Félög Middeldorps ekki með starfsleyfi í Hollandi Ingvar Haraldsson skrifar 30. júlí 2016 06:00 Lóðin sem Mosfellsbær hefur úthlutað er á landi Sólvalla nærri Reykjalundi vísir/stefán Félög sem sögð eru eiga að fjármagna byggingu einkarekins spítala og hótels í Mosfellsbæ eru ekki á skrá yfir aðila sem hafa starfsleyfi hjá hollenska fjármálaeftirlitinu AFM eða hollenska seðlabankanum DNB. Henri Middeldorp, stjórnarformaður MCPB, sem hyggst standa að framkvæmdunum í Mosfellsbæ hefur sagt að þær verði fjármagnaðar með láni frá félaginu Burbanks Capital, sem sé dótturfélag Burbanks Holding, sem hann eigi meirihlutann í. Það fjármagn, um 50 milljarðar króna, sé komið frá fjárfestum sem ekki séu hluthafar í Burbanks Capital heldur sé félagið með fé í eignastýringu fyrir þá. Middeldorp segir að hjá Burbanks Holding starfi einn starfsmaður auk hans sjálfs og félagið hafi fjárfest í verkefnum víða um heiminn fyrir hönd sinna fjárfesta, til dæmis í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Bandaríkjunum. Allar fjárfestingarnar hafi verið í vatnsverkefnum, sjálfbærum auðlindum eða heilbrigðisgeiranum. Michiel Gosens, upplýsingafulltrúi hjá hollenska fjármálaeftirlitinu AFM segir að allir sem veiti fjármálaþjónustu í Hollandi þurfi starfsleyfi frá hollenska seðlabankanum DNB eða AFM. „Eignastýring myndi falla undir okkar umsjón. Við erum með sérstaka eignastýringardeild,“ segir Gosens sem kveðst þó ekki geta tjáð sig um einstök mál eða fyrirtæki. Ekkert félag undir nafninu Burbanks er á skrá yfir aðila með starfsleyfi hjá AFM eða DNB. Félögin er að finna í hollensku fyrirtækjaskránni en þau hafa ekki skilað ársreikningi. Middledorp segir félögin ekki þurfa starfsleyfi. „Þú þarft leyfi frá Seðlabankanum þegar þú sækist eftir fé opinberlega en við erum ekki að því.“ Á Facebook-síðu samvinnufélagsins Burbanks Capital var auglýst eftir fjárfestum til að leggja fram fé gegn allt að átta prósenta ávöxtun. Á heimasíðu Burbanks Capital var fjárfestum sem lögðu verkefninu til fé svo lofað sex prósenta arðgreiðslum á ári. „Það er annað mál, það sem er á Facebook og netinu er fyrir einstaklinga sem vilja vera meðlimir í samvinnufélaginu,“ segir Middeldorp. Hann hefur sagt að félagið þurfi ekki á fjármagninu að halda, þar sem verkefnið sé fullfjármagnað en hann líti á það sem samfélagslega skyldu sína að leyfa fólki að taka þátt í verkefninu gegn hærri ávöxtun en fáist almennt í Evrópu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Félög sem sögð eru eiga að fjármagna byggingu einkarekins spítala og hótels í Mosfellsbæ eru ekki á skrá yfir aðila sem hafa starfsleyfi hjá hollenska fjármálaeftirlitinu AFM eða hollenska seðlabankanum DNB. Henri Middeldorp, stjórnarformaður MCPB, sem hyggst standa að framkvæmdunum í Mosfellsbæ hefur sagt að þær verði fjármagnaðar með láni frá félaginu Burbanks Capital, sem sé dótturfélag Burbanks Holding, sem hann eigi meirihlutann í. Það fjármagn, um 50 milljarðar króna, sé komið frá fjárfestum sem ekki séu hluthafar í Burbanks Capital heldur sé félagið með fé í eignastýringu fyrir þá. Middeldorp segir að hjá Burbanks Holding starfi einn starfsmaður auk hans sjálfs og félagið hafi fjárfest í verkefnum víða um heiminn fyrir hönd sinna fjárfesta, til dæmis í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Bandaríkjunum. Allar fjárfestingarnar hafi verið í vatnsverkefnum, sjálfbærum auðlindum eða heilbrigðisgeiranum. Michiel Gosens, upplýsingafulltrúi hjá hollenska fjármálaeftirlitinu AFM segir að allir sem veiti fjármálaþjónustu í Hollandi þurfi starfsleyfi frá hollenska seðlabankanum DNB eða AFM. „Eignastýring myndi falla undir okkar umsjón. Við erum með sérstaka eignastýringardeild,“ segir Gosens sem kveðst þó ekki geta tjáð sig um einstök mál eða fyrirtæki. Ekkert félag undir nafninu Burbanks er á skrá yfir aðila með starfsleyfi hjá AFM eða DNB. Félögin er að finna í hollensku fyrirtækjaskránni en þau hafa ekki skilað ársreikningi. Middledorp segir félögin ekki þurfa starfsleyfi. „Þú þarft leyfi frá Seðlabankanum þegar þú sækist eftir fé opinberlega en við erum ekki að því.“ Á Facebook-síðu samvinnufélagsins Burbanks Capital var auglýst eftir fjárfestum til að leggja fram fé gegn allt að átta prósenta ávöxtun. Á heimasíðu Burbanks Capital var fjárfestum sem lögðu verkefninu til fé svo lofað sex prósenta arðgreiðslum á ári. „Það er annað mál, það sem er á Facebook og netinu er fyrir einstaklinga sem vilja vera meðlimir í samvinnufélaginu,“ segir Middeldorp. Hann hefur sagt að félagið þurfi ekki á fjármagninu að halda, þar sem verkefnið sé fullfjármagnað en hann líti á það sem samfélagslega skyldu sína að leyfa fólki að taka þátt í verkefninu gegn hærri ávöxtun en fáist almennt í Evrópu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira