Stjórnvöld verða að tryggja að greitt sé markaðsverð fyrir nýtingu náttúruauðlinda Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. apríl 2016 14:14 Búrfellsvirkjun. Mynd/Stöð2 Ísland þarf að tryggja að orkufyrirtæki sem nýta nátturauðlindir í almannaeigu til raforkuframleiðslu greiði ávallt markaðsverð fyrir slíka nýtingu. Til þess þarf að breyta landslögum. Þetta er niðurstaða ákvörðunar sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Engin íslensk löggjöf er um efni samninga íslenskra stjórnvalda við orkufyrirtæki þar sem fyrirtækjunum er veittur aðgangur að nátturauðlindum til að framleiða raforku úr vatnsafli eða jarðvarma. Þrátt fyrir það hafa stjórnvöld gert þetta í fjölmörgum tilvikum hér á landi. „Hvorki er skýr lagaskylda til að fara fram á greiðslu markaðsverðs né opinber mælikvarði á hvernig ákvarða skuli endurgjald,“ segir í tilkynningu. „Til að tryggja megi sanngjarna og virka samkeppni á íslenska raforkumarkaðnum þurfa orkufyrirtæki að greiða markaðsverð fyrir nýtingu náttúruauðlinda. Setja þarf lög sem fela í sér að ávallt sé farið fram á greiðslu markaðsverðs þegar orkufyrirtækjum eru veitt réttindi til að nýta náttúrauðlindir í almannaeigu. Til að ganga úr skugga um að aðilar njóti jafnræðis þurfa íslensk stjórnvöld auk þess að hafa skýra aðferðafræði um hvernig markaðsverð náttúruauðlinda verður ákvarðað.” segir Sven Erik Svedman forseti Eftirlitsstofnunar EFTA. „ESA leggur meðal annars til að sett verði lög á Íslandi til að tryggja að öll tilfærsla nátturauðlinda vegna raforkuframleiðslu fari fram á markaðsforsendum. Slík kvöð yrði bindandi fyrir bæði ríki og sveitarstjórnir. ESA kveður auk þess á um að íslensk stjórnvöld endurskoði alla gildandi samninga um nýtingu nátturauðlinda til að tryggja að orkufyrirtæki greiði markaðsverð það sem eftir lifir af gildistíma samninganna,“ segir í tilkynningu. Íslensk stjórnvöld hafa einn mánuð til að tilkynna stofnuninni hvort þau samþykki fyrrgreindar tillögur. Ef íslensk stjórnvöld fallast ekki á tillögurnar getur ESA hafið formlega rannsókn á málinu. Opinber útgáfa ákvörðunar ESA verður birt á vefsíðu stofnunarinnar, að öllu jöfnu innan eins mánaðar. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ísland þarf að tryggja að orkufyrirtæki sem nýta nátturauðlindir í almannaeigu til raforkuframleiðslu greiði ávallt markaðsverð fyrir slíka nýtingu. Til þess þarf að breyta landslögum. Þetta er niðurstaða ákvörðunar sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Engin íslensk löggjöf er um efni samninga íslenskra stjórnvalda við orkufyrirtæki þar sem fyrirtækjunum er veittur aðgangur að nátturauðlindum til að framleiða raforku úr vatnsafli eða jarðvarma. Þrátt fyrir það hafa stjórnvöld gert þetta í fjölmörgum tilvikum hér á landi. „Hvorki er skýr lagaskylda til að fara fram á greiðslu markaðsverðs né opinber mælikvarði á hvernig ákvarða skuli endurgjald,“ segir í tilkynningu. „Til að tryggja megi sanngjarna og virka samkeppni á íslenska raforkumarkaðnum þurfa orkufyrirtæki að greiða markaðsverð fyrir nýtingu náttúruauðlinda. Setja þarf lög sem fela í sér að ávallt sé farið fram á greiðslu markaðsverðs þegar orkufyrirtækjum eru veitt réttindi til að nýta náttúrauðlindir í almannaeigu. Til að ganga úr skugga um að aðilar njóti jafnræðis þurfa íslensk stjórnvöld auk þess að hafa skýra aðferðafræði um hvernig markaðsverð náttúruauðlinda verður ákvarðað.” segir Sven Erik Svedman forseti Eftirlitsstofnunar EFTA. „ESA leggur meðal annars til að sett verði lög á Íslandi til að tryggja að öll tilfærsla nátturauðlinda vegna raforkuframleiðslu fari fram á markaðsforsendum. Slík kvöð yrði bindandi fyrir bæði ríki og sveitarstjórnir. ESA kveður auk þess á um að íslensk stjórnvöld endurskoði alla gildandi samninga um nýtingu nátturauðlinda til að tryggja að orkufyrirtæki greiði markaðsverð það sem eftir lifir af gildistíma samninganna,“ segir í tilkynningu. Íslensk stjórnvöld hafa einn mánuð til að tilkynna stofnuninni hvort þau samþykki fyrrgreindar tillögur. Ef íslensk stjórnvöld fallast ekki á tillögurnar getur ESA hafið formlega rannsókn á málinu. Opinber útgáfa ákvörðunar ESA verður birt á vefsíðu stofnunarinnar, að öllu jöfnu innan eins mánaðar.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira