Innlent

Þorsteinn: Strandaði fyrst og fremst á sjávarútvegsmálum

Birgir Olgeirsson skrifar
Þorsteinn Víglundsson er nýkjörinn þingmaður Viðreisnar
Þorsteinn Víglundsson er nýkjörinn þingmaður Viðreisnar Vísir/Eyþór
„Ég held að það hafi skipt sköpum í þessu, sú kerfisbreyting sem við lögðum upp með í sjávarútvegi, hafi verið eitthvað sem þau treystu sér ekki til að leggja upp með,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, um ástæðu þess að það slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar.

Hann segir að fyrst og fremst hafi slitnað upp úr sjávarútvegsmálum. Viðreisn hefur lagt upp með að farin verði uppboðsleið og Björt framtíð hefur talað á þeim nótum. Sjálfstæðisflokkurinn vill hins vegar óbreytt kerfi og umræðurnar strönduðu því þar

Þorsteinn segir að ekki hafi reynt til fullnustu á orðalag um Evrópumálin, umræðurnar komust ekki á það stig vegna umræðu um breytingar í sjávarútvegi.

„Mér þætti líklegt að ef menn hefðu náð saman þar hefði mögulega verið hægt að leysa úr hinu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×