Hæstiréttur staðfestir dóm yfir „ferðasjúka barþjóninum“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 10. mars 2016 17:27 Rúm átta ár eru síðan Fokin hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa svikið tæpa milljón út úr Icelandair. vísir/gva Hæstiréttur staðfesti í dag sex mánaða fangelsisdóm héraðsdóms yfir Konstantin Deniss Fokin, eistneskum ríkisborgara, sem gefið var að sök að hafa svikið út farmiða í flug hjá Icelandair fyrir um 327 þúsund krónur í júlí í fyrra. Fokin var sakfelldur fyrir fjársvik með því að hafa án heimildar notað greiðslukortanúmer annars manns til þess að kaupa flugmiðana. Hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í janúar, en hann áfrýjaði dómnum og krafðist þess að refsing hans yrði milduð. Í dómnum kemur fram að Fokin hafi verið stöðvaður af tollvörðum í Leifsstöð við komu til landsins frá Amsterdam í Hollandi. Í farangri hans hafi fundist fjöldi muna sem ætla megi að ekki séu í eigu hans. Þar á meðal greiðslukort, óútfyllt brottfararspjöld frá mismunandi flugfélögum, merkimiðar ætlaðir áhöfnum mismunandi flugfélaga, óútfylltir úttektarmiðar fyrir hótel og fleira. Þá lagði Icelandair fram kæru á hendur Fokin 28. júlí annars vegar og 8. september hins vegar fyrir að hafa keypt flugmiða með greiðslukorti annars og krafðist bóta úr hendi mannins vegna brotanna. Fokin neitaði sök en dómurinn taldi ljóst að af gögnum málsins hafi brotavilji hans verið einbeittur. Þá var jafnframt litið til þess að hann átti langan sakaferil að baki og í flestum tilvikum var um fjármunabrot að ræða. Fokin hefur áður hlotið dóma hér á landi, í heimalandi sínu og í öðrum Evrópuríkjum. Rúm átta ár eru síðan Fokin, sem nefndur var „ferðasjúki barþjónninn“ í umfjöllun Vísis árið 2007, hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa svikið tæpa milljón út úr Icelandair. Bókaði hann þá flugmiða á netinu með stolnum greiðslukortanúmerum sem hann komst yfir við störf á bar í London. Tengdar fréttir „Ferðasjúki barþjónninn“ í varðhaldi þar til dómur fellur í Hæstarétti Konstantin Deniss Fokin hlaut sex mánaða dóm fyrir fjársvik í síðasta mánuði. 9. febrúar 2016 20:00 „Ferðasjúki barþjónninn“ var ekki spenntur fyrir að koma aftur til Íslands Dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að svíkja fé af Icelandair. 11. janúar 2016 11:47 Ferðasjúkur barþjónn fékk fjögurra mánaða fangelsi Konstantin Deniss Fokin, 26 ára gamall eistneskur barþjónn, sem búsettur er í Bretlandi, var í dag dæmdur í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Dóminn fær hann fyrir að hafa bókað níu miða til Íslands og þaðan áfram til Norðurlandanna á netinu með stolnum greiðslukortanúmerum. Fokin var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku og hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan. Hann játaði brot sín bæði við yfirheyrslu og í dómi. 17. ágúst 2007 15:00 Ferðasjúki barþjónninn áfram í varðhaldi vegna meintra auðgunarbrota Konstantin Deniss Fokin, sem var fyrir helgi dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir fjársvik, var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í öðru máli. 11. janúar 2016 18:45 Fingralangur fjársvikari og barþjónn í gæsluvarðhaldi fram á nýtt ár „Ferðasjúki barþjónninn“ Konstantin Deniss Fokin sneri aftur til Íslands í sumar og virðist hafa tekið upp fyrri iðju. 15. desember 2015 14:46 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag sex mánaða fangelsisdóm héraðsdóms yfir Konstantin Deniss Fokin, eistneskum ríkisborgara, sem gefið var að sök að hafa svikið út farmiða í flug hjá Icelandair fyrir um 327 þúsund krónur í júlí í fyrra. Fokin var sakfelldur fyrir fjársvik með því að hafa án heimildar notað greiðslukortanúmer annars manns til þess að kaupa flugmiðana. Hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í janúar, en hann áfrýjaði dómnum og krafðist þess að refsing hans yrði milduð. Í dómnum kemur fram að Fokin hafi verið stöðvaður af tollvörðum í Leifsstöð við komu til landsins frá Amsterdam í Hollandi. Í farangri hans hafi fundist fjöldi muna sem ætla megi að ekki séu í eigu hans. Þar á meðal greiðslukort, óútfyllt brottfararspjöld frá mismunandi flugfélögum, merkimiðar ætlaðir áhöfnum mismunandi flugfélaga, óútfylltir úttektarmiðar fyrir hótel og fleira. Þá lagði Icelandair fram kæru á hendur Fokin 28. júlí annars vegar og 8. september hins vegar fyrir að hafa keypt flugmiða með greiðslukorti annars og krafðist bóta úr hendi mannins vegna brotanna. Fokin neitaði sök en dómurinn taldi ljóst að af gögnum málsins hafi brotavilji hans verið einbeittur. Þá var jafnframt litið til þess að hann átti langan sakaferil að baki og í flestum tilvikum var um fjármunabrot að ræða. Fokin hefur áður hlotið dóma hér á landi, í heimalandi sínu og í öðrum Evrópuríkjum. Rúm átta ár eru síðan Fokin, sem nefndur var „ferðasjúki barþjónninn“ í umfjöllun Vísis árið 2007, hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa svikið tæpa milljón út úr Icelandair. Bókaði hann þá flugmiða á netinu með stolnum greiðslukortanúmerum sem hann komst yfir við störf á bar í London.
Tengdar fréttir „Ferðasjúki barþjónninn“ í varðhaldi þar til dómur fellur í Hæstarétti Konstantin Deniss Fokin hlaut sex mánaða dóm fyrir fjársvik í síðasta mánuði. 9. febrúar 2016 20:00 „Ferðasjúki barþjónninn“ var ekki spenntur fyrir að koma aftur til Íslands Dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að svíkja fé af Icelandair. 11. janúar 2016 11:47 Ferðasjúkur barþjónn fékk fjögurra mánaða fangelsi Konstantin Deniss Fokin, 26 ára gamall eistneskur barþjónn, sem búsettur er í Bretlandi, var í dag dæmdur í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Dóminn fær hann fyrir að hafa bókað níu miða til Íslands og þaðan áfram til Norðurlandanna á netinu með stolnum greiðslukortanúmerum. Fokin var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku og hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan. Hann játaði brot sín bæði við yfirheyrslu og í dómi. 17. ágúst 2007 15:00 Ferðasjúki barþjónninn áfram í varðhaldi vegna meintra auðgunarbrota Konstantin Deniss Fokin, sem var fyrir helgi dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir fjársvik, var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í öðru máli. 11. janúar 2016 18:45 Fingralangur fjársvikari og barþjónn í gæsluvarðhaldi fram á nýtt ár „Ferðasjúki barþjónninn“ Konstantin Deniss Fokin sneri aftur til Íslands í sumar og virðist hafa tekið upp fyrri iðju. 15. desember 2015 14:46 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
„Ferðasjúki barþjónninn“ í varðhaldi þar til dómur fellur í Hæstarétti Konstantin Deniss Fokin hlaut sex mánaða dóm fyrir fjársvik í síðasta mánuði. 9. febrúar 2016 20:00
„Ferðasjúki barþjónninn“ var ekki spenntur fyrir að koma aftur til Íslands Dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að svíkja fé af Icelandair. 11. janúar 2016 11:47
Ferðasjúkur barþjónn fékk fjögurra mánaða fangelsi Konstantin Deniss Fokin, 26 ára gamall eistneskur barþjónn, sem búsettur er í Bretlandi, var í dag dæmdur í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Dóminn fær hann fyrir að hafa bókað níu miða til Íslands og þaðan áfram til Norðurlandanna á netinu með stolnum greiðslukortanúmerum. Fokin var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku og hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan. Hann játaði brot sín bæði við yfirheyrslu og í dómi. 17. ágúst 2007 15:00
Ferðasjúki barþjónninn áfram í varðhaldi vegna meintra auðgunarbrota Konstantin Deniss Fokin, sem var fyrir helgi dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir fjársvik, var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í öðru máli. 11. janúar 2016 18:45
Fingralangur fjársvikari og barþjónn í gæsluvarðhaldi fram á nýtt ár „Ferðasjúki barþjónninn“ Konstantin Deniss Fokin sneri aftur til Íslands í sumar og virðist hafa tekið upp fyrri iðju. 15. desember 2015 14:46