Þetta er maðurinn sem ætlar að rota Gunnar Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. maí 2016 14:30 Vísir/Getty Risabardagi Gunnars er á morgun! Gunnar Nelson mætir Albert Tumenov annað kvöld á UFC bardagakvöldinu í Rotterdam. Hér förum við ítarlega yfir styrkleika og veikleika Tumenov og leið hans til sigurs. Albert Tumenov byrjaði ungur að árum í boxi. Pabbi hans hefur þjálfað hann í boxinu frá því Albert var fimm ára gamall og er pabbi hans enn meðal þjálfara hans í dag. Tumenov æfir að mestu heima fyrir í Kabardino-Balkaria sem er sjálfsstjórnunarlýðveldi í Norður-Kákasus svæðinu í Rússlandi. Hann hefur einnig æft í K-Dojo bardagaklúbbnum í New Jersey en fyrir þennan bardaga hefur hann aðeins æft heima fyrir við skemmtilegar aðstæður. Tumenov er með 18 sigra og tvö töp á ferlinum. Hann hefur unnið 13 af síðustu 14 bardögum sínum og unnið fimm bardaga í röð. Hans eina tap í UFC kom gegn Ildemar Alcantara í frumraun sinni í UFC. Tumenov er með hraðar og þungar hendur og á auðvelt með að setja saman góðar fléttur. Hann er stundum kallaður Mr. Left Hook enda er hann með afar sterkan vinstri krók – hvort sem það er í höfuð eða í skrokkinn. Tumenov er þó bestur standandi þegar hann blandar saman spörkunum með hættulegu höndunum sínum. Tumenov hefur sigrað þrjá bardaga eftir háspörk og er þá vinstra hásparkið hans sérstaklega hættulegt. Tumenov er með góða og markvissa pressu og vinnur vel með stunguna. Þegar hann króar andstæðinginn af við búrið raðar hann inn höggunum og blandar höggum í skrokk og höfuð vel saman. Þar er hann hættulegastur. Tumenov er með góð spörk en er sjálfur með ekkert sérstaka vörn gegn spörkum. Hann reynir alltaf að grípa spörk mótherjanna og svara með t.d. beinni hægri en hingað til hefur lítið komið úr því í UFC. Tumenov er því oft að éta sköflung beint í skrokkinn. Það má þó ekki vanmeta þennan þátt hans og eitthvað sem Gunnar verður að passa sig á ef hann ætlar að nota spörkin. Gegn Lorenz Larkin sáum við Tumenov fá fullt af spörkum í lærin sem ollu honum miklum vandræðum. Gunnar er þó ekki þekktur fyrir lágspörk (spörk í lærin). Eins og áður segir kom hans eina tap í UFC gegn Ildemar Alcantara eftir klofna dómaraákvörðun. Sá brasilíski náði Tumenov nokkrum sinnum í gólfið þar sem hann hafði yfirburði. Tvisvar náði Alcantara að fara undir beina hægri Tumenov og ná þannig fellunni. Þessar fellur voru frábærlega vel tímasettur og við vitum að Gunnar er einnig með góðar tímasetningar í fellunum sínum. Þá verður að hafa í huga að Tumenov gaf á sér bakið nokkrum sinnum í bardaganum gegn Alcantara. Ef hann gerir það gegn Gunnari verður hann í vondum málum. Þegar Gunnar nær bakinu hefur hann alltaf klárað bardagann. Nokkrir hlutir til að hafa í huga fyrir bardagann-Aldrei kláraður: Tumenov hefur aldrei verið kláraður – hvorki með uppgjafartaki né rothöggi-83% felluvörn: Tumenov var tekinn fjórum sinnum niður í fyrsta bardaga sínum í UFC sem hann tapaði. Síðan þá hefur hann aldrei verið tekinn niður.-Rotari: Tumenov hefur klárað 12 bardaga með rothöggi.-Sparkar hátt: Tumenov rotaði Matt Dwyer með hásparki en Dwyer er 13 cm hærri en hann.Leið til sigurs: Tumenov þarf að pressa Gunnar og komast í box fjarlægð við Gunnar. Tumenov vill geta snert Gunnar með hnefunum og til þess þarf hann að króa Gunnar af við búrið. Þar hefur Gunnar minna pláss til að hreyfa sig og þar gæti Tumenov raðað inn höggunum hvort sem það er í skrokk eða í höfuð. Það gæti líka verið gott fyrir Tumenov að sparka í fætur Gunnars til að draga úr sprengikraftinum í löppunum og minnka þannig hreyfanleika Gunnars. Nánar má lesa um Gunnar og hans styrkleika og veikleika á vef MMA Frétta hér. MMA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Risabardagi Gunnars er á morgun! Gunnar Nelson mætir Albert Tumenov annað kvöld á UFC bardagakvöldinu í Rotterdam. Hér förum við ítarlega yfir styrkleika og veikleika Tumenov og leið hans til sigurs. Albert Tumenov byrjaði ungur að árum í boxi. Pabbi hans hefur þjálfað hann í boxinu frá því Albert var fimm ára gamall og er pabbi hans enn meðal þjálfara hans í dag. Tumenov æfir að mestu heima fyrir í Kabardino-Balkaria sem er sjálfsstjórnunarlýðveldi í Norður-Kákasus svæðinu í Rússlandi. Hann hefur einnig æft í K-Dojo bardagaklúbbnum í New Jersey en fyrir þennan bardaga hefur hann aðeins æft heima fyrir við skemmtilegar aðstæður. Tumenov er með 18 sigra og tvö töp á ferlinum. Hann hefur unnið 13 af síðustu 14 bardögum sínum og unnið fimm bardaga í röð. Hans eina tap í UFC kom gegn Ildemar Alcantara í frumraun sinni í UFC. Tumenov er með hraðar og þungar hendur og á auðvelt með að setja saman góðar fléttur. Hann er stundum kallaður Mr. Left Hook enda er hann með afar sterkan vinstri krók – hvort sem það er í höfuð eða í skrokkinn. Tumenov er þó bestur standandi þegar hann blandar saman spörkunum með hættulegu höndunum sínum. Tumenov hefur sigrað þrjá bardaga eftir háspörk og er þá vinstra hásparkið hans sérstaklega hættulegt. Tumenov er með góða og markvissa pressu og vinnur vel með stunguna. Þegar hann króar andstæðinginn af við búrið raðar hann inn höggunum og blandar höggum í skrokk og höfuð vel saman. Þar er hann hættulegastur. Tumenov er með góð spörk en er sjálfur með ekkert sérstaka vörn gegn spörkum. Hann reynir alltaf að grípa spörk mótherjanna og svara með t.d. beinni hægri en hingað til hefur lítið komið úr því í UFC. Tumenov er því oft að éta sköflung beint í skrokkinn. Það má þó ekki vanmeta þennan þátt hans og eitthvað sem Gunnar verður að passa sig á ef hann ætlar að nota spörkin. Gegn Lorenz Larkin sáum við Tumenov fá fullt af spörkum í lærin sem ollu honum miklum vandræðum. Gunnar er þó ekki þekktur fyrir lágspörk (spörk í lærin). Eins og áður segir kom hans eina tap í UFC gegn Ildemar Alcantara eftir klofna dómaraákvörðun. Sá brasilíski náði Tumenov nokkrum sinnum í gólfið þar sem hann hafði yfirburði. Tvisvar náði Alcantara að fara undir beina hægri Tumenov og ná þannig fellunni. Þessar fellur voru frábærlega vel tímasettur og við vitum að Gunnar er einnig með góðar tímasetningar í fellunum sínum. Þá verður að hafa í huga að Tumenov gaf á sér bakið nokkrum sinnum í bardaganum gegn Alcantara. Ef hann gerir það gegn Gunnari verður hann í vondum málum. Þegar Gunnar nær bakinu hefur hann alltaf klárað bardagann. Nokkrir hlutir til að hafa í huga fyrir bardagann-Aldrei kláraður: Tumenov hefur aldrei verið kláraður – hvorki með uppgjafartaki né rothöggi-83% felluvörn: Tumenov var tekinn fjórum sinnum niður í fyrsta bardaga sínum í UFC sem hann tapaði. Síðan þá hefur hann aldrei verið tekinn niður.-Rotari: Tumenov hefur klárað 12 bardaga með rothöggi.-Sparkar hátt: Tumenov rotaði Matt Dwyer með hásparki en Dwyer er 13 cm hærri en hann.Leið til sigurs: Tumenov þarf að pressa Gunnar og komast í box fjarlægð við Gunnar. Tumenov vill geta snert Gunnar með hnefunum og til þess þarf hann að króa Gunnar af við búrið. Þar hefur Gunnar minna pláss til að hreyfa sig og þar gæti Tumenov raðað inn höggunum hvort sem það er í skrokk eða í höfuð. Það gæti líka verið gott fyrir Tumenov að sparka í fætur Gunnars til að draga úr sprengikraftinum í löppunum og minnka þannig hreyfanleika Gunnars. Nánar má lesa um Gunnar og hans styrkleika og veikleika á vef MMA Frétta hér.
MMA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira