

Líkur eru á að færa þurfi starfsemi BUGL í annað húsnæði vegna gruns um myglusvepp. Sveppur fannst í eldri byggingu deildarinnar í sumar, og nú í þeirri nýju.
Fimmtán til tuttugu prósent barna á Íslandi glíma við geðrænan vanda og tíu prósent íslenskra barna eru á einhverskonar geðlyfjum. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að þjónustu og úrræði vanti fyrir þennan hóp, og að það enduspeglist í alvarlegri vandamálum síðar meir. Taka þurfi á vandanum.
„Svona lokum hefur mjög neikvæð áhrif á meðferðardvöl barna,“ segir forstjóri Barnaverndarstofu.
„Hér á landi er skortur á geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga,“ segir Ellen Sif Sævarsdóttir, klínískur barna- og unglingasálfræðingur sem gerði lokaverkefni sitt í sálfræði við Háskóla Íslands í samstarfi við Dr. Bertrand Lauth barnageðlækni um börn sem hafa fengið þjónustu hjá bráðateymi BUGL.