Innlent

Hækkun hefur engin áhrif haft

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Bílar í stæðum fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Bílar í stæðum fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fréttablaðið/Pjetur
Hækkun daggjalds á langtímastæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar virðist ekki hafa áhrif á fjölda flugfarþega sem nýta sér flugrútu til þess að komast að og frá flugstöðinni.

Þetta kemur fram á vefnum Turisti.is. Daggjaldið hækkaði í byrjun apríl úr 950 í 1.250 krónur.

Samkvæmt upplýsingum Isavia verða forsvarsmenn flugvallarins heldur ekki varir við minni notkun flugstöðvargesta á bílastæðunum en það eru að mestu leyti bílar farþega sem búsettir eru á Íslandi sem lagt er í langtímastæði.

Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×