Enski boltinn

Martial kom Manchester United upp í fimmta sætið | Sjáið sigurmarkið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Martial fagnar marki sínu.
Anthony Martial fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Franski framherjinn Anthony Martial var hetja Manchester United í kvöld þegar liðið komst upp í fimmta sætið eftir 1-0 sigur á Everton á Old Trafford.

Manchester United er einu stigi á eftir nágrönnum sínum í Manchester City í baráttunni um fjórða og síðasta sætið í Meistaradeildinni.

Anthony Martial skoraði eina markið á 54. mínútu en þetta var áttunda deildarmark Frakkans á tímabilinu.

Þetta var svokallaður vinnusigur hjá liði Manchester United en mikilvægur var hann í baráttunni um Meistaradeildarsæti.  Liðið gerði nóg til að landa þremur stigum og geta þakkað markheppni Frakkans fyrir það að þau komu öll í hús.

Timothy Fosu-Mensah kom inná sem varamaður í hálfleik og átta mínútum síðar var hann búinn að leggja upp mark fyrir Martial. Martial skoraði þá af stuttu færi úr markteignum eftir skot-sendingu frá Fosu-Mensah.

Þetta var annar 1-0 sigur Manchester United í röð í ensku úrvalsdeildinni og sá þriðji í síðustu fjórum leikjum. Liðið vann einnig 1-0 sigra á Watford og Manchester City.

Anthony Martial skorar sigurmark Manchester United



Fleiri fréttir

Sjá meira


×