Þetta er maðurinn sem ætlar að rota Gunnar Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. maí 2016 14:30 Vísir/Getty Risabardagi Gunnars er á morgun! Gunnar Nelson mætir Albert Tumenov annað kvöld á UFC bardagakvöldinu í Rotterdam. Hér förum við ítarlega yfir styrkleika og veikleika Tumenov og leið hans til sigurs. Albert Tumenov byrjaði ungur að árum í boxi. Pabbi hans hefur þjálfað hann í boxinu frá því Albert var fimm ára gamall og er pabbi hans enn meðal þjálfara hans í dag. Tumenov æfir að mestu heima fyrir í Kabardino-Balkaria sem er sjálfsstjórnunarlýðveldi í Norður-Kákasus svæðinu í Rússlandi. Hann hefur einnig æft í K-Dojo bardagaklúbbnum í New Jersey en fyrir þennan bardaga hefur hann aðeins æft heima fyrir við skemmtilegar aðstæður. Tumenov er með 18 sigra og tvö töp á ferlinum. Hann hefur unnið 13 af síðustu 14 bardögum sínum og unnið fimm bardaga í röð. Hans eina tap í UFC kom gegn Ildemar Alcantara í frumraun sinni í UFC. Tumenov er með hraðar og þungar hendur og á auðvelt með að setja saman góðar fléttur. Hann er stundum kallaður Mr. Left Hook enda er hann með afar sterkan vinstri krók – hvort sem það er í höfuð eða í skrokkinn. Tumenov er þó bestur standandi þegar hann blandar saman spörkunum með hættulegu höndunum sínum. Tumenov hefur sigrað þrjá bardaga eftir háspörk og er þá vinstra hásparkið hans sérstaklega hættulegt. Tumenov er með góða og markvissa pressu og vinnur vel með stunguna. Þegar hann króar andstæðinginn af við búrið raðar hann inn höggunum og blandar höggum í skrokk og höfuð vel saman. Þar er hann hættulegastur. Tumenov er með góð spörk en er sjálfur með ekkert sérstaka vörn gegn spörkum. Hann reynir alltaf að grípa spörk mótherjanna og svara með t.d. beinni hægri en hingað til hefur lítið komið úr því í UFC. Tumenov er því oft að éta sköflung beint í skrokkinn. Það má þó ekki vanmeta þennan þátt hans og eitthvað sem Gunnar verður að passa sig á ef hann ætlar að nota spörkin. Gegn Lorenz Larkin sáum við Tumenov fá fullt af spörkum í lærin sem ollu honum miklum vandræðum. Gunnar er þó ekki þekktur fyrir lágspörk (spörk í lærin). Eins og áður segir kom hans eina tap í UFC gegn Ildemar Alcantara eftir klofna dómaraákvörðun. Sá brasilíski náði Tumenov nokkrum sinnum í gólfið þar sem hann hafði yfirburði. Tvisvar náði Alcantara að fara undir beina hægri Tumenov og ná þannig fellunni. Þessar fellur voru frábærlega vel tímasettur og við vitum að Gunnar er einnig með góðar tímasetningar í fellunum sínum. Þá verður að hafa í huga að Tumenov gaf á sér bakið nokkrum sinnum í bardaganum gegn Alcantara. Ef hann gerir það gegn Gunnari verður hann í vondum málum. Þegar Gunnar nær bakinu hefur hann alltaf klárað bardagann. Nokkrir hlutir til að hafa í huga fyrir bardagann-Aldrei kláraður: Tumenov hefur aldrei verið kláraður – hvorki með uppgjafartaki né rothöggi-83% felluvörn: Tumenov var tekinn fjórum sinnum niður í fyrsta bardaga sínum í UFC sem hann tapaði. Síðan þá hefur hann aldrei verið tekinn niður.-Rotari: Tumenov hefur klárað 12 bardaga með rothöggi.-Sparkar hátt: Tumenov rotaði Matt Dwyer með hásparki en Dwyer er 13 cm hærri en hann.Leið til sigurs: Tumenov þarf að pressa Gunnar og komast í box fjarlægð við Gunnar. Tumenov vill geta snert Gunnar með hnefunum og til þess þarf hann að króa Gunnar af við búrið. Þar hefur Gunnar minna pláss til að hreyfa sig og þar gæti Tumenov raðað inn höggunum hvort sem það er í skrokk eða í höfuð. Það gæti líka verið gott fyrir Tumenov að sparka í fætur Gunnars til að draga úr sprengikraftinum í löppunum og minnka þannig hreyfanleika Gunnars. Nánar má lesa um Gunnar og hans styrkleika og veikleika á vef MMA Frétta hér. MMA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
Risabardagi Gunnars er á morgun! Gunnar Nelson mætir Albert Tumenov annað kvöld á UFC bardagakvöldinu í Rotterdam. Hér förum við ítarlega yfir styrkleika og veikleika Tumenov og leið hans til sigurs. Albert Tumenov byrjaði ungur að árum í boxi. Pabbi hans hefur þjálfað hann í boxinu frá því Albert var fimm ára gamall og er pabbi hans enn meðal þjálfara hans í dag. Tumenov æfir að mestu heima fyrir í Kabardino-Balkaria sem er sjálfsstjórnunarlýðveldi í Norður-Kákasus svæðinu í Rússlandi. Hann hefur einnig æft í K-Dojo bardagaklúbbnum í New Jersey en fyrir þennan bardaga hefur hann aðeins æft heima fyrir við skemmtilegar aðstæður. Tumenov er með 18 sigra og tvö töp á ferlinum. Hann hefur unnið 13 af síðustu 14 bardögum sínum og unnið fimm bardaga í röð. Hans eina tap í UFC kom gegn Ildemar Alcantara í frumraun sinni í UFC. Tumenov er með hraðar og þungar hendur og á auðvelt með að setja saman góðar fléttur. Hann er stundum kallaður Mr. Left Hook enda er hann með afar sterkan vinstri krók – hvort sem það er í höfuð eða í skrokkinn. Tumenov er þó bestur standandi þegar hann blandar saman spörkunum með hættulegu höndunum sínum. Tumenov hefur sigrað þrjá bardaga eftir háspörk og er þá vinstra hásparkið hans sérstaklega hættulegt. Tumenov er með góða og markvissa pressu og vinnur vel með stunguna. Þegar hann króar andstæðinginn af við búrið raðar hann inn höggunum og blandar höggum í skrokk og höfuð vel saman. Þar er hann hættulegastur. Tumenov er með góð spörk en er sjálfur með ekkert sérstaka vörn gegn spörkum. Hann reynir alltaf að grípa spörk mótherjanna og svara með t.d. beinni hægri en hingað til hefur lítið komið úr því í UFC. Tumenov er því oft að éta sköflung beint í skrokkinn. Það má þó ekki vanmeta þennan þátt hans og eitthvað sem Gunnar verður að passa sig á ef hann ætlar að nota spörkin. Gegn Lorenz Larkin sáum við Tumenov fá fullt af spörkum í lærin sem ollu honum miklum vandræðum. Gunnar er þó ekki þekktur fyrir lágspörk (spörk í lærin). Eins og áður segir kom hans eina tap í UFC gegn Ildemar Alcantara eftir klofna dómaraákvörðun. Sá brasilíski náði Tumenov nokkrum sinnum í gólfið þar sem hann hafði yfirburði. Tvisvar náði Alcantara að fara undir beina hægri Tumenov og ná þannig fellunni. Þessar fellur voru frábærlega vel tímasettur og við vitum að Gunnar er einnig með góðar tímasetningar í fellunum sínum. Þá verður að hafa í huga að Tumenov gaf á sér bakið nokkrum sinnum í bardaganum gegn Alcantara. Ef hann gerir það gegn Gunnari verður hann í vondum málum. Þegar Gunnar nær bakinu hefur hann alltaf klárað bardagann. Nokkrir hlutir til að hafa í huga fyrir bardagann-Aldrei kláraður: Tumenov hefur aldrei verið kláraður – hvorki með uppgjafartaki né rothöggi-83% felluvörn: Tumenov var tekinn fjórum sinnum niður í fyrsta bardaga sínum í UFC sem hann tapaði. Síðan þá hefur hann aldrei verið tekinn niður.-Rotari: Tumenov hefur klárað 12 bardaga með rothöggi.-Sparkar hátt: Tumenov rotaði Matt Dwyer með hásparki en Dwyer er 13 cm hærri en hann.Leið til sigurs: Tumenov þarf að pressa Gunnar og komast í box fjarlægð við Gunnar. Tumenov vill geta snert Gunnar með hnefunum og til þess þarf hann að króa Gunnar af við búrið. Þar hefur Gunnar minna pláss til að hreyfa sig og þar gæti Tumenov raðað inn höggunum hvort sem það er í skrokk eða í höfuð. Það gæti líka verið gott fyrir Tumenov að sparka í fætur Gunnars til að draga úr sprengikraftinum í löppunum og minnka þannig hreyfanleika Gunnars. Nánar má lesa um Gunnar og hans styrkleika og veikleika á vef MMA Frétta hér.
MMA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira