Undir stöðugu eftirliti Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 23. september 2016 07:00 Við Herjólfsgötu í Hafnarfirði reyndi pilturinn að skera telpuna á háls með brauðhníf. Í læknisvottorði sem notað var fyrir dómi kom fram að dýpstu skurðirnir hafi verið yfir hálsæðum og barka. vísir/daníel rúnarsson Í frumvarpi til aukafjárlaga er lagt til 64,5 milljóna framlag til Barnaverndarstofu til að geta staðið við dóm héraðsdóms yfir 17 ára pilti sem þarf öryggisvistun og að vera undir eftirliti allan sólahringinn. Pilturinn var sakfelldur árið 2014 fyrir að reyna að myrða níu ára stúlku með því að skera hana á háls. Árásin var hrottaleg og þurfti að sauma 34 spor í telpuna. Í frumvarpinu kemur fram að nauðsynlegt þyki að gerðar verði ráðstafanir til að tryggja að pilturinn skaði ekki sjálfan sig, önnur börn eða aðra í nærumhverfi sínu og kostar vistunin 64,5 milljónir á ári. Langmest fer í laun gæslufólks en hann þarf að vera undir eftirliti allan sólarhringinn. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að í þessu tilviki sé vandinn flókinn vegna þroskafráviks og þroskaraskana. „Svona einstaklingar hafa mjög sérstakar þarfir og því ekki auðvelt að hafa þá á stofnun með öðrum.“ Hann bætir við að vegna þess að þarna sé um að ræða barn þurfi að gæta réttinda piltsins og virða þau.Bragi Guðbrandsson„Þarna er einstaklingur sem er hættulegur sjálfum sér og öðrum vegna fjölþætts vanda. Það þýðir að við verðum að tryggja öryggi viðkomandi, annarra og umhverfisins í kring en á sama tíma að tryggja að barnið fái notið þeirra réttinda sem mannréttindaákvæði kveða á um. Virk umgengni í samfélaginu er nauðsynleg og mikilvæg fyrir börn og unglinga. Ef vel tekst til þá er hægt að draga úr líkum á að viðkomandi fari sjálfum sér eða öðrum að voða. Þess vegna skiptir máli að gera þetta vel þegar viðkomandi er á barnsaldri því það margborgar sig þegar horft er til framtíðar.“ Bragi segir að fyrst pilturinn var ekki metinn sakhæfur, fötlunin sé mikil og að drengurinn eigi erfitt með að vera með öðrum þá sé búið til sérúrræði. „Þetta er dýrt en það er ekki um annað að velja. Þarfir hans eru sérstakar og þá er hægt að byggja utan um einstaklinginn. Þegar frá líður og slíkir einstaklingar fullorðnast þá er hægt að minnka gæsluna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Níu ára stelpa skorin á háls í Hafnarfirði Níu ára stelpa í Hafnarfirði var skorin á háls í dag. Árásarmaðurinn var ungur maður sem mun vera andlega veikur. Árásarmaðurinn og stúlkan þekkjast ekki. Atburðurinn varð nærri Sundhöllinni í Hafnarfirði. Stúlkan mun hafa verið flutt á slysadeild en er ekki í lífshættu. 27. apríl 2013 21:09 Dæmdur fyrir að reyna að myrða níu ára stúlku: Ætlaði að herma eftir hryllingsmynd 15 ára greindarskertur drengur var í gær sakfelldur fyrir manndrápstilraun gegn níu ára stúlku í fjöru í Hafnarfirði. 28. janúar 2014 13:33 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Í frumvarpi til aukafjárlaga er lagt til 64,5 milljóna framlag til Barnaverndarstofu til að geta staðið við dóm héraðsdóms yfir 17 ára pilti sem þarf öryggisvistun og að vera undir eftirliti allan sólahringinn. Pilturinn var sakfelldur árið 2014 fyrir að reyna að myrða níu ára stúlku með því að skera hana á háls. Árásin var hrottaleg og þurfti að sauma 34 spor í telpuna. Í frumvarpinu kemur fram að nauðsynlegt þyki að gerðar verði ráðstafanir til að tryggja að pilturinn skaði ekki sjálfan sig, önnur börn eða aðra í nærumhverfi sínu og kostar vistunin 64,5 milljónir á ári. Langmest fer í laun gæslufólks en hann þarf að vera undir eftirliti allan sólarhringinn. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að í þessu tilviki sé vandinn flókinn vegna þroskafráviks og þroskaraskana. „Svona einstaklingar hafa mjög sérstakar þarfir og því ekki auðvelt að hafa þá á stofnun með öðrum.“ Hann bætir við að vegna þess að þarna sé um að ræða barn þurfi að gæta réttinda piltsins og virða þau.Bragi Guðbrandsson„Þarna er einstaklingur sem er hættulegur sjálfum sér og öðrum vegna fjölþætts vanda. Það þýðir að við verðum að tryggja öryggi viðkomandi, annarra og umhverfisins í kring en á sama tíma að tryggja að barnið fái notið þeirra réttinda sem mannréttindaákvæði kveða á um. Virk umgengni í samfélaginu er nauðsynleg og mikilvæg fyrir börn og unglinga. Ef vel tekst til þá er hægt að draga úr líkum á að viðkomandi fari sjálfum sér eða öðrum að voða. Þess vegna skiptir máli að gera þetta vel þegar viðkomandi er á barnsaldri því það margborgar sig þegar horft er til framtíðar.“ Bragi segir að fyrst pilturinn var ekki metinn sakhæfur, fötlunin sé mikil og að drengurinn eigi erfitt með að vera með öðrum þá sé búið til sérúrræði. „Þetta er dýrt en það er ekki um annað að velja. Þarfir hans eru sérstakar og þá er hægt að byggja utan um einstaklinginn. Þegar frá líður og slíkir einstaklingar fullorðnast þá er hægt að minnka gæsluna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Níu ára stelpa skorin á háls í Hafnarfirði Níu ára stelpa í Hafnarfirði var skorin á háls í dag. Árásarmaðurinn var ungur maður sem mun vera andlega veikur. Árásarmaðurinn og stúlkan þekkjast ekki. Atburðurinn varð nærri Sundhöllinni í Hafnarfirði. Stúlkan mun hafa verið flutt á slysadeild en er ekki í lífshættu. 27. apríl 2013 21:09 Dæmdur fyrir að reyna að myrða níu ára stúlku: Ætlaði að herma eftir hryllingsmynd 15 ára greindarskertur drengur var í gær sakfelldur fyrir manndrápstilraun gegn níu ára stúlku í fjöru í Hafnarfirði. 28. janúar 2014 13:33 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Níu ára stelpa skorin á háls í Hafnarfirði Níu ára stelpa í Hafnarfirði var skorin á háls í dag. Árásarmaðurinn var ungur maður sem mun vera andlega veikur. Árásarmaðurinn og stúlkan þekkjast ekki. Atburðurinn varð nærri Sundhöllinni í Hafnarfirði. Stúlkan mun hafa verið flutt á slysadeild en er ekki í lífshættu. 27. apríl 2013 21:09
Dæmdur fyrir að reyna að myrða níu ára stúlku: Ætlaði að herma eftir hryllingsmynd 15 ára greindarskertur drengur var í gær sakfelldur fyrir manndrápstilraun gegn níu ára stúlku í fjöru í Hafnarfirði. 28. janúar 2014 13:33