15-20 prósent íslenskra barna glíma við geðrænan vanda Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. október 2015 18:45 Fimmtán til tuttugu prósent barna á Íslandi glíma við geðrænan vanda og tíu prósent íslenskra barna eru á einhverskonar geðlyfjum. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að þjónustu og úrræði vanti fyrir þennan hóp, og að það enduspeglist í alvarlegri vandamálum síðar meir. Taka þurfi á vandanum. Undanfarna daga hefur orðið mikil vitundarvakning í málefnum geðfatlaðra á Íslandi. Geðhjálp stóð fyrir átakinu Útmeða til að vekja athygli á sjálfsvígum ungra karlamanna, og í kjölfarið skapaðist mikil umræða á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #égerekkitabú. Margir vilja takast á við vandann en Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir geðheilbrigðiskerfið ekki geta tekið við nema þeim allra veikustu.Fæstir foreldrar hafa efni á því „Og þá horfum við til barnanna, þau eru vanrækt. 15-20 prósent íslenskra barna eiga við geðræna erfiðleika að stríða. Það er mjög erfitt aðgengi í gegnum skólana og í gegnum heilsugæsluna líka, sem ættu auðvitað að vera þeir staðir sem foreldrar gætu leitað til. Þannig að margir foreldrar standa frammi fyrir því að þurfa að borga 13-15 þúsund krónur fyrir að senda barnið sitt til sálfræðings. Það segir sig sjálft að fæstir foreldrar hafa efni á því,“ segir Anna Gunnhildur. Árangursríkast sé að hjálpa börnunum strax. Það er aftur á móti ekki hægt eins og staðan er í dag þar sem aðgengi að sálfræðingum í gegnum skóla og heilsugæslu sé lélegt. „Þetta auðvitað eykur hættuna á því að það sé verið að ávísa lyfjum á börn. Þannig er verið að reyna að hamla gegn áhrifum en ekki rót vandans. Við sjáum það að 10 prósent barna á Íslandi eru á geðlyfjum og það er mjög slæmt,“ segir Anna Gunnhildur.Dýrt fyrir samfélagið Bráðavandinn aukist þannig hratt. 120 börn eru á biðlista til að komast inn á BUGL, þar sem meðalbið er 9 mánuðir. Afleiðingar biðarinnar eru margvíslegar, til að mynda er brottfall barna úr framhaldsskólum í 12 prósent tilvika tengt geðrænum vanda. „Það þarf að ráða sálfræðinga til skólanna svo það sé gott aðgengi á aðstoð í gegnum skóla. Ég held að sá peningur sem við leggjum í það, að hann margfaldist, af því að þessi flókna annars og þriðja stigs þjónusta er mjög dýr fyrir samfélagið. Fyrir utan hvað það er mikill mannlegur harmleikur.“ Tengdar fréttir Ekkert tabú að vera geðsjúklingur Geðsjúkdómar eru engin tabú. Þetta eru skilaboðin í nýrri samfélagsmiðlabyltingu sem fór af stað í dag. 7. október 2015 19:00 „Ég skammast mín oft fyrir að líða illa því ég gæti haft það verr “ Íslendingar opna sig með það að markmiði að auka vitundarvakningu í sambandi við geðsjúkdóma og uppræta öll þau tabú sem snúa að slíkum sjúkdómum. 7. október 2015 09:52 Gott að fá nafntogaða til að opna sig varðandi geðsjúkdóma Enn ein byltingin á netinu lítur dagsins ljós og veggfóðrar bæði Twitter og Facebook undir myllumerkinu #égerekkitabú. Erla Björnsdóttir sálfræðingur segir veigamikið að þjóðþekktir einstaklingar stígi fram og opni sig, þar sem þeir gegni oft á tíðum hlutverki fyrirmyndar. 8. október 2015 11:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Fimmtán til tuttugu prósent barna á Íslandi glíma við geðrænan vanda og tíu prósent íslenskra barna eru á einhverskonar geðlyfjum. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að þjónustu og úrræði vanti fyrir þennan hóp, og að það enduspeglist í alvarlegri vandamálum síðar meir. Taka þurfi á vandanum. Undanfarna daga hefur orðið mikil vitundarvakning í málefnum geðfatlaðra á Íslandi. Geðhjálp stóð fyrir átakinu Útmeða til að vekja athygli á sjálfsvígum ungra karlamanna, og í kjölfarið skapaðist mikil umræða á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #égerekkitabú. Margir vilja takast á við vandann en Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir geðheilbrigðiskerfið ekki geta tekið við nema þeim allra veikustu.Fæstir foreldrar hafa efni á því „Og þá horfum við til barnanna, þau eru vanrækt. 15-20 prósent íslenskra barna eiga við geðræna erfiðleika að stríða. Það er mjög erfitt aðgengi í gegnum skólana og í gegnum heilsugæsluna líka, sem ættu auðvitað að vera þeir staðir sem foreldrar gætu leitað til. Þannig að margir foreldrar standa frammi fyrir því að þurfa að borga 13-15 þúsund krónur fyrir að senda barnið sitt til sálfræðings. Það segir sig sjálft að fæstir foreldrar hafa efni á því,“ segir Anna Gunnhildur. Árangursríkast sé að hjálpa börnunum strax. Það er aftur á móti ekki hægt eins og staðan er í dag þar sem aðgengi að sálfræðingum í gegnum skóla og heilsugæslu sé lélegt. „Þetta auðvitað eykur hættuna á því að það sé verið að ávísa lyfjum á börn. Þannig er verið að reyna að hamla gegn áhrifum en ekki rót vandans. Við sjáum það að 10 prósent barna á Íslandi eru á geðlyfjum og það er mjög slæmt,“ segir Anna Gunnhildur.Dýrt fyrir samfélagið Bráðavandinn aukist þannig hratt. 120 börn eru á biðlista til að komast inn á BUGL, þar sem meðalbið er 9 mánuðir. Afleiðingar biðarinnar eru margvíslegar, til að mynda er brottfall barna úr framhaldsskólum í 12 prósent tilvika tengt geðrænum vanda. „Það þarf að ráða sálfræðinga til skólanna svo það sé gott aðgengi á aðstoð í gegnum skóla. Ég held að sá peningur sem við leggjum í það, að hann margfaldist, af því að þessi flókna annars og þriðja stigs þjónusta er mjög dýr fyrir samfélagið. Fyrir utan hvað það er mikill mannlegur harmleikur.“
Tengdar fréttir Ekkert tabú að vera geðsjúklingur Geðsjúkdómar eru engin tabú. Þetta eru skilaboðin í nýrri samfélagsmiðlabyltingu sem fór af stað í dag. 7. október 2015 19:00 „Ég skammast mín oft fyrir að líða illa því ég gæti haft það verr “ Íslendingar opna sig með það að markmiði að auka vitundarvakningu í sambandi við geðsjúkdóma og uppræta öll þau tabú sem snúa að slíkum sjúkdómum. 7. október 2015 09:52 Gott að fá nafntogaða til að opna sig varðandi geðsjúkdóma Enn ein byltingin á netinu lítur dagsins ljós og veggfóðrar bæði Twitter og Facebook undir myllumerkinu #égerekkitabú. Erla Björnsdóttir sálfræðingur segir veigamikið að þjóðþekktir einstaklingar stígi fram og opni sig, þar sem þeir gegni oft á tíðum hlutverki fyrirmyndar. 8. október 2015 11:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Ekkert tabú að vera geðsjúklingur Geðsjúkdómar eru engin tabú. Þetta eru skilaboðin í nýrri samfélagsmiðlabyltingu sem fór af stað í dag. 7. október 2015 19:00
„Ég skammast mín oft fyrir að líða illa því ég gæti haft það verr “ Íslendingar opna sig með það að markmiði að auka vitundarvakningu í sambandi við geðsjúkdóma og uppræta öll þau tabú sem snúa að slíkum sjúkdómum. 7. október 2015 09:52
Gott að fá nafntogaða til að opna sig varðandi geðsjúkdóma Enn ein byltingin á netinu lítur dagsins ljós og veggfóðrar bæði Twitter og Facebook undir myllumerkinu #égerekkitabú. Erla Björnsdóttir sálfræðingur segir veigamikið að þjóðþekktir einstaklingar stígi fram og opni sig, þar sem þeir gegni oft á tíðum hlutverki fyrirmyndar. 8. október 2015 11:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent