Enski boltinn

Jóhann Berg skoraði en Aron Einar varamaður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði í 2-1 sigri Charlton á Birmingham í ensku B-deildinn í dag.

Eftir afar erfitt tímabil virðist Charlton loksins hrokkið í gang en þetta var þriðji sigur liðsins í síðustu fimm leikjum.

Jóhann Berg skoraði á 38. mínútu og jafnaði þá metin fyrir Charlton. Sigurmarkið var dramatískt en Jorge Teixeira skoraði það á fjórðu mínútu uppbótartímans.

Liðið er þó enn sex stigum frá öruggu sæti en Charlton er næstneðst í delidinni með 35 stig. Bolton er langneðst með 26 stig, Charlton er með 35 stig, MK Dons með 37 stig og Fulham 41 stig.

Aron Einar Gunnarsson spilaði síðustu tólf mínúturnar er Cardiff vann góðan sigur á Derby, 2-1. Með sigrinum jók Cardiff líkurnar sínar að komast í umspil um úrvalsdeildarsæti.

Cardiff er í sjöunda sæti með 62 stig, tveimur stigum á eftir Derby sem er í því sjötta og því síðasta sem veitir keppnisrétt í umspilinu.

Björn Bergmann Sigurðarson spilaði fyrri hálfleikinn er Wolves gerði markalaust jafntefli við Ipswich. Wolves er í tólfta sæti deildarinnar með 49 stig.

Eggert Gunnþór Jónsson spilaði allan leikinn er Fleetwood Town fékk mikilvægt stig í fallbaráttu C-deildarinnar.

Fleetwood Town gerði 1-1 jafntefli við Swindon Town í ensku C-deildinni og tryggði sér mikilvægt stig.

Eggert Gunnþór Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Fleetwood sem með stiginu komst í 42 stig og er nú einu stigi frá fallsæti. Eggert fékk gult spjald í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×