Keyptu Ásmundarsal á 168 milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2016 14:45 Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson mynd/aðsend Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. Að sögn Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, formanns rekstrarstjórnar Listasafns ASÍ, mun andvirði sölunnar fara til listasafnsins sjálfs svo reka megi það áfram með kröftugum hætti á nýjum forsendum. Líklegt að rætt verði við nýja eigendur um sýningar úr safni ASÍ Þegar Ásmundarsalur var auglýstur til sölu lýsti Samband íslenskra myndlistarmanna lýsti yfir áhyggjum af því að húsið yrði ekki nýtt undir lista-og menningarstarfsemi, líkt og Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, sem lét reisa húsið, lagði áherslu á. Ef marka má tilkynningu um kaupin sem send var fjölmiðlum í dag þurfa myndlistarmenn hins vegar ekki að hafa áhyggjur af slíku þar sem nýir eigendur ætla að leggja áherslu á að viðhalda list-og menningarhlutverki hússins. Guðrún Ágústa segir að rekstrarstjórn Listasafn ASÍ hafi ekki rætt við nýja eigendur um mögulegar sýningar en segir að líklegt sé að slíkt samtal fari fram á næstunni. Hins vegar hafi tveir aðrir aðilar haft samband með það að huga að setja upp sýningar úr safnaeigninni. Fékk að kaupa í Símanum og Högum fyrir útboð Sigurbjörn og Aðalheiður eru eins og áður segir fjárfestar. Sigurbjörn hefur meðal annars verið viðskiptafélagi þeirra Hallbjörns Karlssonar og Árna Haukssonar en þremenningarnir voru til að mynda á meðal þeirra sem fengu að kaupa hluti í Símanum og Högum fyrir útboð. Þá eiga hjónin 60 prósent hlut í verðbréfamiðluninni Fossar markaðir hf. í gegnum félag sitt Fossar Finance ehf. en meðeigendur þeirra í fyrirtækinu eru Haraldur Þórðarson og Steingrímur Arnar Finnsson. Í umfjöllun um Fossa markaði í Viðskiptablaðinu í fyrra kom fram að Sigurbjörn hefði unnið lengi hjá Lehman Brothers, síðar Nomura bankanum og að því loknu hjá Barclays Capital. Tengdar fréttir Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42 Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. Að sögn Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, formanns rekstrarstjórnar Listasafns ASÍ, mun andvirði sölunnar fara til listasafnsins sjálfs svo reka megi það áfram með kröftugum hætti á nýjum forsendum. Líklegt að rætt verði við nýja eigendur um sýningar úr safni ASÍ Þegar Ásmundarsalur var auglýstur til sölu lýsti Samband íslenskra myndlistarmanna lýsti yfir áhyggjum af því að húsið yrði ekki nýtt undir lista-og menningarstarfsemi, líkt og Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, sem lét reisa húsið, lagði áherslu á. Ef marka má tilkynningu um kaupin sem send var fjölmiðlum í dag þurfa myndlistarmenn hins vegar ekki að hafa áhyggjur af slíku þar sem nýir eigendur ætla að leggja áherslu á að viðhalda list-og menningarhlutverki hússins. Guðrún Ágústa segir að rekstrarstjórn Listasafn ASÍ hafi ekki rætt við nýja eigendur um mögulegar sýningar en segir að líklegt sé að slíkt samtal fari fram á næstunni. Hins vegar hafi tveir aðrir aðilar haft samband með það að huga að setja upp sýningar úr safnaeigninni. Fékk að kaupa í Símanum og Högum fyrir útboð Sigurbjörn og Aðalheiður eru eins og áður segir fjárfestar. Sigurbjörn hefur meðal annars verið viðskiptafélagi þeirra Hallbjörns Karlssonar og Árna Haukssonar en þremenningarnir voru til að mynda á meðal þeirra sem fengu að kaupa hluti í Símanum og Högum fyrir útboð. Þá eiga hjónin 60 prósent hlut í verðbréfamiðluninni Fossar markaðir hf. í gegnum félag sitt Fossar Finance ehf. en meðeigendur þeirra í fyrirtækinu eru Haraldur Þórðarson og Steingrímur Arnar Finnsson. Í umfjöllun um Fossa markaði í Viðskiptablaðinu í fyrra kom fram að Sigurbjörn hefði unnið lengi hjá Lehman Brothers, síðar Nomura bankanum og að því loknu hjá Barclays Capital.
Tengdar fréttir Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42 Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42
Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23