórum sínum. Fræjin voru tuttugu talsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá tollstjóra

Maðurinn var að koma frá Amsterdam og hafði hann komið fræjunum fyrir í bakpoka sínum. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins sem er á lokastigi. 

Það sem af er þessu ári hafa tollverðir haldlagt 328 kannabisfræ í 26 póstsendingum sem borist hafa hingað til lands. 

Tollstjóri vill minna á fíknefnasímann 800-5005. Í hann tekur tollstjóri við upplýsingum um fíknefnamál. Einnig er hægt að koma ábendingum um smygl á símsvara hjá embætti Tollstjóra í 552-8030.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×