Taug strengd yfir hjólastíg í Kópavogi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2016 11:37 Mynd úr safni vísir/anton brink Litlu munaði að illa hefði farið þegar hjólreiðafólk kom að þunnum kaðli sem strengdur hafði verið þvert yfir hjólastíg á Kársnesi í Kópavogi í gær. Strengurinn var í um eins metra hæð og kyrfilega bundinn við staur og girðingu. Steinþóra Þórisdóttir lífeindafræðingur var í hjólatúr með börnum sínum þegar þau komu að tauginni. Hún segist rétt hafa náð að koma í veg fyrir að sonur hennar færi á strenginn. Veður- og birtuskilyrði hafi orðið til þess að hún sá hann. „Ég var á frekar rólegri ferð þannig að ég sá strenginn nokkuð vel. Þetta var þunnur kaðall sem er hluti af kaðlagirðingu sem á að vernda hjólreiðafólk frá því að enda í fjörunni ef það missir jafnvægi,“ segir Steinþóra í samtali við Vísi. „Ef þú ert ekki á mjög hraðri siglingu eða ef það er ekki mjög dimmt þá er kaðallinn áberandi, en annars ekki. Þetta er mjög hættulegt.“ Aðspurð segist Steinþóra telja að taugin hafi verið strengd yfir stíginn í þeim tilgangi að valda slysi. „Það er svona fyrsta hugsun, þrátt fyrir að ég viti auðvitað ekki hver tilgangurinn með þessu var, það er voðalega erfitt að átta sig á því.“ Hún segir að lögreglu hafi verið gert viðvart í gegnum tölvuskeyti. Lögreglan í Kópavogi kannaðist þó ekki við málið þegar eftir því var leitað í morgun, en þau svör fengust að það yrði kannað. Steinþóra birti færslu um málið á Facebook, en færsluna má lesa hér fyrir neðan.STRENGUR ÞVERT YFIR HJÓLASTÍG:Ég var að hjóla með börnunum mínum á Kársnesinu í kvöld kl.19.00 eða um það bil. Þegar við erum á leiðinni heim, hjólum frá undirgöngunum og í áttina út Kársnesið. Fyrir neðan tjaldstæðið tek ég eftir streng sem búið er að strengja þvert yfir hjólastíginn. Sem betur fer var bjart og maðurinn sem var nýbúinn að taka framúr mér sá hann líka. Mér tókst að stöðva son minn, en strengurinn náði honum í háls-hæð.Við vorum í basli með að losa strenginn, það var búið að hnýta hann ansi fast við staurinn. En svo virðist sem kaðlagirðingin við hjólastíginn sem ætlað er að vernda hjólara frá því að lenda í fjörunni hafi verið eyðilögð og núna nýtt í þeim eina tilgangi að slasa næsta hjólara sem ekki sá strenginn.Ég vil með þessu biðja ykkur um að hafa augun hjá ykkur þegar þið hjólið þarna. Ég reyndi að festa kaðalinn aftur við girðingarstaur en það er auðvelt að losa þetta aftur. Tengdar fréttir Sköpuðu mikla hættu með því að strengja nælongirni yfir brú Hjólreiðamaður var hætt kominn á nýrri brú yfir Álftanesveginn. Tveir tólf ára drengir hlupu af vettvangi en náðust skömmu síðar. 24. ágúst 2015 13:00 Engar vísbendingar um hver strengdi vírinn yfir hjólabrúna Lögreglan hefur auglýst eftir vitnum og upplýsingum en það hefur engan árangur borið ennþá. 29. september 2014 14:24 Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Litlu munaði að illa hefði farið þegar hjólreiðafólk kom að þunnum kaðli sem strengdur hafði verið þvert yfir hjólastíg á Kársnesi í Kópavogi í gær. Strengurinn var í um eins metra hæð og kyrfilega bundinn við staur og girðingu. Steinþóra Þórisdóttir lífeindafræðingur var í hjólatúr með börnum sínum þegar þau komu að tauginni. Hún segist rétt hafa náð að koma í veg fyrir að sonur hennar færi á strenginn. Veður- og birtuskilyrði hafi orðið til þess að hún sá hann. „Ég var á frekar rólegri ferð þannig að ég sá strenginn nokkuð vel. Þetta var þunnur kaðall sem er hluti af kaðlagirðingu sem á að vernda hjólreiðafólk frá því að enda í fjörunni ef það missir jafnvægi,“ segir Steinþóra í samtali við Vísi. „Ef þú ert ekki á mjög hraðri siglingu eða ef það er ekki mjög dimmt þá er kaðallinn áberandi, en annars ekki. Þetta er mjög hættulegt.“ Aðspurð segist Steinþóra telja að taugin hafi verið strengd yfir stíginn í þeim tilgangi að valda slysi. „Það er svona fyrsta hugsun, þrátt fyrir að ég viti auðvitað ekki hver tilgangurinn með þessu var, það er voðalega erfitt að átta sig á því.“ Hún segir að lögreglu hafi verið gert viðvart í gegnum tölvuskeyti. Lögreglan í Kópavogi kannaðist þó ekki við málið þegar eftir því var leitað í morgun, en þau svör fengust að það yrði kannað. Steinþóra birti færslu um málið á Facebook, en færsluna má lesa hér fyrir neðan.STRENGUR ÞVERT YFIR HJÓLASTÍG:Ég var að hjóla með börnunum mínum á Kársnesinu í kvöld kl.19.00 eða um það bil. Þegar við erum á leiðinni heim, hjólum frá undirgöngunum og í áttina út Kársnesið. Fyrir neðan tjaldstæðið tek ég eftir streng sem búið er að strengja þvert yfir hjólastíginn. Sem betur fer var bjart og maðurinn sem var nýbúinn að taka framúr mér sá hann líka. Mér tókst að stöðva son minn, en strengurinn náði honum í háls-hæð.Við vorum í basli með að losa strenginn, það var búið að hnýta hann ansi fast við staurinn. En svo virðist sem kaðlagirðingin við hjólastíginn sem ætlað er að vernda hjólara frá því að lenda í fjörunni hafi verið eyðilögð og núna nýtt í þeim eina tilgangi að slasa næsta hjólara sem ekki sá strenginn.Ég vil með þessu biðja ykkur um að hafa augun hjá ykkur þegar þið hjólið þarna. Ég reyndi að festa kaðalinn aftur við girðingarstaur en það er auðvelt að losa þetta aftur.
Tengdar fréttir Sköpuðu mikla hættu með því að strengja nælongirni yfir brú Hjólreiðamaður var hætt kominn á nýrri brú yfir Álftanesveginn. Tveir tólf ára drengir hlupu af vettvangi en náðust skömmu síðar. 24. ágúst 2015 13:00 Engar vísbendingar um hver strengdi vírinn yfir hjólabrúna Lögreglan hefur auglýst eftir vitnum og upplýsingum en það hefur engan árangur borið ennþá. 29. september 2014 14:24 Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Sköpuðu mikla hættu með því að strengja nælongirni yfir brú Hjólreiðamaður var hætt kominn á nýrri brú yfir Álftanesveginn. Tveir tólf ára drengir hlupu af vettvangi en náðust skömmu síðar. 24. ágúst 2015 13:00
Engar vísbendingar um hver strengdi vírinn yfir hjólabrúna Lögreglan hefur auglýst eftir vitnum og upplýsingum en það hefur engan árangur borið ennþá. 29. september 2014 14:24
Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25