Enski boltinn

Newcastle ræddi við Benitez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Samkvæmt heimildum fréttavefs Sky Sports hafa forráðamenn Newcastle rætt við Rafa Benitez um að taka að sér starf knattspyrnustjóra félagsins.

Steve McClaren, núverandi stjóri, er sagður afar valtur í sessi og hefur verið fullyrt að hann verði látinn fara í vikunni.

Benitez var síðast stjóri Real Madrid en hann fór frá félaginu í janúar. Hann hefur áður þjálfað Liverpool, Chelsea, Napoli og Valencia.

Sjá einnig: Fullyrt að McClaren verði rekinn

Hans verkefni yrði að bjarga Newcastle frá falli en liðið situr í fallsæti eftir 3-1 tap fyrir Bournemouth um helgina. McClaren mun ekki sitja fyrir svörum blaðamanna á morgun eins og venja er fyrir leiki helgarinnar í enska boltanum en Newcastle á næst leik gegn toppliði Leicester á mánudagskvöldið.

David Moyes hefur einnig verið orðaður við stjórastöðuna hjá Newcastle en ljóst er að forráðamenn félagsins þurfa að bregðast skjótt við enda á liðið aðeins tíu leiki eftir af tímabilinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×