Enski boltinn

Ranieri fékk ítalska pylsu á blaðamannafundi

Claudio Ranieri hefur svo sannarlega slegið í gegn í vetur og er gríðarlega vinsæll hjá fólki í Leicester.
Claudio Ranieri hefur svo sannarlega slegið í gegn í vetur og er gríðarlega vinsæll hjá fólki í Leicester. vísir/getty
Á blaðamannafundi hjá Leicester nýlega kom það til tals að slátrari í bænum væri að selja ítalska pylsu sem hann kallaði Ranieri, í höfuðið á ítalska þjálfara Leicester-liðsins.

Þegar Ranieri heyrði af þessu sagði hann við Ian Stringer, blaðamann BBC, að hann skildi koma með pítsuna og skoraði á blaðamanninn að koma með pylsuna.

Á blaðamannafundi í aðdraganda leiks Leicester og Southampton, sem fram fer í dag, mætti Stringer ásamt slátrara frá W. Archer & Son með disk fullan af Ranieri pylsum. Við mikla kátínu ítalska þjálfarans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×