Enginn samningur verið gerður um makaskipti sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. janúar 2016 20:21 Hafnartorg. Vísir/Valli Enginn samningur hefur verið gerður um makaskipti á stjórnarráðsreitnum og svokölluðu Hafnartorgi, að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Forsætisráðuneytið hefur að undanförnu átt í viðræðum við eigendur lóðarinnar við Hafnartorg, Landstólpa þróunarfélag, um að aðilar skiptist á lóðum. „Það er ekki komið neitt mál til þess að samþykkja í ríkisstjórn. Það eina sem hefur gerst í þessu er að fulltrúar ráðuneytisins hafa fallist á boð þessa fyrirtækis um að eiga viðræður um aðkomu að þessu húsnæði á einn eða annan hátt. Þar eru menn opnir fyrir því að skoða ólíkar leiðir og ég ætla ekki að fara að skipa mönnum fyrir úr þessari pontu eða annars staðar frá um það hvaða lending á að nást í því á meðan við vitum ekki hvað raunverulega stendur þarna til boða,“ sagði Sigmundur í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.Lengi verið til skoðunar að finna nýtt húsnæði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði hvort forsætisráðherra hafi verið falið þetta hlutverk, að ráðstafa eignum ríkisins, sem samkvæmt forsetaúrskurði eigi að vera á hendi fjármálaráðherra. Sigmundur sagði að komi til undirritunar samnings um einhvers konar makaskipti, leigusamnings eða annars slíks, fari það eftir þeim reglum sem almennt gildi um slíkt. Lengi hafi verið til skoðunar að finna nýtt húsnæði fyrir stjórnarráðið eða hluta þess. „Sú þörf er orðin mjög knýjandi núna vegna þess að að minnsta kosti forsætisráðuneytið er að missa það húsnæði sem megnið af ráðuneytinu hefur haft aðstöðu í. Þar af leiðandi er óhjákvæmilegt að leita leiða til að leysa úr því,“ sagði Sigmundur. Tengdar fréttir Forsætisráðherra vill yfirtaka lóðina á Hafnartorgi fyrir stjórnarráðið Samningaviðræður standa yfir um makaskipti á lóðum ríkisins við Skúlagötu og Landstólpa þróunarfélags við Hafnartorg. Forsætisráðherra vill hús sem sæmdi sér vel á póstkorti. 22. janúar 2016 18:39 Undrast að ekki sé leitað besta tilboðs Formaður Samfylkingar segir kapp forsætisráðherra veikja samningsstöðu ríkisins. Bjóða þurfi út húsnæði fyrir Stjórnarráðið til að fá hagstæðasta verðið fyrir ríkið. Málið ekki rætt innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 25. janúar 2016 07:00 Skipulag breytist ekki við makaskipti Forsætisráðuneytið á í viðræðum við eigendur lóðarinnar við Hafnartorg, Landstólpa þróunarfélag, um að aðilar skiptist á lóðum. Þannig fengi Landstólpi lóð stjórnarráðsins við Skúlagötu en stjórnarráðið fengi lóðina á Hafnartorgi undir starfsemi ráðuneyta. 23. janúar 2016 07:00 Sóley spyr hvort forsætisráðherra ætli næst að fara að skipta sér af opnunartíma sundstaða Forseti borgarstjórnar segist undrast ítrekuð afskipti forsætisráðherra af málefnum Reykjavíkurborgar. 23. janúar 2016 15:00 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Enginn samningur hefur verið gerður um makaskipti á stjórnarráðsreitnum og svokölluðu Hafnartorgi, að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Forsætisráðuneytið hefur að undanförnu átt í viðræðum við eigendur lóðarinnar við Hafnartorg, Landstólpa þróunarfélag, um að aðilar skiptist á lóðum. „Það er ekki komið neitt mál til þess að samþykkja í ríkisstjórn. Það eina sem hefur gerst í þessu er að fulltrúar ráðuneytisins hafa fallist á boð þessa fyrirtækis um að eiga viðræður um aðkomu að þessu húsnæði á einn eða annan hátt. Þar eru menn opnir fyrir því að skoða ólíkar leiðir og ég ætla ekki að fara að skipa mönnum fyrir úr þessari pontu eða annars staðar frá um það hvaða lending á að nást í því á meðan við vitum ekki hvað raunverulega stendur þarna til boða,“ sagði Sigmundur í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.Lengi verið til skoðunar að finna nýtt húsnæði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði hvort forsætisráðherra hafi verið falið þetta hlutverk, að ráðstafa eignum ríkisins, sem samkvæmt forsetaúrskurði eigi að vera á hendi fjármálaráðherra. Sigmundur sagði að komi til undirritunar samnings um einhvers konar makaskipti, leigusamnings eða annars slíks, fari það eftir þeim reglum sem almennt gildi um slíkt. Lengi hafi verið til skoðunar að finna nýtt húsnæði fyrir stjórnarráðið eða hluta þess. „Sú þörf er orðin mjög knýjandi núna vegna þess að að minnsta kosti forsætisráðuneytið er að missa það húsnæði sem megnið af ráðuneytinu hefur haft aðstöðu í. Þar af leiðandi er óhjákvæmilegt að leita leiða til að leysa úr því,“ sagði Sigmundur.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra vill yfirtaka lóðina á Hafnartorgi fyrir stjórnarráðið Samningaviðræður standa yfir um makaskipti á lóðum ríkisins við Skúlagötu og Landstólpa þróunarfélags við Hafnartorg. Forsætisráðherra vill hús sem sæmdi sér vel á póstkorti. 22. janúar 2016 18:39 Undrast að ekki sé leitað besta tilboðs Formaður Samfylkingar segir kapp forsætisráðherra veikja samningsstöðu ríkisins. Bjóða þurfi út húsnæði fyrir Stjórnarráðið til að fá hagstæðasta verðið fyrir ríkið. Málið ekki rætt innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 25. janúar 2016 07:00 Skipulag breytist ekki við makaskipti Forsætisráðuneytið á í viðræðum við eigendur lóðarinnar við Hafnartorg, Landstólpa þróunarfélag, um að aðilar skiptist á lóðum. Þannig fengi Landstólpi lóð stjórnarráðsins við Skúlagötu en stjórnarráðið fengi lóðina á Hafnartorgi undir starfsemi ráðuneyta. 23. janúar 2016 07:00 Sóley spyr hvort forsætisráðherra ætli næst að fara að skipta sér af opnunartíma sundstaða Forseti borgarstjórnar segist undrast ítrekuð afskipti forsætisráðherra af málefnum Reykjavíkurborgar. 23. janúar 2016 15:00 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Forsætisráðherra vill yfirtaka lóðina á Hafnartorgi fyrir stjórnarráðið Samningaviðræður standa yfir um makaskipti á lóðum ríkisins við Skúlagötu og Landstólpa þróunarfélags við Hafnartorg. Forsætisráðherra vill hús sem sæmdi sér vel á póstkorti. 22. janúar 2016 18:39
Undrast að ekki sé leitað besta tilboðs Formaður Samfylkingar segir kapp forsætisráðherra veikja samningsstöðu ríkisins. Bjóða þurfi út húsnæði fyrir Stjórnarráðið til að fá hagstæðasta verðið fyrir ríkið. Málið ekki rætt innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 25. janúar 2016 07:00
Skipulag breytist ekki við makaskipti Forsætisráðuneytið á í viðræðum við eigendur lóðarinnar við Hafnartorg, Landstólpa þróunarfélag, um að aðilar skiptist á lóðum. Þannig fengi Landstólpi lóð stjórnarráðsins við Skúlagötu en stjórnarráðið fengi lóðina á Hafnartorgi undir starfsemi ráðuneyta. 23. janúar 2016 07:00
Sóley spyr hvort forsætisráðherra ætli næst að fara að skipta sér af opnunartíma sundstaða Forseti borgarstjórnar segist undrast ítrekuð afskipti forsætisráðherra af málefnum Reykjavíkurborgar. 23. janúar 2016 15:00