Lífið

Bomban: Reyndi Dóri DNA að svindla í dansleiknum?

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mið-Íslendingarnir Halldór Halldórsson og Björn Bragi Arnarsson voru gestir í Bombunni hans Loga í gær og öttu þar kappi við Híenurnar Ragnar Hansson og Snjólaugu Lúðvíksdóttur.

Líkt og búast mátti við þegar þessir grínistar koma saman var margt spaugilegt sem átti sér stað. Keppnin var einnig nokkuð hörð. Svo mikið var kappið að útlit er fyrir að einn keppenda hafi gert heiðarlega tilraun til að svindla.

Í tónleiknum, þar sem Rúnar Freyr Gíslason leikur þekkt dægurlag fyrir keppendur á meðan þeir heyra ekkert, tók Dóri DNA sig til og hagræddi heyrnarhlífum sínum. Keppendur eru einnig með háværa tekknótónlist í eyrunum svo óvíst er hvort þetta hafi gagnast honum. Á Twitter hefur Halldór lýst því yfir að hann hafi ekki svindlað.

Þetta atvik má sjá hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Bomban: Hver er hluturinn?

Bomban er nýr þáttur á Stöð 2 en annar þátturinn fór í loftið á föstudagskvöldið. Logi Bergmann Eiðsson er alvaldur í þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×