Gunnar Nelson: Maður lætur sig dreyma Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. september 2016 17:30 Gunnar Nelson snýr aftur í búrið 19. nóvember. vísir/getty Gunnar Nelson er á fullu að undirbúa sig fyrir næsta bardaga en hann mætir Suður-Kóreumanninum Dong Hyung Kim í SSE-höllinni í Belfast á Norður-Írlandi 19. nóvember. Gunnar kom sterkur til baka eftir tap gegn Demian Maia í desember á síðasta ári og pakkaði saman Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í maí. Gunnar fær nú öðru sinni á ferlinum að vera stjarna kvöldsins, en hann og Dong berjast í aðalbardaga kvöldsins 19. nóvember. Íslenski bardagakappinn er elskaður og dáður á Írlandi en hann er einskonar fóstursonur írsku þjóðarinnar þar sem hann hefur svo lengi dvalist og æft þar og er auðvitað góðvinur Conors McGregor, þjóðhetju Íranna. Gunnar hlakkar því eðlilega til að berjast í Belfast, en hann býst við fullri höll og miklum stuðningi eins og þegar hann afgreiddi Bandaríkjamanninn Zak Cummings í Dyflinni. „Ég tel að þetta verði alveg eins núna. Írsku stuðningsmennirnir eru ótrúlegir. Ég hef alltaf sagt að þegar höllin er full er ekkert fólk háværara en Írar. Þetta verður svakalegt,“ sagði Gunnar á blaðamannafundi í Belfast á dögunum. Gunnar er búinn að vinna tvo og tapa tveimur af síðustu fjórum bardögum og er því mikilvægt fyrir hann að vinna Dong. Hann vildi lítið spá í framtíðinni þegar írsku blaðamennirnir báðu hann um að velta henni fyrir sér. „Ég einbeiti mér alltaf á næsta verkefni. Þannig er betra að halda einbeitingu. Auðvitað lætur maður sig dreyma stundum um að maður gæti komist þangað eða þangað en síðan einbeiti ég mér bara að næsta bardaga aftur,“ sagði Gunnar. „Það eru margar mismunandi leiðir sem ég get farið. Hverja þeirra ég tek er ég ekki viss um enn þá en ég mun mun taka henni fagnandi,“ sagði Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Hversu írskur er Gunnar Nelson? | Myndband Írar elska Gunnar Nelson og tala um hann sem ættleiddan son þjóðarinnar enda hefur hann alið manninn mikið þar í landi. 23. september 2016 13:00 Miðasala hafin á bardaga Gunna og Dong Gunnar Nelson var í Belfast í dag að auglýsa sinn næsta bardaga gegn Dong Hyun Kim. 21. september 2016 22:30 Gunnar: Dong er svolítið villtur Írskir blaðamenn fengu tækifæri til þess að spyrja Gunnar Nelson spjörunum úr á blaðamannafundi í Belfast í vikunni. 23. september 2016 16:30 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Gunnar Nelson er á fullu að undirbúa sig fyrir næsta bardaga en hann mætir Suður-Kóreumanninum Dong Hyung Kim í SSE-höllinni í Belfast á Norður-Írlandi 19. nóvember. Gunnar kom sterkur til baka eftir tap gegn Demian Maia í desember á síðasta ári og pakkaði saman Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í maí. Gunnar fær nú öðru sinni á ferlinum að vera stjarna kvöldsins, en hann og Dong berjast í aðalbardaga kvöldsins 19. nóvember. Íslenski bardagakappinn er elskaður og dáður á Írlandi en hann er einskonar fóstursonur írsku þjóðarinnar þar sem hann hefur svo lengi dvalist og æft þar og er auðvitað góðvinur Conors McGregor, þjóðhetju Íranna. Gunnar hlakkar því eðlilega til að berjast í Belfast, en hann býst við fullri höll og miklum stuðningi eins og þegar hann afgreiddi Bandaríkjamanninn Zak Cummings í Dyflinni. „Ég tel að þetta verði alveg eins núna. Írsku stuðningsmennirnir eru ótrúlegir. Ég hef alltaf sagt að þegar höllin er full er ekkert fólk háværara en Írar. Þetta verður svakalegt,“ sagði Gunnar á blaðamannafundi í Belfast á dögunum. Gunnar er búinn að vinna tvo og tapa tveimur af síðustu fjórum bardögum og er því mikilvægt fyrir hann að vinna Dong. Hann vildi lítið spá í framtíðinni þegar írsku blaðamennirnir báðu hann um að velta henni fyrir sér. „Ég einbeiti mér alltaf á næsta verkefni. Þannig er betra að halda einbeitingu. Auðvitað lætur maður sig dreyma stundum um að maður gæti komist þangað eða þangað en síðan einbeiti ég mér bara að næsta bardaga aftur,“ sagði Gunnar. „Það eru margar mismunandi leiðir sem ég get farið. Hverja þeirra ég tek er ég ekki viss um enn þá en ég mun mun taka henni fagnandi,“ sagði Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Hversu írskur er Gunnar Nelson? | Myndband Írar elska Gunnar Nelson og tala um hann sem ættleiddan son þjóðarinnar enda hefur hann alið manninn mikið þar í landi. 23. september 2016 13:00 Miðasala hafin á bardaga Gunna og Dong Gunnar Nelson var í Belfast í dag að auglýsa sinn næsta bardaga gegn Dong Hyun Kim. 21. september 2016 22:30 Gunnar: Dong er svolítið villtur Írskir blaðamenn fengu tækifæri til þess að spyrja Gunnar Nelson spjörunum úr á blaðamannafundi í Belfast í vikunni. 23. september 2016 16:30 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Hversu írskur er Gunnar Nelson? | Myndband Írar elska Gunnar Nelson og tala um hann sem ættleiddan son þjóðarinnar enda hefur hann alið manninn mikið þar í landi. 23. september 2016 13:00
Miðasala hafin á bardaga Gunna og Dong Gunnar Nelson var í Belfast í dag að auglýsa sinn næsta bardaga gegn Dong Hyun Kim. 21. september 2016 22:30
Gunnar: Dong er svolítið villtur Írskir blaðamenn fengu tækifæri til þess að spyrja Gunnar Nelson spjörunum úr á blaðamannafundi í Belfast í vikunni. 23. september 2016 16:30