Innlent

Þriggja prósenta fækkun á leikskólum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þungt hljóð er í stjórnendum leikskóla Reykjavíkurborgar.
Þungt hljóð er í stjórnendum leikskóla Reykjavíkurborgar. vísir/Vilhelm
Alls sóttu 19.362 börn leikskóla á Íslandi í desember síðastliðnum og hafði fækkað um 576, eða 2,9 prósent, frá fyrra ári. Hagstofa Íslands segir að sú fækkun stafi af fámennari árgöngum, því hlutfall barna sem sækir leikskóla hefur ekki breyst að ráði. Alls störfuðu 5.966 í leikskólum í desember og hafði fækkað um 53 frá fyrra ári en stöðugildum fækkaði um 31.

Í desember síðastliðnum var 251 leikskóli starfandi og hafði fækkað um fjóra frá árinu áður. Sveitarfélögin ráku 217 leikskóla en 34 leikskólar voru reknir af öðrum aðilum. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×