Cryptochrome frumsýnir 360 ° myndband Birgir Örn Steinarsson skrifar 5. maí 2016 00:01 Hljómsveitin Cryptochrome hefur sett sér það stórfenglega markmið að senda frá sér nýtt myndband í hverjum mánuði. Metnaður sveitarinnar er gífurlegur eins og sést á myndbandi mánaðarins sem er við lagið Play Dough og er frumsýnt hér á Vísi. Myndbandið má sjá hér að ofan. Hér nýtir leikstjóri myndbandsins Logi Hilmarsson sér nýja tækni sem stundum kölluð Virtual Reality eða 360 ° en eins og nafnið gefur til kynna er allt rými í allar mögulegar sjónáttir nýtt. „Það er hægt að horfa á þetta á venjulegum tölvuskjá þar sem þá er hægt að draga sjónarhornið með músinni í þá átt sem þú vilt horfa eða með símanum þar sem þú hreyfir hann til þess að beina sjónlínuna í einhverja tiltekna átt,“ útskýrir Anik Karensson rappari sveitarinnar. „Besta leiðin til þess að skoða þetta er VR gleraugna tæki sem þú setur á höfuðið. Þá geturðu bara snúið höfðinu og skoðað allt í kringum þig. Þá ertu inn í myndbandinu sjálfu.“Alls kyns kynjaverur birtast í nýja myndbandinu.Vísir/CryptochromeHvert áhorf ný upplifun Myndbandið er unnið þannig að eitthvað er að gerast frá öllum áttum þannig að ný upplifun fæst í hvert skipti sem horft er á myndbandið. „Ef eitthvað fer framhjá þér í fyrsta skiptið sem þú sérð það, þarftu bara að horfa í aðra átt þegar þú horfir á það næst.“ „Það er ekki hægt að leikstýra hverju skoti fyrir sig eins og í venjulegum myndbandið,“ bætir Una Stígsdóttir söngkona og rappari við. „Í þessu felast nýjar pælingar sem kvikmyndagerð hefur ekki þurft að kljást við áður. Söguþráður fer svolítið í laust loft þegar það er eitthvað að gerast alls staðar. Það er ekki lengur hægt að tala um línulega frásögn.“ Þetta er fimmta myndbandið sem Cryptochrome sendir frá sér á þessu ári en saman verða lögin 11 talsins og munu í heild mynda hina sjónrænu breiðskífu More Human. Myndböndin eru unnin af mismunandi fólki en Anik og Una koma að listrænni útfærslu í þeim öllum auk þess að semja tónlistina og hanna búninga sjálf. Logi Hilmarsson gerði einnig febrúar myndband Cryptochrome við lagið Clappo. Tónlist Tengdar fréttir Cryptochrome: Nýtt myndband í hverjum mánuði Íslenska-enska Reykjavíkursveitin Cryptochrome er þessa daganna að leggja nýjar línur hvað metnað varðar í tónlistar- og myndbandagerð. 15. apríl 2016 14:38 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hljómsveitin Cryptochrome hefur sett sér það stórfenglega markmið að senda frá sér nýtt myndband í hverjum mánuði. Metnaður sveitarinnar er gífurlegur eins og sést á myndbandi mánaðarins sem er við lagið Play Dough og er frumsýnt hér á Vísi. Myndbandið má sjá hér að ofan. Hér nýtir leikstjóri myndbandsins Logi Hilmarsson sér nýja tækni sem stundum kölluð Virtual Reality eða 360 ° en eins og nafnið gefur til kynna er allt rými í allar mögulegar sjónáttir nýtt. „Það er hægt að horfa á þetta á venjulegum tölvuskjá þar sem þá er hægt að draga sjónarhornið með músinni í þá átt sem þú vilt horfa eða með símanum þar sem þú hreyfir hann til þess að beina sjónlínuna í einhverja tiltekna átt,“ útskýrir Anik Karensson rappari sveitarinnar. „Besta leiðin til þess að skoða þetta er VR gleraugna tæki sem þú setur á höfuðið. Þá geturðu bara snúið höfðinu og skoðað allt í kringum þig. Þá ertu inn í myndbandinu sjálfu.“Alls kyns kynjaverur birtast í nýja myndbandinu.Vísir/CryptochromeHvert áhorf ný upplifun Myndbandið er unnið þannig að eitthvað er að gerast frá öllum áttum þannig að ný upplifun fæst í hvert skipti sem horft er á myndbandið. „Ef eitthvað fer framhjá þér í fyrsta skiptið sem þú sérð það, þarftu bara að horfa í aðra átt þegar þú horfir á það næst.“ „Það er ekki hægt að leikstýra hverju skoti fyrir sig eins og í venjulegum myndbandið,“ bætir Una Stígsdóttir söngkona og rappari við. „Í þessu felast nýjar pælingar sem kvikmyndagerð hefur ekki þurft að kljást við áður. Söguþráður fer svolítið í laust loft þegar það er eitthvað að gerast alls staðar. Það er ekki lengur hægt að tala um línulega frásögn.“ Þetta er fimmta myndbandið sem Cryptochrome sendir frá sér á þessu ári en saman verða lögin 11 talsins og munu í heild mynda hina sjónrænu breiðskífu More Human. Myndböndin eru unnin af mismunandi fólki en Anik og Una koma að listrænni útfærslu í þeim öllum auk þess að semja tónlistina og hanna búninga sjálf. Logi Hilmarsson gerði einnig febrúar myndband Cryptochrome við lagið Clappo.
Tónlist Tengdar fréttir Cryptochrome: Nýtt myndband í hverjum mánuði Íslenska-enska Reykjavíkursveitin Cryptochrome er þessa daganna að leggja nýjar línur hvað metnað varðar í tónlistar- og myndbandagerð. 15. apríl 2016 14:38 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Cryptochrome: Nýtt myndband í hverjum mánuði Íslenska-enska Reykjavíkursveitin Cryptochrome er þessa daganna að leggja nýjar línur hvað metnað varðar í tónlistar- og myndbandagerð. 15. apríl 2016 14:38