Enski boltinn

Lozano er næstur á lista Mourinho

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lozano í leik með Mexíkó á Copa America.
Lozano í leik með Mexíkó á Copa America. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, er ekki hættur að versla og er nú á eftir mexíkóskum landsliðsmanni.

Sá heitir Hirving Lozano og spilar með Pachuca í heimalandinu.

Lozano hefur skorað 21 mark í 91 leik í mexíkóska boltanum. Pachuca segir að ekkert sé frágengið en tengdafaðir Lozano segir að allt sé klappað og klárt.

Komi Lozano á Old Trafford þá verður hann annar Mexíkóinn til að spila fyrir félagið. Javier Hernandez var sá fyrsti.

Lozano er aðeins tvítugur og hefur þegar spilað sjö landsleiki fyrir Mexíkó. Hann verður með landsliði þjóðarinnar á ÓL í Ríó.

Mourinho er þegar búinn að fá Eric Bailly og Zlatan Ibrahimovic til United og Dortmund segir að Henrikh Mkhitaryan sé á leið til United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×