Innlent

Tæplega sjötíu þúsund króna hækkun hjá þriggja barna fjölskyldum

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Fyrr í mánuðinum samþykkti borgarráð hækkun á fæðisgjaldi til að auka gæði skólamáltíða og nam hækkunin hundrað krónum á dag á hvert barn eða ríflega tvö þúsund krónur á mánuði. Slík hækkun getur haft áhrif á mánaðarleg útgjöld barnmargra fjölskyldna.

Ef dæmi er tekið um fjölskyldu með einu leikskólabarni og tveimur grunnskólabörnum þá munu foreldrar borga 29 þúsund krónur í fæðisgjald á mánuði fyrir börnin þrjú samkvæmt nýrri gjaldskrá, eða 6.500 krónum meira á mánuði en áður.

Sjá einnig: Borgin hækkar framlög til leik- og grunnskóla um hundruð milljóna 

Ef miðað er við ellefu mánuði á leikskóla og tíu mánuði í grunnskóla munu foreldrarnir borga um 67 þúsund krónum meira í fæðisgjald á ári en þeir gerðu fyrir hækkun.

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segist ekki hafa áhyggjur af vanskilum á fæðisgjöldum og ef til vanskila komi, fái börnin samt að borða.

 

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgarmynd/stöð2
„Fjárhagslegar aðstæður fjölskyldna eru ólíkar en við erum viðbúin því og styðjum fólk, og finnum leiðir með þeim í samstarfi við velferðarsviðið. Ef þú ert í mataráskrift í grunnskóla í Reykjavík er þér aldrei vísað frá, það er ekki þannig og hefur ekki verið í mörg ár.“

Helgi segir að fylgst verði með því að fæðisgjaldahækkun skili sér í betri gæðum í matnum. Næringarfræðingur á vegum borgarinnar muni til að mynda vinna með matráðum og kokkum.

„Eins munum við gera kannanir hjá foreldrum og starfsfólki til að fylgja þessu eftir. Því sannarlega á þessi aukning að skila sér í betri mat til barnanna,“ segir Helgi.


Tengdar fréttir

Borgin boðar hundraða milljóna viðsnúning

919 milljónir verða settar í leik- og grunnskóla borgarinnar nú í haust til að efla starfið. Borgin hafði boðað 670 milljóna króna niðurskurð. Foreldrar þurfa að borga 2.000 krónum meira á mánuði í fæðisgjald. Viðbótarsvigrúm my




Fleiri fréttir

Sjá meira


×