Vinnur með litaðan vefnað í snjóhvítu landslagi Magnús Guðmundsson skrifar 6. janúar 2016 11:00 Í dag kl. 17 verður opnaður fyrsti viðburður listárs Skaftfells á nýju ári þegar hollenski gestalistamaðurinn Lola Bezemer sýnir nýtt verk í Bókabúðinni – verkefnarými. Lola Bezemer er fædd 1988 í Nijmegen í Hollandi en hún útskrifaðist úr myndlistardeild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam árið 2013. Á meðan á námi hennar stóð stundaði hún nám sem skiptinemi eina önn í Listaháskóla Íslands. Hún hefur sýnt í Þýskalandi, Íslandi, Hollandi, Rúmeníu, Svíþjóð og Sviss. Nýlega hlaut hún styrk fyrir unga upprennandi listamenn úr Mondrian-sjóðnum. Í verkum sínum einbeitir Lola Bezemer sér að upplifuninni á litum og ljósi í rýmum innanhúss. Við komu sína til Íslands tók hún með sér ógrynni af lituðum vefnaði í þeim tilgangi að vinna með hann í snjóhvítu landslaginu. Líkt og þegar maður varpar á hvítan vegg eða málar á hvítan striga er sömuleiðis hægt að nota hvítt landslagið í sama tilgangi. Í Bókabúðinni verður sýnt myndbandsverk sem tekið var utandyra og verður það fléttað saman við ljósainnsetningu inni í rýminu. Bæði verkin samanstanda af lituðu fallhlífarefni og draga fram ólíka eiginleika efnisins. Innsetningin sýnir hvernig efnið geislar í ljósinu og virðist stöðugt en í myndbandinu endurspeglar efnið ljósið og hreyfist kröftuglega. Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Í dag kl. 17 verður opnaður fyrsti viðburður listárs Skaftfells á nýju ári þegar hollenski gestalistamaðurinn Lola Bezemer sýnir nýtt verk í Bókabúðinni – verkefnarými. Lola Bezemer er fædd 1988 í Nijmegen í Hollandi en hún útskrifaðist úr myndlistardeild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam árið 2013. Á meðan á námi hennar stóð stundaði hún nám sem skiptinemi eina önn í Listaháskóla Íslands. Hún hefur sýnt í Þýskalandi, Íslandi, Hollandi, Rúmeníu, Svíþjóð og Sviss. Nýlega hlaut hún styrk fyrir unga upprennandi listamenn úr Mondrian-sjóðnum. Í verkum sínum einbeitir Lola Bezemer sér að upplifuninni á litum og ljósi í rýmum innanhúss. Við komu sína til Íslands tók hún með sér ógrynni af lituðum vefnaði í þeim tilgangi að vinna með hann í snjóhvítu landslaginu. Líkt og þegar maður varpar á hvítan vegg eða málar á hvítan striga er sömuleiðis hægt að nota hvítt landslagið í sama tilgangi. Í Bókabúðinni verður sýnt myndbandsverk sem tekið var utandyra og verður það fléttað saman við ljósainnsetningu inni í rýminu. Bæði verkin samanstanda af lituðu fallhlífarefni og draga fram ólíka eiginleika efnisins. Innsetningin sýnir hvernig efnið geislar í ljósinu og virðist stöðugt en í myndbandinu endurspeglar efnið ljósið og hreyfist kröftuglega.
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira