Erlent

Persónuupplýsingum 800 þúsund klámsíðunotenda lekið

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Upplýsingarnar notendanna eru afar viðkvæmar.
Upplýsingarnar notendanna eru afar viðkvæmar. NordicPhotos/Getty
Klámsíðan sem um ræðir heitir Brazzers en notendur geta innskráð sig á síðuna og gerst þannig áskrifendur af ýmiss konar klámtengdu efni.

Í frétt BBC kemur fram að tölvuþrjótar hafi stolið upplýsingum tæplega 800 þúsund notenda af spjallborði í tengslum við síðuna.

Persónuupplýsingarnar sem stolið var eru notendanöfn, lykilorð og netföng áskrifendanna. Þeim var stolið árið 2013 en hulunni var ekki svipt af upplýsingunum fyrr en nú.

Ljóst er að lekinn kemur til með að hafa skaðleg áhrif á marga notendur spjallborðsins. Spjallborðið er vettvangur fyrir mjög persónulegar samræður fólks um kynferðislegar fantasíur, langanir og þrár.

Stuldurinn var gerður í gegnum hugbúnaðinn vBulletin sem hélt úti spjallborðinu en samkvæmt heimildarmanni BBC er algengt að eigendur spjallborða vanræki að halda þeim öruggum með viðeigandi ráðstöfunum.

Forsvarsmenn Brazzers segja að þeir hafi gripið til aðgerða til þess að vernda fórnarlömb lekans og felast þær meðal annars í því að koma í veg fyrir að aðrir geti notað upplýsingarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×